Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Síða 28

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Síða 28
28 Sk'ipulagsmál Verðskyni matreiðslumanna er ábótavant. Þeir hafa ekki lært að umgangast hráefni af nægilegri nýtni. Það verður oft ódijúgt í höndum þeirra. Gífurlegu magni er beinlínis kastað. Þar á ofan er oft valið dýrt hráefni, til dæmis ýmis sérvara, sem flutt er til landsins með æmum tilkostnaði. Þetta gerir hráefniskostnaðinn óþarflega mikinn, sérstaklega í fínu húsunum, og gerir hátt verðlag þeirra enn hærra en vera þyrfti. Eigi að síður er að vissu leyti ánægjuleg fjölbreytni í verðlagi íslenzkra veitingahúsa. Mikið svigrúm er milli Amarhóls annars vegar og Laugaáss hins vegar, svo að ég nefni tvö fyrir- myndarhús á sitt hvorum enda litrófsins í verðlagi, auðvitað að mörgum öðrum húsum ólöst- uðum. Erlendir ferðamenn eiga því að geta valið sér veitingahús við það hæfi verðlags, sem þeir kjósa. í heild sýnist mér ekki, að verðlag íslenzkra veitingahúsa sé til vanza í ferðamálum, þótt það sé tiltölulega hátt að meðaltali. Mér sýnist einnig ljóst, að stefnan í ferðamálum hljóti að reyna að soga hingað þá útlend- inga, sem mest hafa handa á milli, það er að segja viðskipta- og ráðstefnugesti. Reynslan sýnir, að viðskiptafólk og ráðstefnugestir nota miklu meira fé en aðrir ferðamenn og gera sér tiltölulega litla rellu út af verðlaginu. Þeir taka það bara sem þátt í þeirri staðreynd, að verðlag er almennt séð nokkuð hátt hér á landi. Þeir tala miklu meira um, hversu góður matur sé, en hversu dýr hann sé. Svo megum við ekki gleyma, að megintilgangur ferða- þjónustu er að hafa af henni sómasamlegar tekjur. Annað vandamál er lands- byggðin. Utan Reykjavíkur- svæðisins og Akureyrar er yfir- leitt tiltölulega lítil samkeppni í veitingarekstri. Framfarimar á þessum áratug hafa einkum verið í þéttbýlinu. Strjálbýlið hefur setið eftir, ekki sízt við hring- veginn, þar sem ástandið er víða ömurlegt enn sem fyrri daginn. Fagmennska er þar minni og áhrif hinna nýju strauma eru minni. Barokkstíllinn kemur meðal annars fram í óhóflegri áherzlu á skreytilist og langan undirbúning matargerðar í stað þess megin- sjónarmiðs, að maturinn sé ætur. Hástig íslenzk barokks í matar- gerð er norræna hlaðborðið, sem jafnan veldur mér missi matar- lystar. Það er hvergi óhugnan- legra en á sýningum þeim í Bella Center, þar sem íslenzkir matreiðslumenn sækja ákaft til verðlauna. Þriðja vandamálið er stöðnunin sem hefur orðið, síðan fram- þróunin varð í matargerðalist fyrir fimm til sjö árum. Veitingamenn eru orðnir of ánægðir með sig. Þeir hafa sofnað á lárviðarsveigunum, sem stéttin aflaði sér, þegar matar- gerðarlist var áberandi fremri hér á landi en í nágrenninu. En munurinn hefur minnkað, því að nágrönnunum hefur farið fram, meðan okkar menn hafa staðið í stað. Áberandi er í nýju húsunum, sem stofnað hefur verið til á síðustu fimm árum, að mest áherzla er lögð á vandaðar innréttingar og góða þjónustu, en í matreiðslu étur hver upp eftir öðrum. Margir matseðlar eru í stórum dráttum hver öðrum líkir og matreiðsluaðferðir eru nokkurn veginn hinar sömu. Allt of lítið er um ferskan blæ á borð við þann, sem við finnum í veitingahúsinu við Tjömina. íslenzkir veitingamenn eru enn of bundnir við mildar útgáfur af gömlu stefnunum tveimur, sem ég hef kallað belgfyllingarstefnu og barokkstíl. Belgfyliingar- stefnan felst meðal annars í, að á diska kjöts eða fiskjar er hlaðið þremur til fjórum hrúgum af mjög soðnu grænmeti, svo sem rósakáli, brokkáli, gulrótum og kartöflu í álpappír. Þetta er hin hefðbundna, danska matargerð, sem til skamms tíma var alls ráðandi hér á landi. Barokkstefnan frá Careme og Escoffier hefur misst sjónar á eiginleikum og eðlisbragði hrá- efna, ferskleika og heilnæmi. Hún veltir sér til dæmis upp úr hveiti og smjöri. Hún misþyrmir mildu hráefni með sterku meðlæti og vefur jafnvel beikoni um skötuselinn. Einkum misnotar hún þó uppfinningar nútímans, fyrst dósahnífinn, síðan frysti- kistuna og nú síðast örbylgju- ofninn. Hún notar langa og fasta matseðla. Matur er forunninn klukkustundum fyrir notkun. Hann er hálfeldaður fyrst og loks kýldur upp í ofni, þegar á að bera hann fram. Þessa meðferð þolir matur ekki, allra sízt fiskur og grænmeti. í stað barokksins, sem nær hástigi í hlaðborðinu, þarf að auka áherzlu á hinar tíu reglur nýju, frönsku línunnar í matar- gerðarlist. Þær eru einfaldar: 1. Aðeins eru notuð fersk hráefni árstíðarinnar. 2. Lítið er notað af frystum hráefnum og ekkert af niður- soðnum. 3. Notað er grænmetí og fiskur í stórauknum mæli. 4. Fita er spöruð sem mest, ekki sízt í brúnuðu formi. 5. Mjöl er ekki notað í sósur eða súpur til þykktar. 6. Afnumin er forvinna og upphitun fyrir máltíð og örbylgju- ofhar eru ekki misnotaðir. 7. Eldunartími er ekki hafður lengri en nákvæmlega þarf.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.