Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Qupperneq 32
32
Sk'ipulagsmál
er þarf ekki að koma mönnum á
óvart, að höfuðborgarsvæðið
gegni kannski fyrst og fremst
hlutverki umferðarmiðstöðvar
fyrir landsbyggðina.
Það er hins vegar mín skoðun, að
höfuðborgarsvæðið hafi upp á
tiltölulega lítið að bjóða, þeim
ferðamönnum, sem hafa áhuga á
borgarumhverfi. Þetta á þó
sérstaklega við um sumarmán-
uðina þegar svo lítið er um að
vera, að jafnvel tiltölulega
ómerkilegar vörusýningar draga
til sín tugi þúsunda gesta. Það er
að vísu rétt, að hótelin eru
nokkuð góð og veitingastöðum,
sem bjóða upp á ágætan mat,
hefur fjölgað mikið. Jafnframt
eigum við íslendingar sjálfsagt
met hvað varðar fjölda diskóteka
miðað við fólksfjölda.
Sú spurning vaknar hins vegar
hvað ferðamaðurinn eigi að gera
yfir daginn. Samkvæmt reynslu
minni tekur það ferðamann einn
til tvo daga að sjá það
markverðasta á höfuðborgar-
svæðinu, eftir það er kominn tími
til að bregða sér út á land. Þetta
þyrfti þó ekki að vera þannig og
ættu t.d. þeir ferðamenn, sem
áhuga hafa á listum og menningu
að geta eytt þó noklorum tíma á
höfuðborgarsvæðinu, án þess að
láta sér leiðast.
En það er erfitt fyrir erlenda
ferðamanninn að skoða söfnin
vegna takmarkaðs opnunartíma
þeirra og ef ferðamaður er hér á
þeim tíma þegar verið er að sýna