Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Page 12
|5kiínTispmán
eftir hótelrymi varð meiri en
framboðið og þá tóku Loft-
leiðamenn sig til og reistu fyrsta
áfanga Hótels Loftleiða. Þessi
starfsemi fyrirtækisins hafði mikil
áhrif á þróun og vöxt ferða-
mannaþjónustu í landinu, sem
varla var fyrir hendi áður. Þróun
ferðamála og samgöngubóta bæði
innanlands og milli landa er svo
samofin að ekki verður skilið þar
á milli. Þessi saga synir að með
þessari áætlun sinni hittu Loft-
leiðamenn naglann á höfuðið og
þegar áætlun og góð skipu-
lagning fer saman lætur árang-
urinn ekki á sér standa.
Þrátt fyrir mikla og fjölþætta
ferðaþjónustu á höfuðborgar-
svæðinu eru örugglega margir
möguleikar ónyttir. Beita þarf
öllum tiltækum ráðum til þess að
lengja ferðamannatímann og laða
fleiri að utan mesta annatímans.
Ljóst er að minni sveitarfélögin á
svæðinu hafa ekki náð til sín
æskilegum hluta viðskiptanna,
sem er þeim þó nauðsynlegt til að
auka fjölbreytnina í atvinnu-
lífinu, en möguleikarnir eru
margir sem þessi atvinnugrein
býður upp á.
Þegar rætt er um ferðamál og
ferðamálastefnu eru umhverfis-
málin þar órjúfanlegur þáttur.
Huga þarf enn frekar að því
hvemig best er að vemda landið
án þess að loka því. Auka þarf
til muna áróður meðal fólks um
hvemig það getur best umgengist
náttúm landsins.
Efla þarf tengsl markhópa á
höfuðborgarsvæðinu varðandi
uppbyggingu ferðaþjónustu,
bæði við innlenda og erlenda
ferðamenn. Tölulegar staðreynd-
ir eru fáar um vægi ferðamála
varðandi beina og óbeina at-
vinnusköpun. Áherslu ber að
leggja á að fram komi opinber
stefna varðandi ferðaþjónustuna
og að henni verði veittur meiri
stuðningur.