Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Side 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Side 17
sk'ipulagsmál 17 Páll Guójónsson: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UMSTÖÐU FERÐAMÁLA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FRÁ SJÓNARHÓLI SVEITARSTJÓRNARMANNS Þegar sveitarstjórnarmenn fjalla um atvinnumál hver í sínu byggðarlagi og leiðir til úrbóta í þeim efnum er gjarnan horft til ferðamennsku og ferðamanna- þjónustu sem einn möguleika til að auka atvinnutækifæri í annars einhæfu atvinnulífi. Á stundum hefur mér virst sem þessi umræða fari fram af meira kappi en forsjá, litið sé á ferðamanna- þjónustu sem töfraorð, og hafi menn nefnt orðið þá láti árangurinn ekki á sér standa. Þetta er þó sem betur fer ekki algilt, og víða getur að líta blómlega starfsemi á þessu sviði þar sem sjá má árangur af markvissri uppbyggingu þar sem menn hafa haft úthald til að takast á við áralanga uppbyggingu ferðamannaþjónustu áður en verulegur árangur fór að skila sér. Það fer ekki framhjá neinum sem horfir yfir þessi mál að höfuð- borgarsvæðið hefur allmikla sérstöðu^í ferðamálum. Kynning og sala íslands gagnvart erlend- um ferðamönnum hefur miðast við það aðdráttarafl sem ósnortin náttúra og víðátta landsins hefur og áfangastaðir þessa hluta ferða- mannaþjónustunnar eru flestir hverjir utan svæðisins. Þó svo að heimsóknir lands- byggðarmanna til höfuðborgar- innar séu miklar og í misjöfnum tilgangi gerðar, þá hefur slíkt varla verið tahð til hefðbundinnar ferðamannaþjónustu til skamms tíma. Breyting er þó orðin hér á síðustu árum með markvissri sölu á helgarpökkum til lands- byggðarmanna. Með sama hætti og höfuð- borgarsvæðið hefur sína sérstöðu í ferðamálum þá skiptist þetta svæði í tvennt innbyrðis. Annars vegar er höfuðborgin sjálf þar sem flestir erlendir ferðamenn eiga viðkomu í lengri eða skemmri tíma og njóta þar þeirrar þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða. Hins vegar eru önnur sveitarfélög á svæðinu sem enn þann dag í dag mega horfa upp á ferðamenn fara hjá á leið sinni um landið, og gildir þá einu hvort þar eru á ferð erlendir ferðamenn eða innlendir. Um- fjöllun um ferðamál á höfuð- borgarsvæðinu og hugleiðingar um eflingu þessa þáttar þarf að mínu mati að snúast um þessa staðreynd öðru fremur. Það er mat mitt að ferðamál á Islandi standi á nokkrum tíma- mótum, og framhald þessara mála ráðist af þeim aðgerðum sem ég tel að séu óhjákvæmilegar ef hugur manna stendur til ffekari aukningar á þessu sviði. Að baki er mikil og góð uppbygging þjónustu við erlenda ferðamenn sem grundvölluð hefur verið á sölu ósnortinnar náttúru og víðáttu landsins. Sé litið á tölur í þessu sambandi sést að tekjur okkar af erlendum ferðamönnum, mældar sem hlut- fall af vergri landsffamleiðslu eða sem hlutfall af útflutningi vöru og þjónustu, liggja nærri þeim tekjum sem Norðmenn, Svíar og Finnar hafa haft af sínum ferðamönnum á s.l. árum. Þrátt fyrir að þessi viðmiðun geti vart talist algildur mælikvarði á árangur þá ber hann þó með sér að við höfum náð tilteknum áfanga á þessu sviði. Frekari uppbygging í ferðamálum á íslandi er að mínu mati vart framkvæmanleg nema með gjör- breyttum markmiðum og nyjum hópum viðskiptavina. Þar horfi ég til hins "venjulega ferða- manns" sem nú dvelur á skipu- lögðum "hvíldarstöðum" vítt og breitt um alla Evrópu. Hér er um að ræða fjölskyldufólk sem sækir í sumarhús, á sólarstrendur eða hvert annað þar sem það getur dvalið á sama stað í sínu sumar- leyfi, og notið þeirrar aðstöðu sem slíkir staðir bjóða upp á, og gjaman tengjast sérstöðu sérhvers

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.