Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 5
LANDSFUNDUItmN 1967
Dr. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstaeðisflokksins, flytur yfirlitsræðu sína á fundirtum.
1. Fundarsetning
Sautjándi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í Háskólabíói
í Reykjavík fimmtudaginn 20. apríl 1967 kl. 20.30.
Formaður Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna.
A þessum fyrsta fundi var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Jó-
hann Hafstein, dómsmálaráðherra, fundarstjóri, en fundarritarar Jón
H. Jónsson, forstjóri, Keflavík og Jörundur Gestsson, bóndi, Hellu,
Strandasýslu.
Formaður flokksins, dr. Bjarni Benediktsson, flutti á þessum fundi
yfirlitsræðu. I upphafi ræðu sinnar gat hann þess, að af stofnendum Sjálf-
stæðisflokksins hinn 25. maí 1929 væru nú aðeins þrír menn á lífi, þeir
Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson og Hákon Kristófersson, en sá síðasttaldi
væri elztur þeirra þremenninganna og ætti níræðisafmæli þennan sama
dag. Gerði formaður að tillögu sinni, að landsfundurinn sendi Hákoni
Kristóferssyni heilla- og hamingjuóskir af þessu tilefni og samþykkti
fundurinn það með dynjandi lófataki. Síðan gerði formaður ýtarlega
grein fyrir stöðu og þróun stjórnmálanna frá síðasta landsfundi og skýrði
viðhorf í þjóðmálunum almennt. Er ræðan prentuð aftar í skýrslunni.
3