Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 74

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 74
Rafvæðing vel á veg komin, —■ tímamót í virkjunarmálum. 1 þinglokin voru samþykkt ný orkulög. Gerð var breyting á raforkulögunum frá 1946. Þau lög gáfust vel á margan hátt. Eftir þeim hefur verið unnið um 20 ára skeið að rafvirkjunum og rafvæðingu landsins. Orkulögin eru að mestu leyti byggð á þeirri stefnu sem raforku- lögin mörkuðu. Vegna síaukinnar starfsemi raforkumálanna þótti hentugt að gera Raf- magnsveitur ríkisins að sjálfstæðri stofnun, sem heyrir nú beint undir ráðherra, en áður undir raforkumálastjóra. Breytingin hefur þó ekki í för með sér aukinn kostnað eða fjölgun embætta. Rafvæðing sveitanna er vel á veg komin og er talið að 4646 býli hafi nú rafmagn, flest frá samveitum en önnur frá einkarafstöðvum. Má því ætla að tæplega 700 býli hafi ekki raf- magn. Framsóknarmenn tala oft um að raf- væðingin gangi hægt og vilja nú meðan þeir eru í stjómarandstöðu, ýta fast eftir, að raf- væðingunni verði hraðað. Þess má geta, að á síðasta valdaári þeirra fengu aðeins 148 býli rafmagn, en þá mátti vegalengd milli bæja ekki vera yfir 1 km. Á árunum 1960—1965 fengu 188 bæir rafmagn árlega að meðaltali og á s.l. ári voru tengdir 210 bæir. Nú er vega- lengdin allt að 1V2 km. á milli bæja og verð- ur því kostnaður meiri en áður við að tengja hvern bæ. Raforkusjóður lánar að jafnaði 50 þús. kr. til kaupa á dieselvélum með 6% vöxt- um til 10 ára. Á sl. ári fengu 200 bæir þess konar lán. Lög um Landsvirkjun marka tímamót í virkjunarmálum þjóðarinnar. Þá var tekin ákvörðun um að hætta við smávirkjanir, sem við áður urðum að láta okkur nægja vegna fjárskorts, þótt orkan frá þeim væri miklu dýrari og raforkuskortur segði til sín stuttu eftir að virkjuninni var lokið. Stórvirkjunin við Þjórsá mun veita ódýr- ustu raforku sem fáanleg er úr íslenzku fall- vatni. Gert er ráð fyrir að virkja 210 þús. kw. við Búrfell, og verður orkan frá þeirri virkjun allt að 60% ódýrari fyrstu árin til al- menningsþarfa heldur en ef virkjað hefði verið smærra og aðeins miðað við þarfir landsmanna. Mögulegt er að virkja á hagkvæmasta hátt vegna þess að gerður var samningur við sviss- neskt fyrirtæki, sem reisir hér álverksmiðju, um orkusölu frá virkjuninni. Álverksmiðjan kaupír þá orku, sem landsmenn ekki þurfa til eigin þarfa. Álverksmiðjan greiðir öll þau lán sem tekin verða til virkjunarinnar og verða þau því aldrei baggi á íslenzku þjóðinni. Með þess- um hætti er lagður grundvöllur að áfram- haldandi stórvirkjunum í landinu og auknum iðnaði til heilla fyrir þjóðfélagið. Að því er stefnt að tengja virkjanirnar sam- an til öryggis fyrir rafmagnsnotendur og jafna þannig aðstöðu manna hvar sem þeir búa. Með þeim hætti verður ávallt unnt að virkja þar sem ódýrast er og hagkvæmast. Allir tala um verðmæti vatnsorkunnar og jarðhitans. En þessi verðmæti koma því aðeins að gagni að þau séu notuð. Þröngsýnir menn beittu sér gegn fyrstu stórvirkjun á Islandi og vildu þannig láta landsmenn áfram nota dýrari orku en þörf var á. Allir þykjast vilja efla íslenzk- an iðnað, en þeir, sem standa í vegi fyrir að útvega iðnaðinum raforku á hagstæðu verði, eru íslenzkum iðnaði til óþurftar og standa í vegi fyrir því, að iðnaðurinn, sem getur átt mikla framtíð fyrir sér, verði samkeppnisfær. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum 94,5 millj. Ferðamál eru ung atvinnugrein í landinu. Lög um Ferðamálasjóð frá 1964 marka tíma- mót í ferðamálum og ferðamannaþjónustu. Samkvæmt þessum lögum var sett á stofn níu manna Ferðamálaráð, sem starfar án launa. Ferðamálaráð hefur haft jákvæð áhrif á ferða- málin undanfarið. Ferðamálasjóður hefur lán- að á rúmlega tveimur árum yfir 20 millj. króna til þess að bæta úr brýnustu þörf út um land við móttöku ferðamanna. Þótt mikið sé ógert í þeim málum, má víða sjá góð- an árangur. í Reykjavík hefur orðið mik- il breyting á örfáum árum í hótelmálun- um. Aðstaðan til að taka á móti ferðamönn- um er gjörbreytt frá því sem áður var. Aukn- ing erlendra ferðamanna hefur orðið geysi- mikil í seinni tíð og mun vaxa á þessu ári og næstu árum. Árið 1958 komu til landsins 10111 ferðamenn. Gjaldeyriseyðsla á mann nam þá 295 kr. og 55 aurum. 1966 komu 34.733 ferða- menn. Gjaldeyriseyðsla á mann nam kr. 2.721.13. Gjaldeyristekjur alls voru kr. 94.513.000.00. 1958 var talið, að svartur mark- aður væri á gjaldeyrinum og ætla ýmsir að þar sé skýringin á því, að erlendir ferðamenn skiptu sáralitlum peningum í bönkum. Auk þeirra gjaldeyristekna, sem taldar eru, má 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.