Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Page 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Page 19
slfipuiagsmál 19 bær, Seltjamames og Mosfells- sveit standa að mínu mati öll á nokkrum tímamótum hvað varðar uppbyggingu á atvinnustarfsemi. Fram til þessa hafa þau talist til svefnbæja Reykjavíkur þar sem lítil atvinnustarfsemi hefur farið fram. Þessi 3 sveitarfélög era nú hvert um sig að byggja upp sína miðbæjarkjama þar sem ætlað er að verði ymis sú þjónusta sem fram til þessa hefur verið sótt annað. Það er vilji sveitarstjómarmanna í þessum sveitarfélögum að atvinnulíf eflist og styrkist. Ferðamannaþjónusta við þann nyja hóp ferðamanna, sem ég nefndi hér að framan, getur hleypt fjörkipp í atvinnulíf þess- ara byggðarlaga og átt veralegan þátt í uppbyggingu miðbæja á þessum stöðum. Sama gildir reyndar um önnur sveitarfélög á svæðinu, þó svo að ég nefni þessi 3 sérstaklega vegna þess á hvaða stigi uppbyggingar þau era. Frá sjónarhóli sveitarstjórnar- manns líta ferðamál á höfuð- borgarsvæðinu í stóram dráttum þannig út: Sveitarfélögin á svæðinu, að höfuðborginni undanskilinni, njóta næsta lítils af þeim ferða- mannastraumi sem um landið fer, og gildir þá einu hvort um er að ræða innlenda eða erlenda ferða- menn. Miðað við óbreyttan markhóp erlendra ferðamanna, þ.e. "há- fjallaferðamenn", er þess ekki að vænta að þessi sveitarfélög muni í framtíðinni njóta mikils af erlendum ferðamönnum sem hingað koma, þó svo að unnt eigi að vera að ná einhveijum við- skiptum við þann hóp. Sömu- leiðis er ekki við því að búast að innlendir ferðamenn sæki þessi sveitarfélög heim að óbreyttu. Verði það sjónarmið ofaná að snúa sér að nyjum hópi erlendra ferðamanna á næstunni, þ.e. "venjulegum ferðamönnum", þá eiga sveitarfélögin hér á höfuð- borgarsvæðinu mikla möguleika á góðum bita af þeirri köku sem þannig yrði til. Samhliða upp- byggingu á gistiaðstöðu og þjónustu hvers konar fyrir þennan hóp ferðamanna er þess að vænta að í kjölfarið fylgi innlendir ferðamenn og viðskipti við þá. í Ijósi þessa er vert að velta því fyrir sér hvað sveitarstjómarmenn geta gert til að opna þennan markað. Það er ljóst í mínum huga að það er ekki á valdi sveitarstjórnarmanna að taka ákvörðun um að sótt verði að þessum nyja markhópi, og slíkar ákvarðanir verður atvinnugreinin að taka og þeir aðilar sem hafa hag og áhættu af ferðamanna- þjónustu. Sveitarstjórnarmenn geta hins vegar kynnt þá möguleika sem svæðið hefur til að koma slíkri þjónustu á fót. Sömuleiðis er hægt að gera ráð fyrir þessari starfsemi í skipulagi, og þá í samráði við þá sem starfsemina munu stunda. Aðstöðusköpun á vegum sveitarfélaganna getur riðið baggamuninn í þessu sambandi, sem og þáttaka þeirra í sameiginlegri kynningu svæðis- ins m.t.t. nyrrar tegundar af ferðamennsku á íslandi. Verði þessi leið reynd þá reynir á framsyni, lipurð og sveigjanleika sveitarstjórna til að taka á með aðilum sem tilbúnir eru að fara inn á nýjar brautir í ferðamálum á íslandi.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.