Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Síða 26

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Síða 26
26 Slcipulðtjsmál takmark í sjálfu sér. Takmarkið á vitaskuld að verða jákvæð áhrif á samfélagið og efnahagslífið, en við komumst ekki hjá því að fóma einhveiju. Við verðum svo sjálf að meta það hverju við viljum fóma. Ég nefndi líka að þessi þróun krefst hugmynda- auðgi og dirfsku. En hún krefst þess einnig að vel sé vakað yfir því sem er að gerast og hvers óskað sé á viðskiptamörkuðum okkar. Það er af mörgu að taka þegar kemur að því að velja leiðir til þróunar ferðaþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. En fyrst og fremst þarf markaðsstefnu, en markaðsstefna er þetta þrennt: 1) Val framleiðsluvöru eða þjónustu. 2) Val markaða eða markaðs- sneiða. 3) Val söluleiða. Til þess að geta tekið þessar ákvarðanir þurfum við líka stöðugt að afla upplysinga, en ekki treysta um of á hugboð eða ömgga vissu. Lokaorð mín mega því aðeins skoðast sem ábending um eina leið af mörgum til þróunar ferðaþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Sú leið er hins vegar í mínum augum heillandi og spennandi fyrir það helst að hún krefst samstarfs flestra þeirra sem að þessum málum starfa; hún er hluti þeirrar greinar ferðamennsku, sem eru í hvað örustum vexti á Vesturlöndum í dag; hún skilar jafnan góðum tekjum af hverjum ferðamanni, samanber gæðakóngakenning- una, - og loks hentar hún vel fyrir byggðarlag sem er í nábyli við náttúmundur. Það sem ég á hér við eru svokallaðar árangursferðir; þær nefnast á ensku "incentive". Ég þyði ekki orðið, heldur tilgang- inn, sem er sá að þakka fyrir unninn árangur og hvetja til frekari árangurs. Árangurs- ferðum fer fjölgandi að sama skapi og þeim fyrirtækjum Qölgar sem heQa söluhvetjandi aðgerðir. Og þeim á eftir að fjölga enn meir, því nú er dagrennig nyrra stjórnunarhátta í opinberum rekstri á Vesturlöndum. Þar taka markaðssinnaðir leiðtogar for- ystu. Menn sem vilja syna árangur en ekki aðeins sitja að völdum. Allt þetta byður okkur upp á möguleika. En möguleikamir em þó aðeins eins og góð fyrirgjöf. Við verðum sjálf að stökkva að boltanum og koma honum í mark. Það sem einkennir árangursferðir er það að hver þeirra verður að vera sérstök. Ny lífsreynsla fyrir þátttakandann. Hann verður að hlakka til ferðarinnar og hann verður að minnast hennar. Ferðin sjálf, upplifunin og endurminningin á að vera þátttakandanum stöðug hvatning til aukins árangurs í starfi. Árangursferð er ekki aðeins dvöl á hóteli. Hótel Saga getur ekki upp á eigin spytur auglyst sig sem innihald árangursferðar. Árangursferðin er heill pakki, samspil þess sem hótelið byður upp á í afburða góðum aðbúnaði, þess sem höfuðborgarsvæðið byður upp á í nýrri og spennandi reynslu og þeirra spora sem íslensk náttúruundur marka í reynsluheim meginlandsbúans sem kemur úr iðnmenguðu stórborgarlífi. Nú er Reykjavík orðin hugtak í fréttum af gangi heimsviðburða. Fleiri þekkja nafnið Reykjavík en Island. Þegar ég kynni Reykja- vík fyrir erlendum kaupendum hingaðferða, þá á ég í rauninni við allt það svæði, sem rúmast innan dagsferðar ffá höfuðborg- inni sjálfri. í telex-samskiptum við erlenda ferðaheildsala er Bláa lónið í Reykjavík, sömuleiðis er Hveragerði aðeins úthverfi - og Keflavík er sá bæjarhluti þar sem millilandaflugvöllinn er að finna. A sumrin er jafnvel Mývatnssveit við bæjarmörk Reykjavíkur. Stærsta dæmi um árangursferðir hingað eru komur sölumanna frá IBM í Evrópu. En þær eru ekki þær einu. Slíkum ferðum fjölg- ar, og þeim getur fjölgað enn meira. Ef við komumst að raun um við nána skoðun, að þetta sé eftirsóknarverður markaður, þá getum við í sameiningu starfað að því að þróa hann og stækka. Ég sagði áðan að árangursferðir krefðust mikillar og náinnar samvinnu margra aðila. Það er kannski það^sem skortir á einna helst í dag. í þessu litla landi eru of margar litlar rekstrareiningar að pukra hver í sínu horni - hræddastar af öllu við samstarf. Og árangurinn verður þá hjá sumum stundum álíka sýnilegur á heimsmarkaðnum og eitt kræki- ber í Heiðmörk. Hvemig væri að stefnumörkun ferðaþjónustu á höfuðborgar- svæðinu svonefnda fengi sér fastan samastað - á sameigin- legum hagsmunavettvangi - og stofnuð yrðu, helst hér og nú, ferðamálasamtök höfuðborgar- svæðisins. Helstu verkefni: Stefnumótun, val markmiða og leiða, upplýsingaöflun og miðlun, og síðast en ekki síst: Vettvangur samstarfs um stóru verkefnin.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.