Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 7
Sk'ípulagsmál
7
ÓLAFUR ST. VALDIMARSSON
RÁÐUNEYTISSTJÓRI:
AVARP
Á RÁÐSTEFNU UM FERÐAMÁL
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
ÞANN 5. JÚNÍ 1987
Ég vil hefja mál mitt með því að
lysa yfir ánægju minni með að
atvinnumálanefnd Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
skuli gangast fyrir þessari
ferðamálaráðstefnu. Það var ekki
vonum fyrr að það svæði
landsins, sem flestir ferðamenn
leggja leið sína um, þar á meðal
nær allir erlendir ferðamenn sem
til landsins koma, tæki við sér í
þessu mikilsverða máli. A
undanfömum árum hafa verið
stofnuð ferðamálasamtök um allt
land og þau hafa flest hver haldið
uppi blómlegu og árangursríku
starfi að ferðamálum og nú
tiltölulega nyverið stofnað með
sér heildarsamtök. Tilvist
þessara samtaka gerði fram-
kvæmanlega þá úttekt á
íslenskum ferðamálum, sem gerð
var á vegum samgönguráðu-
neytisins og lögð hefur verið
fram og almennt gengur undir
nafninu græna skyfslan. Það er
þó ljóður á þessari skýrslu að
ekki reyndist unnt að fá neinar
upplýsingar um ferðamál frá
Reykjavíkurborg. Einnig tókst
okkur ekki að afla nema mjög
fátæklegra upplýsinga um ferða-
mál frá Ferðamálasamtökum
Suðumesja. En það er óþarfi að
vera að sífra yfir þessu, ég leyfi
mér að líta svo á að þessi
ráðstefna sé upphafið að því að
ferðamál verði tekin fastari tökum
á höfuðborgarsvæðinu og
ákveðin stefnumörkun gerð í
þeim efnum.
Mér finnst ástæða til að rifja það
hér upp að merkilegt framtak átti
sér stað í ferðamálum íslendinga á
árunum 1955 til 1960 og það
einmitt fyrir forgang aðila á
höfuðborgarsvæðinu. Þá var
stofnað Ferðamálafélag Reykja-
víkur og þótt það yrði ekki ekki
langlíft skildi það eftir sig
varanleg spor í þróun íslenskra
ferðamála. Forystumenn að
stofnun þessa félags vom meðal
annars Ludvig Hjálmtýsson,
fyrrverandi ferðamálastjóri, Gísli
Sigurbjömsson, forstjóri, Agnar
Kofoed Hansen, flugmálastjóri,
og ýmsir fleiri. Félagið fékk
hingað til lands franskan ferða-
málasérfræðing, Georges Lebrec.
Hann samdi skýrslu um ferðamál
á Islandi og þróun þeirra í júlí
1960, en skýrslan var lengi
hálfgildings biblía þeirra sem
fengust við ferðamál.
Ferðamálafélag Reykjavíkur varð
að vísu ekki langlíft og lognaðist
útaf eftir nokkur ár, en í
framhaldi af því og sem óbein
afleiðing af tilvist þess voru
fyrstu heildarlögin um íslensk
ferðamál sett 1964, en með þeim
var meðal annars Ferðamálaráð
stofnað. Sú önnur megin breyt-
ing var gerð með þessum lögum
að einkaréttur Ferðaskrifstofu
ríkisins á ferðaskrifstofurekstri,
sem lög vora fyrst sett um árið
1936, var í reynd felldur niður.
Því nefni ég þetta hér, að það
hefur verið einskonar lenska hjá
ýmsum þeim sem starfa að
ferðamálum að ásaka stjómvöld
fyrir að hafa enga mótaða
ferðamálastefnu. Ferðamálastefna
stjómvalda er auðvitað mörkuð
um leið og sett hafa verið lög um
þessa starfsemi og það em nú 51
ár síðan það var fyrst gert.
Ferðamálastefnan hefur síðan
verið endurskoðuð í hvert skipti
sem ný lög em sett. Auk þess er
auðvitað hægt að taka ákvarðanir
um sérstakt átak í ferðamálum eða
framkvæmdir í þeim innan
gildandi laga hverju sinni. Það
gerði núverandi samgönguráð-
herra, Matthías Bjamason, þegar
hann fól Ferðamálaráði að vinna á
grundvelli skýrslu um ferðamál á
Islandi frá árinu 1983. Stefnt var
einnig að því að græna skýrslan
sem ég minntist á hér áðan verði
grundvöllur að frekari stefnu-
mörkun í ferðamálum. Það er
því að mínu mati engin skortur á
ferðamálastefnu eða stefnu-
mörkun í ferðamálum. Hitt er
svo allt annað mál að ýmsum
þykir að betur mætti gera og að