Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 27

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 27
skTpuiagsmál 27 Jónas Kristjánsson: VEITINGAÞJÓNUSTA íslendingar eru í stórum dráttum vel búnir undir að veita beina auknum fjölda erlendra ferða- manna. Veitingahús eru mörg og fjölbreytt; skólamenntun mat- reiðslumanna og þjóna er tiltölulega vönduð; og nyir straumar í matargerðarlist hafa átt greiðari aðgang hér en í flestum nágrannalöndunum. Höfuð- borgarsvæðið hefur algera for- ystu í þessum efnum. Á síðustu sjö árum hefur risið mikill íjöldi veitingahúsa, einkum á Reykjavíkursvæðinu. Einn mikilvægasti aflgjafi þeirrar þróunar er draumur veitinga- manna, bæði matreiðslumanna og þjóna, um að verða sínir eigin húsbændur. Þessi þáttur er öfl- ugri en ferðaþjónustuþátturinn, sem felst í veitingarekstri í tengslum við hótel, í tengslum við aðra ferðaþjónustu og í tengslum við erlenda keðjuútgerð veitingahúsa. Hinn sérhæfða ferðaþjónustuþátt veitingamennskunnar ber alls ekki að lasta, en hann er þó einkum bundinn ferðamanni sem fanga aðstæðna. Hann er gestur á ákveðnu hóteli, hann er á matmálstíma á vissum stað á hringveginum eða hann þekkir hið alþjóðlega keðjumerki veit- ingahússins. Hann getur ekki vænzt að fá sem slíkur fangi sömu gæði fyrir peningana og hann getur vænzt að fá í veitingahúsi, sem er í fullri samkeppni án stuðnings af hóteli eða hringvegi eða erlendri auglýsingatækni. Hin mörgu sjálfstæðu veitinga- hús, sem hafa risið á Reykja- víkursvæðinu, eru afar traustur grunnur að þjónustu við erlenda ferðamenn. Þau hafa stuðlað að því áliti útlendinga, sem til þekkja og sem ég þekki, að matargerðarlist og veitinga- mennska sé á tiltölulega háu stigi hér á landi. í fyrsta lagi er framboðið meira en eftirspurnin. Það leiðir til samkeppni um verð og gæði. Auk þess býr það yfir afkasta- getu, sem getur þjónað miklu fleiri ferðamönnum, en nú sækja landið heim. Þessi afkastageta er einkum mikilvæg á sumrin, þegar við heimamenn sækjum veitingahúsin í minna lagi. Hinar misjöfnu vertíðir heimamanna og útlend- inga hafa auk þess heppileg jafnvægisáhrif í veitinga- rekstrinum, - dreifa honum betur yfir árið. í öðru lagi eru yfirleitt fagmenn að verki. Algengast er, að stjóm- endur í eldhúsi og sal séu menntaðir úr Hótel- og veitinga- skólanum, þar sem veitt er staðgóð menntun í hefðbundnum stíl, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika vegna húsnæðisvand- ræða skólans. Þessu fylgir tölu- vert öryggi fyrir viðskiptavininn, - tryggir honum ákveðin lág- marksgæði í matreiðslu og þjónustu. Þetta öryggi er að meðaltali nokkru traustara hér á landi en í nágrannalöndunum. í þriðja lagi héldu nýir straumar í matargerðarlist innreið sína hér á landi fyrir fimm tíl sjö árum. Það voru áhrif frá nýju, frönsku línunni, sem fór sigurför um Frakkland fyrir um það bil fimmtán árum. Þessi nýja lína felur í sér mun betri matreiðslu en áður tíðkaðist. Hún hefur í há- vegum það hráefni, sem bezt er hér á landi, - sjávaraflann. Enda eru það sjávarréttirnir, sem erlendir gestir lofa helzt hér á landi. Þar með er ég engan veginn að segja, að allt sé fullkomið á þessum sviðum hér á landi. Enn er mikið svigrúm til endurbóta og vil ég benda á nokkur dæmi um það hér á eftir.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.