Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Qupperneq 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Qupperneq 21
I SUipniagsmáll Eggert Jónsson, borgarhagfrœðingur: UM HORFUR í FERÐAMÁLUM A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU A NÆSTU ÁRUM Ferðalög fólks innanlands og utan í þeim skilningi, sem við leggjum í það hugtak, voru til skamms tíma munaður tiltölulegra fárra Vesturlandabúa, en þykja nú sjálfsagður og eðlilegur þáttur í hegðunarmynstri almennings um alla Vesturálfu og víðar. Ein mikilvægasta forsenda flestra kenninga í viðskipta- og hagfræðigreinum felst í því að gera ráð fyrir rökvísri afstöðu eða hegðun þeirra, sem í hlut eiga, þ.e.a.s. kaupenda og seljenda, framleiðenda og neytenda, með þeim takmörkunum, sem umhverfi þeirra kunna að vera sett. Ferðalög byggjast á viðskiptum. Einn vill af einhveijum ástæðum ferðast, en annar selja ferðir. Sá, sem vill ferðast þarf að borga kostnaðinn af ferðalagi sínu og sá, sem selur ferðina þarf á einn eða annan hátt að útvega það, sem hinn borgar fyrir. Af auglysingum um ferðaþjónustu hérlendis og erlendis má ráða, að fjölbreytnin er mikil, eða allt frá einföldum flutningi frá einum stað á annan, með eða án gistingar og fæðis, til þaulskipulagðs ferðalags frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, og öll þessi starfsemi er fyrir löngu orðin mikilvægur þáttur í alþjóðlegum viðskiptum. En ferðamál geta auðveldlega orðið að tilfinningamáli engu síður en önnur mál, sem tengjast nytingu auðlinda til lands og sjávar, hvort sem um er að ræða sauðkindina eða þorskinn, - og hvað sem líður allri skírskotun til rökvísi fólks. Hvaða skoðun höfum við íslendingar til dæmis á ferðum útlendinga hingað til lands annars vegar og hins vegar á ferðalögum landsmanna til útlanda, - að gefnum persónulegum undan- tekningum auðvitað. Mér segir svo hugur um, að þegar okkur sjálfum sleppir, vildum við gjarnan draga úr eyðslu íslendinga erlendis en magna eyðslu útíendinga hérlendis, helst án mikillar fjölgunar útlendinga hér á tímabilinu frá maí til september að minnsta kosti. í skyfslu samgönguráðuneytisins um "úttekt á íslenskum ferðamálum" er meðal annars að finna upplýsingar um fjölda innlendra og erlendra ferðamanna til og frá landinu síðasta aldarfjórðung, eða svo, og gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum^ og ferða- og dvalarkostnað íslendinga allt frá árinu 1969. Nú veit ég vel, að fjalla ber um þessar upplýsingar af hinni mestu varúð, en gegn betri vitund slengdi ég saman tölum úr nokkrum töflum í skýrslunni, svona rétt til þess að gá hvort við íslendingar græddum eins mikið á ferðaþjónustu og af er látið. Það getur varla skaðað að sýna ykkur þennan talnagraut, sem hér kallast því hátíðlega nafni "ferðamálajöfnuður íslendinga frá 1969 til 1985." Árið 1969 eyddi hver íslendingur að meðaltali 13,2% meira en hver útlendingur. Árið 1977 var munurinn 9,2%, en árið 1985 eyddi landinn að meðaltali 28,6% meiru en útlendingurinn. Ég hef allan fyrirvara á samsuðunni en að honum slepptum vil ég leyfa mér að draga eftirfarandi ályktanir. 1. Islendingar virðast ekki hafa haft upp í kostnað af eigin ferðalögum erlendis með tekjum af ferðaþjónustu við útlendinga síðan 1977, en þá virðist svo sem straumhvörf hafi orðið í íslenskum ferðamálum. Fram til þess tíma voru útlendingar, sem árlega komu til landsins, mun fleiri en Islendingamir, sem fóm

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.