Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 78
Ræða Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra
Traustur grundvöllur lagður að
nýrri framfarasókn
Óhjákvæmileg forsenda allra framfara er
traust efnahagskerfi. Sú þjóð, sem ekki held-
ur skynsamlega á stjórn fjármála sinna og
efnahagsmála, hlýtur einnig fyrr eða síðar að
glata sjálfstæði sínu. Orugg stjórn þessara
mála verður því mikilvægari, sem þjóðfélag-
ið er fullkomnara, þannig að í hinum háþró-
uðu iðnaðarþjóðfélögum nútímans er skipulag
og þróun efnahags- og fjármálakerfisins jafn-
an hin mikilvægustu viðfangsefni, sem þjóð-
þing og ríkisstjórnir eiga við að glíma. Stefn-
an í efnahags- og fjármálum hefur víðtæk
áhrif á líf og afkomu hvers einasta þjóðfélags-
borgara, og gildir það eigi síður hér á landi
en annars staðar.
Þótt þróun síðustu áratuga hafi neytt þjóðir
heims til að samræma meir en áður stefnuna
í efnahags- og peningamálum, þá eru það þó
fyrst og fremst mismunandi viðhorf einmitt
á þessum sviðum, sem skipa mönnum í flokka.
Sósíalískir flokkar halda því fram, að ríkið
eigi að hafa veigamikla þætti atvinnulífs og
viðskipta í eigin höndum og víðtæk afskipti af
öllum fjárráðstöfunum borgaranna. Vegna
slæmrar reynslu og vaxandi andstöðu almenn-
ings, sökum batnandi lífskjara, hafa jafnaðar-
menn að vísu horfið frá þjóðnýtingarstefnu
sinni, en engu að síður er hún þó eitt helzta
grundvallaratriði sósíalismans. Borgaralegir
flokkar telja farsælla fyrir heilbrigða þróun
og framfarir, að atvinnurekstur og viðskipti
séu sem mest í höndum einstaklinga og frjálsra
félagasamtaka, en hafa að öðru leyti nokkuð
mismunandi sjónarmið varðandi afskipti rík-
isins af borgurunum, einkum á vettvangi fé-
lagsmála og trygginga.
Festa í efnahagsmálum og gætileg fjármála-
stjórn hefur ætíð verið eitt höfuðatriði í
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn telur
lífshamingju og þroskun einstaklingsins það
markmið, sem öll heilbrigð stjórnmálastarf-
semi eigi að beinast að. Ekkert þjóðfélag fái
til lengdar staðizt, ef ekki sé lögð höfuðá-
herzla á að rækta manngildi, framtak og sköp-
unarvilja einstaklinganna og á þessum eigin-
leikum og réttri hagnýtingu þeirra hljóti fram-
farasókn þjóðarinnar að byggjast. Farsælast
sé því, að atvinnurekstur sé að sem mestu leyti
í höndum einstaklinga og frjálsra félagasam-
taka, og því aðeins á vegum ríkis eða opin-
berra aðila, að fjárhagslegt bolmagn einstakl-
inga bresti, ef um fyrirtæki sé að ræða, þar
sem samkeppni sé ekki til staðar eða þjónustu-
stofnanir, sem samkvæmt eðli nútíma þjóð-
félags sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að
annast um. Þessi grundvallarviðhorf hafa ætíð
sett mark sitt á stefnu Sjálfstæðisflokksins í
fjármálum og efnahagsmálum, þótt flokkurinn
76