Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Side 9
sk'ipulagsmál
9
ómetanlegu landkynningar, sem
ferðir Forseta íslands hafa haft og
vakið hafa ómælda athygli á landi
okkar og þjóð. Leiðtogafund-
urinn í október 1986 var einnig,
m.a. vegna þess^hve vel var að
honum staðið af íslendinga hálfu,
meiri og betri landkynning en
nokkur hefði þorað að vonast
eftir fyrir fram. Þessi land-
kynning á enn eftir að skila sér í
auknum ferðamannastraumi og
gerir það örugglega á þessu og
næstu árum.
Vorið 1983 var hafin bygging
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli,
sem nú hefur verið tekin í
notkun. Hygg ég að allir geti
verið sammála um að með til-
komu hennar er stigið enn eitt
stórt skref til bættrar aðstöðu fyrir
erlenda og íslenska ferðamenn.
Hér hefur verið stiklað á stóru og
aðeins getið nokkurra þátta, sem
menn vilja gjaman gleyma, þegar
rætt er um uppbyggingu íslenskra
ferðamála og þátt ríkisvaldsins í
þeim. En hér eins og alls staðar
annars staðar er það fyrst og
fremst áhugi, dugnaður og
þrautseigja einstaklinganna sem
lyftir grettistökunum.
Ég hef í þessu stutta ávarpi ekki
fjallað sérstaklega um ferðamál á
höfuðborgarsvæðinu. Það gera
þeir sem hér koma á eftir. Ég vil
þó undirstrika, að hér brotnar
bylgjan fyrst og fremst, hvort
sem um er að ræða innlenda eða
erlenda ferðamenn.
Fjöldinn allur af erlendum
ferðamönnum, fyrst og fremst
þeir sem eru í embættis- eða
viðskiptaerindum, fara lítið sem
ekkert út af þessu svæði. Það er
okkur því enn meiri hvatning til
að vinna að því að hér á
höfuðborgarsvæðinu sé sem best
samvinna um móttöku erlendra
ferðamanna og allar aðgerðir í því
efni samræmdar, jafnframt því
sem framtíðarstefna í ferðamálum
✓
verði mörkuð. Eg fagna því
þessari ráðstefnu sérstaklega og
vona að hún verði undanfari nýs
átaks í ferðamálum á höfuð-
borgarsvæðinu.