Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 89

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 89
hagskerfið, þegar hækkanirnar eru ekki var- anlegar. Þegar svo allar aðrar atvinnustéttir krefjast sambærilegra kjarabóta, þótt við- komandi atvinnugreinar ekki njóti verðhækk- ananna, svo sem bæði hefur verið um land- búnað og iðnað og einnig í vissum greinum sjávarútvegs, þá verður afleiðingin verðbólga, sem enginn getur spornað við. Hinar skyndi- legu en því miður tímabundnu verðhækkanir sjávarafurða hafa því aukið en ekki minnkað vandann í sambandi við stjórn efnahagsmál- anna. Eina úrræðið hefði verið það að taka kúfinn af verðhækkununum og leggja í verð- jöfnunarsjóð til þess að mæta síðan verðlækk- unum og hindra þannig óheppilegar sveiflur í afkomu atvinnuveganna og þjóðarbúsins. Því miður hefur ekki tekizt að fá skilning á nauðsyn slíkra aðgerða. Mjög smávægi- legum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þessa átt var sumarið 1965 mætt á þann hátt að sigla öllum síldveiðiflotanum í höfn. Síðan það gerðist, hefur sem betur fer orðið vart aukins skilnings á þessu mikilvæga vanda- máli, sem m. a. kom fram í því, að allir aðilar viðurkenndu síldarverðslækkunina á sl. hausti. Munu án efa flestir sammála um það nú, hversu giftusamlegt hefði verið, ef menn hefðu getað orðið sammála um að leggja til hliðar nokkurn hluta hinnar óeðlilegu verð- hækkunar síldarafurða 1965, en um það tjóar ekki að fást. Það, sem máli skiptir nú, er að horfa raunsætt á aðstæður og reyna að læra af reynslunni. Það, sem ekki tókst á verðhækk- unartímum, þegar allir vilja fá meira í sinn hlut og blindast um of af gróðavímu, kann að reynast auðveldara í framkvæmd á tímum verðlækkana. Það virðist oftast vera auð- veldara að koma fram skynsamlegum aðgerð- um, þegar á móti blæs en í meðvindi. Það er því fátt eða ekkert mikilvægara fyrir heppi- lega efnahagsþróun næstu árin en að sam- komulag geti náðst um frambúðarskipan þess verðjöfnunarsjóðs, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir að stofnaður væri á þessu ári til þess að bæta verðfall afurða frystihúsanna. Menn tala oft um frambúðarlausn efna- hagsvandamála og vafalaust höfum við Sjálf- stæðismenn einnig gert okkur seka um að nota slíkt orðalag. Sannleikurinn er sá, að það er ekki til nein frambúðarlausn efnahags- vandamála. Það er að vísu auðið og nauðsyn- legt að hafa fastmótaða meginstefnu að leið- arljósi og framfylgja vissum óhj ákvæmilegum ráðstöfunum í fjármálum og peningamálum, en að öðru leyti eru efnahagsmálin efst á blaði þeirra vandamála, sem stöðugt þarf við að fást eigi aðeins hér á landi heldur í öllum löndum. Þetta hlýtur svo að verða með- an sveiflur eru í verðlagi og framleiðslan misjöfn, meðan menn koma sér ekki saman um ákveðin hlutföll í skiptingu þjóðartekna og setja fastar reglur um launabreytingar. Meðan slíkt jafnvægisástand ekki næst, sem á vafalaust langt í land og raunar lítt hugsan- legt, skiptir það meginmáli á hverjum tíma að stuðla með tiltækum efnahagsaðgerðum að vinnufriði í þjóðfélaginu og að sem arðbær- astri og vaxandi þjóðarframleiðslu. Þessi mik- ilvægi árangur hefur vissulega náðst síðustu árin betur en áður hefur þekkzt hérlendis. Ríkisstjórnin stefnir ekki að gengislækkun. Verðstöðvunin er skynsamlegt og nauðsyn- legt úrræði, sem vitanlega getur ekki staðið til frambúðar í þessu formi. Næstu mánuðina þarf að nota til þess annars vegar að leita eftir samkomulagi um nauðsynlegt verðjöfn- unarkerfi og hins vegar samkomulagi ríkis- stjórnar og aðila vinnumarkaðarins, fram- leiðenda og launþega um skipan kjara og verðlagsmála á þann veg að framleiðslan geti þróaztmeð eðlilegum hætti. Launakjörin hljóta á hverjum tíma að verða að miðast við greiðslugetu atvinnuveganna, en jafnframt er það eðlileg krafa launþega að leitað sé allra úrræða til þess að minnka tilkostnað við fram- leiðsluna með aukinni framleiðni og hagsýni. Síðustu árin hefur markvisst verið að því unn- ið af hálfu ríkisstjórnarinnar að skapa það andrúmsloft milli rikisvalds, launþega og vinnuveitenda, er geri slíkt samkomulag mögu- legt á frjálsum grundvelli. Þessar tvíþættu að- gerðir eru forsenda þess, að það takist að leysa vandamál efnahagskerfisins farsællega á kom- andi hausti. Hvort það tekst, skal engu um spáð, en fái Sjálfstæðisflokkurinn áfram for- ustuaðstöðu, mun hann leggja sig allan fram um að fá á sem breiðustum grundvelli sam- starf þjóðfélagsstéttanna og hagsmunasam- taka þeirra um lausn þessa mikla vandamáls, sem vissulega getur ráðið úrslitum um það, hvort þjóðin fær með eðlilegum hætti haldið áfram framfarasókn sinni. Það er um þjóðar- hag að tefla. Samhliða verður svo með til- tækum ráðum að reyna að bægja frá þeirri 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.