Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 76

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 76
að fá 40% af kostnaði við vegagerðina erlendis frá. Hvernig fjár verður að öðru leyti aflað er á valdi ríkisstjórnar og Alþingis. Verði verkið boðið út í einu lagi mun það verða unn- ið á skömmum tíma. Þess gerist þörf og er í samræmi við anda vegalaganna og þá stefnu sem vinna þarf eftir, þegar fyllstu hagsýni er gætt. Kjör almennings hafa stórbatnað. Það var ánægjulegt á þingslitadaginn að heyra í Einari Olgeirssyni, þegar hann ræddi við fréttamann Ríkisútvarpsins. Hann sagðist hafa haft mesta ánægju af því á undanförn- um árum að taka þátt í baráttunni fyrir bætt- um kjörum fyrir verkalýðinn, fyrir alþýðuna. Það væri ánægjulegt að hafa séð hvernig verkalýðurinn komst frá örbirgð og umkomu- leysi til þess að verða velmegandi og bjarg- álna. Það var vissulega mikils virði að fá þá viðurkenningu frá þessum verkalýðsfrömuði að íslenzk alþýða væri nú bjargálna og byggi við velmegun. Það neitar því enginn, að kjör almennings hafa stórum batnað á síðustu 7 árum. Almenningur hefur fengið stærri hlut- deild í þjóðartekjunum en áður og þjóðartekj- urnar hafa vaxið í krafti tækni og aukinna atvinnutækja, sem aflað var með breyttri stjómarstefnu og stærri sjónarmiðum en áður voru fyrir hendi. Það er ekki aðeins kaup- gjaldshækkunin, sem hefur bætt kjör almenn- ings, það er einnig margs konar löggjöf sem kemur til aðstoðar í þessum efnum. Það mætti minnast á almannatryggingar, sem hafa verið stórauknar. Landið hefur verið gert að einu verðlagssvæði og þeir sem búa í sveitum og kauptúnum, fá nú ekki minni bætur en kaupstaðabúar. Elli- og örorkulífeyrir hefur nærri fimmfaldazt. Fjölskyldubætur miðað við 3 börn eru nífalt hærri en 1958. Sjúkrabætur hafa hækkað mjög mikið. Tryggingarlöggjöfin þarf eigi að síður endurskoðunar við og úrbóta á ýmsum sviðum þrátt fyrir þær leiðréttingar, sem gerðar hafa verið. Það er margyfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins að tryggja alla ís- lendinga gegn skorti, en það verður bezt gert með því að endurbæta tryggingarlöggjöfina og stuðla að því að tryggingar miðist við að- stæður hverju sinni. Aðbúnaður almennings er allt annar en áður var hvað húsnæði og öll þægindi snertir. íbúðirnar eru stærri og betur frá þeim gengið en nokkru sinni fyrr. Húsnæð- islánin hafa verið aukin mjög mikið, enda hefur aldrei verið byggt eins mikið af glæsi- legum íbúðum og seinni árin. A valdatíma vinstri stjórnarinnar 1958 voru íbúðalán 48.769.000.00 kr., en 1966 350.364.000.00 kr. Hafa lán til íbúðabygginga á þessu tímabili því meir en sjöfaldazt, en bygg- ingavísitalan hefur hækkað á þessum tíma um 92%. Glæsilegasta framfaratímabil í sögu þjóðarinnar. Ég hef drepið á nokkur atriði, sem sýna öra og jákvæða þróun á valdatíma núverandi rík- isstjórnar. Þarf ekki blöðum um það að fletta að þjóðin hefur gengið fram til bættra lífs- kjara. Með uppbyggingu atvinnuveganna og öflun margs konar tækja var lagður grund- völlur að framleiðsluaukningu og efnalegu sjálfstæði. Síðustu 7 árin eru óumdeilanlega glæsilegasta framfaratímabil í sögu þjóðar- innar. Framfarir þurfa að halda áfram en það getur því aðeins orðið að efnahagsmálun- um verði stjórnað á réttan hátt. Verðhækkanir hafa orðið á þessu stjórnartímabili og kaup- gjaldshækkanir eins og atvinnuvegirnir hafa þolað. Ýmsir hafa haldið því fram að verð- stöðvunin hafi átt að koma fyrr, því að verð- bólguna hefði þurft að stöðva. Verðstöðvunar- lögin voru ekki framkvæmanleg fyrr en nú. Meðan útflutningsvörurnar hækkuðu í verði og atvinnuvegirnir gátu borið kauphækkanir sbr. frystihúsin 1964 og 1965, en þau hafa aldrei haft betri afkomu en þá, var vonlaust að verðstöðvun væri framkvæmanleg. Verðstöðv- un og kaupgjaldsstöðvun verða að fylgjast að til þess að gagn verði að þeim ráðstöfunum. Það er hvort tveggja að óframkvæmanlegt var að stöðva kauphækkanir á meðan hækkandi verð var á útflutningsframleiðslunni, um leið og það var ranglátt að láta ekki launþega fá hlutdeild í þeim hagnaði, sem af verðhækk- unum leiddi. Það er virðingarvert að verð- stöðvunarlögunum hefur verið vel tekið og ber það vott um aukinn skilning almennings og verkalýðsforustunnar á því, hvernig hagsmunir verkalýðsins verði bezt tryggðir. Látum dómgreindina ráða. Eftir fáar vikur verður gengið til kosninga. Enginn veit hvernig þær kosningar fara. I lýðræðisþjóðfélagi á það þannig að vera að 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.