Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Qupperneq 18
18
sk'ipulagsmál
æ 'S ^ S i
i * * ^ j§ Æ " SÍ% 3 w % |
i1 J/ \ ] 11»' ,>;iT
lands eða héraðs.
Sé þetta mat mitt rétt fæ ég ekki
betur séð en að á höfuðborgar-
svæðinu sé vænlegast að byggja
upp það sem til þarf til að þessi
þáttur ferðamannaþjónustu verði
að veruleika. Á ymsum stöðum á
svæðinu eru góðir möguleikar á
að byggja upp "sumarhúsahverfi"
sem staðið geta ein og sér en
verða jafnframt í beinum tengsl-
um við svæði þar sem yfir
helmingur þjóðarinnar býr og þar
sem unnt er að bjóða upp á alla
hugsanlega frístundaiðju að vali
hvers og eins, auks þess sem
greiður aðgangur er að allri þeirri
þjónustu sem boðið er upp á í
núverandi skipulagi á þjónustu
við erlenda ferðamenn.
Mér er nær að halda að þessi
þáttur ferðamannaþjónustu á ís-
landi væri hér til staðar og hefði
svo verið um nokkurn tíma ef
ekki hefði komið til að laun-
þegasamtök á íslandi tóku sig til
og byggðu upp sínar eigin
orlofsbúðir sem öllum er kunnugt
um. Sú uppbygging, svo góð
sem hún var, hefur að mínu mati
kippt fótunum undan þessum
þætti, sem ella er næsta víst að
framsýnir athafnamenn á sviði
ferðamála hefðu glímt við og
komið á laggirnar fyrir bæði
innlenda og erlenda ferðamenn
fyrir löngu síðan.
Ég gat þess hér að framan að
sveitarfélögin hér á höfuð-
borgarsvæðinu, að Reykjavík
undanskilinni, nytu sáralítils af
þeim ferðamannastraumi sem
árlega fer um landið, hvort heldur
þar fara útlendingar eða íslend-
ingar. Þrátt fyrir að sveitar-
stjómarmenn á þessu svæði ræði
þessi mál af og til hef ég ekki
orðið var við ýkja mikinn þunga í
þeirri umræðu, og margt þykir
mér benda til að sveitarfélögin
hafi ekki verið í stakk búin til að
taka á þessum málaflokki eða að
raunverulegur áhugi hafi ekki
verið fyrir hendi.
Ferðamannaþjónusta er áhættu-
samur atvinnuvegur og það
sérhæfður að mínu mati að
sveitarstjómamenn geta ekki með
nokkrum hætti náð neinum
árangri á þessu sviði einir og sér.
Til að árangur náist þarf samspil
margra aðila og ég tel að allt
frurnkvæði þurfi að liggja hjá
atvinnugreininni sjálfri. Þeirra er
þekkingin, reynslan og áhættan.
Hins vegar fer ekki hjá því að
aðgerðir eða aðgerðarleysi
sveitarstjóma geta haft töluverð
áhrif á gang mála, og sama gildir
einnig um ríkisvaldið í þessu
sambandi.
Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu, og þá einkum Garða-