Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Síða 13
Isk'ipulagsmáll
Þórarinn Jón Magnússon:
FERÐAMÁL í HAFNARFIRÐI
Það er nú liðið eitt ár frá því
undirritaður gerði það að tillögu
sinni í bæjarstjóm Hafnarfjarðar,
að komið yrði á laggirnar
Ferðamálanefnd í Hafnarfirði.
Tillagan var samþykkt samstund-
is af öllum bæjarfulltrúum.
Stofnun Ferðamálanefndar í
Hafnarfirði vakti óneitanlega
athygli í bænum og var ekki laust
við að nokkurrar undrunar gættí
fyrst í stað. Það virtist nefnilega
ekki hafa hvarflað að ykja mörg-
um bæjarbúum, að Hafnarfjörður
gæti átt einhveija framtíð fyrir sér
sem ferðamannabær. Það verður
þó að segjast, að á þessum
mánuðum sem liðnir eru frá
stofnun nefndarinnar hefur gætt
mikils og vaxandi áhuga á
málinu. Þess gætir í skrifum
bæjarblaðanna, öllum þeim
ábendingum, sem nefndinni hafa
borist og yfirleitt alls staðar þar
sem ferðamál hefur borið á góma
á mannamótum í Firðinum.
Hefur það vitaskuld gefið nefnd-
inni byr undir báða vængi.
Ástæðan fyrir undrun einstakra
bæjarbúa var sú, að verið var að
stofna ferðamálanefnd í bæ þar
sem hvorki væri að finna
tjaldstæði eða hótel. Eins var svo
að skilja á sumum hveijum, að
það byggðarlag, sem hvorki gætí
státað af goshver eða fossi,
aldagömlum þingstað eða eld-
spúandi eyju, ætti ekkert erindi í
ferðamannabransann. Þannig
hafa líka fleiri á höfuðborgar-
svæðinu hugsað alltof lengi.
En er nema eðlilegt að þessarar
minnimáttarkenndar verði vart.
Bróðurparturinn af þeim ferða-
mönnum, sem til landsins koma
spyrja strax um leiðina að
Gullfossi, Geysi og Þingvöllum.
Hvers vegna? Jú, vegna þess, að
í áraraðir hefur helst mátt skilja
auglysingar og ferðabæklinga
héðan á þann veg, að ísland væri
nánast mannlaus eyja þar sem
annað væri ekki að hafa en
rútuferðir frá flugvellinum að
áðumefndum stöðum og öðrum
eins.
Vitaskuld eigum við að vera stolt
af þeirri náttúrufegurð, sem
Island býr yfir en ef við viljum fá
erlenda ferðamenn tíl að staldra
við fáeinar klukkustundir eða
jafnvel nokkra daga á höfuð-
borgarsvæðinu verðum við að
snúa okkur að því að auglýsa
þetta líflega byggðarlag um leið
og óbyggðirnar. Eins verðum
við að gera átak í að auka skilning
íbúa höfuðborgarsvæðisins á
gildi þess að hefta för túristanna
út á landsbyggðina með því að
vekja áhuga ferðamannanna á því
sem höfuðborgarsvæðið hefur að
bjóða. Bæta það sem bæta þarf
með fjölgun vegvísa og samræm-
ingu leiðakerfis strætisvagna um
höfuðborgarsvæðið til að eitthvað
sé nefnt.
Sættum okkur ekki við að
Reykjavík gegni aðeins áfram
hlutverki umferðamiðstöðvar
heldur fái hún tækifæri til að
hirða sinn hluta þess gjaldeyris,
sem erlendir ferðamenn bera með
sér til landsins. Gjaldeyri, sem
þeir oft á tíðum hafa að mestum
hluta með sér á brott aftur tíl síns
heimalands vegna þess einfald-
lega, að það gefist ekki tækifæri
til að eyða þeim hérlendis.
Við vitum að sumar ferðaskrif-
stofur haga móttöku ferðamanna
þannig að þeir eigi nánast enga
viðdvöl á höfuðborgarsvæðinu.
Mun ekki vera óalgengt, að
hópum útlendinga sem hingað
koma í vikuferðir sé potað strax
upp í hópferðabifreiðar sem aka
með þá tafarlaust út á land og
þeim svo ekki skilað í bæinn
aftur fyrr en fáeinum klukku-
stundum fyrir brottför. Veitinga-
staðir, verslanir og aðrir þeir
þjónustuaðilar á höfuðborgar-
svæðinu, sem væru meira en
reiðubúnir að hafa af þessu fólki
nokkurn gjaldeyri, fá ekki
minnsta tækifæri til að hafa sig í
frammi.