Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Page 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Page 15
sk'ipuiagsmál 15 Hafnarfjörð fara. Ég læt hér þó staðar numið í spjalli mínu um þau atriði og læt vera, að rekja þær hugmyndir, sem nefndin er að gæla við að setja fram í langtímaáætlun sinni. En fyrst ég nefndi gangstígana í Hafnarfirði vil ég þó láta þess hér getið, að Ferðamálanefnd Hafnar- Qarðar vonast til að sem fyrst verði farið að samtengja gang- brautir um allt höfuðborgar- svæðið og eins reiðgötur og hjólreiðabrautir. Og svo er löngu orðið tímabært að vinna að samræmingu strætis- vagnaferða um allt höfuðborgar- svæðið, en það, eins og sam- tenging stíga fyrir göngugarpa, hestamenn og hjólreiðamenn, er ekki síður kærkomið íbúum svæðisins en aðkomufólki. Sennilega eru kynningar Flug- leiða í Svíþjóð á næturlífsferðum til Reykjavíkur fyrsta markvissa átakið í þá átt að laða hingað erlenda ferðamenn út á eitthvað annað en náttúrufegurðina eina. Einstaka íslendingi hefur að vísu brugðið við að sjá Islandsferðir auglystar með myndum af glaðværu fólki á diskótekum og þótt það jafnvel jaðra við ættjarðarsvik. En það er nú einu sinni staðreyndin, að hvergi annars staðar á Norðurlöndum er að finna stærridiskótekog líflegra borgarlíf um helgar. Eins er fjöldi vandaðra matsölustaða orð- inn mjög mikill og fjölbreyti- leikinn verulegur. Glæsileg hótel og vöruvalið í verslunum kemur útlendingum á óvart. Hér fást tískuvörur margra heimsþekktra framleiðenda á allt að helmingi lægra verði en annars staðar í Evrópu. Hvað þessi atriði áhrærir þurfum við því ekki að hafa á tilfinningunni, að við búum á einhverju krummaskuði. Þvert á móti getum við lagt snörur okkar fyrir svokallað "þotulið" og aðra eyðsluseggi með góðri samvisku. Það er kannski helst þegar kemur að því að viðurkenna, að hér sé mönnum bannað að drekka bjór, sem tortryggni verður vart hjá útlendingum og þeir fara að efast um að slíkt land geti verið með skikkanlegt skemmtanaKf að öðru leyti. Þá sögu þekkja vitaskuld allir viðstaddir. Bjórinn kemur fyrr eða síðar og jafnvel spilavíti og hver veit hvað, en gleymum því ekki, að helst munu erlendir ferðamenn leita að því þjóðlegasta er þeir koma hingað til að kynnast landi og þjóð. Fórnum ekki veitinga- stöðunum á Bemhöftstorfu og Strandgötu fyrir McDonalds hamborgarastaði. Rífum ekki Viðeyjarstofu til að reisa þar næturklúbb og spilavíti. Leggj- um ekki niður hestaleigumar til að koma upp Go;Kart brautum. Breytum ekki Árbæjarsafni í gleðihúsahverfi og Ramroa- gerðinni í útibú frá C&A. Við þurfum ekki að umturna okkar aðlaðandi höfuðborgar- svæði til að það sé boðlegt erlendum ferðamönnum, fólki utan af landsbyggðinni og okkur sjálfum. Fram að þessu tel ég að við höfum verið á réttri braut og vel muni farnast ef fram- tíðaráform okkar verði byggð á þeim gmnni sem mótast hefur. Eg vil að lokum lýsa ánægju okkar í Ferðamálanefnd Hafnar- fjarðar með að stefnt skuli að samræmdri ferðamálastefnu fyrir höfuðborgarsvæðið og lýsum okkur reiðubúin til virkrar og verulegrar þátttöku í því starfi.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.