Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 40
I SKipTTIagsmál |
þjónustustofnanir eru áætlaðar
þessar: Verslunar- og þjónustu-
rými samtals 5000 fermetrar,
heilsugæslustöð, kirkja, safn-
aðarheimili og veitingahús. Þijár
dagvistarstofnanir og gæsluvöllur
eru í hverfinu. Foldaskóli er
sameiginlegur fyrir eldri árganga
bama í öllum þrem hverfunum. I
skólanum verður hverfisbókasafn
skóladagheimili og félagsmið-
stöð. Bensínstöð með tilheyrandi
þjónustu er í hverfinu.
Skipulagshöfundar Foldahverfis
voru arkitektamir Hilmar Ólafs-
son og Hrafnkell Thorlacíus og
samstarfsmenn Aldís Norðfjörð
arkitekt, Björn J. Emilsson
tæknifræðingur, Njörður Geirdal
arkitekt og Þormóður Sveinsson
arkitekt.
Hamrahverfi. Hverfið er á
Gufuneshöfða vestan Folda-
hverfis og er nú í hraðri
uppbyggingu.
Heildarstærð er um 34 ha. að
meðtöldum lóðum, götum,
þjónustusvæði og grænum
svæðum. Áætlað er að halda
samkeppni um skipulag 8 ha.
svæðis norðan Lokinhamra.
Helstu íbúðagerðir eru: 151
einbýlishús, 46 raðhús, 73
keðjuhús og 150 fbúðir í fjölbýli
þarmeð taldir verkamanna-
bústaðir. Samtals 420 íbúðir.
Áætlaður íbúafjöldi er um 1300
manns.
Helstu þjónustustofnanir eru
áædaðar nærmiðstöð með einni til
fjórum verslunum, tvö dag-
heimili, barnaskóli með 6
bekkjardeildum, íbúðir fyrir
aldraða og bensínstöð.
Skipulagshöfundur Hamrahverfis
er Knútur Jeppesen arkitekt og
samstarfsmenn Helga Gunnars-
dóttir arkitekt og Kristján Ólason
arkitekt.
Brekkuhverfi. Frumdrög að
deiliskipulagi þessa hverfis liggja
nú fyrir. Skipulagssvæðið á
Keldnaholti er um 38 ha. að
stærð. Það afmarkast af legu
nýrra tengibrauta að norðan og af
landi í eigu ríkisins á Keldnaholti
aðaustan. Dalverpi liggur ámilh
Folda- og Brekkuhveifis. Hlutí
af byggð á svæðinu mun liggja í
40-90 m. hæð yfir sjó eða nokkru
hærra en byggð í hinum
Grafarvogshverfunum. Landinu
hallar í norður, suður og vestur
og hggur meirihluti þess í haha.
"Keldnaskyggnir" er áberandi
kambur vestan í Keldnaholti og
helsta séreinkenni svæðisins.
Þaðan er mikið útsýni í allar áttir
og grösugar brekkur niður að
Grafarvogi. Svæðið er víða grasi
gróið en grýtt og efst á
Keldnaholti eru melar. Ríkjandi
vindáttir eru aust-og suðaust-
lægar.
í Brekkuhverfi er stefnt að
blandaðri byggð sambýlis-og
sérbýlishúsa með nærþjónustu.
Aðra þjónustu s.s. heilsugæslu
munu íbúar sækja í hverfa-
miðstöð Foldahverfis. Aðkoma
að hverfinu verður um tengibraut
frá Vesturlandsvegi í austri og um
Vetrarbraut í norðri, sem er
tengibraut norðan Grafarvogs-
hverfanna. Strætisvagn ekur nú
um Fjahkonuveg í Foldahverfi.
Byggðin umlykur Skyggni,
útsýnis- og útivistarstað í miðju
svæðinu. Safngata hggur norðan
við Keldnaholt og tengir hverfið
aðliggjandi umferðaræðum og
minnkar þannig gegnumumferð.
Strætisvagn mun aka um hluta
götunnar með endastöð við
Rannsóknastofnanir á Keldna-
holti. Frá safngötunni ganga
íbúðagötur inn í íbúða- og
þjónustusvæðin. Efst á Keldna-
holtí er nokkurs konar þorp lítilla
stakstæðra húsa en húsagötur eru
lagðar í hring umhverfis holtið
eftir landinu.
Húsagerðir verða fjölbreyttar,
fjölbýli í 2-3 hæða húsum,
háhýsi, raðhús, keðjuhús, parhús
og mismundandi gerðir einbýlis-
húsa. Nærmiðstöð með 1-4
verslunum, dagheimili, leikskóla
og gæsluvelli er staðsett mið-
svæðis í góðum tengslum við
gangandi og akandi umferð.
Bamaskóli er vestar á sléttara
landi. Stígakerfi tengir hverfa-
hlutana saman og einnig
hverfaþjónustu og útívist.
Gert er ráð fyrir íþróttaaðstöðu á
norðvesturhluta svæðisins. Hún
tengist útivistarsvæði sem nær frá
Skyggni niður að Grafarvogi.
Svæðið er tilvalið til útivistar
vegna skjóls og náttúrufegurðar.
Norðan við íþróttasvæðið og
Vetrarbraut er fyrirhuguð kirkja á
Hallsholti.
í Borgarholti norðan Grafar-
vogshverfanna og vestan
Gufuneskirkjugarðs verða næstu
íbúðasvæði Reykjavíkur eftir að
Grafarvogshverfin verða full-
byggð.
Skipulagshöfundar Brekku-
hverfis eru arkitektamir Þórarinn
Þórarinsson og Eghl Guðmunds-
son og samstarfsmenn Kristín
Garðarsdóttir og Baldur
Svavarsson arkitektar.