Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1987, Blaðsíða 42
42
SKijnrmjnrrái
Athugasemdir
við grein Ásgeirs Jóhannessonar
í SKIPULAGSMÁLUM 1-2/87 :
'íbúðir aldraðra. Nýjar skipuiagshugmyndir -
sjálfsákvörðunarréttur aldraðra.'
Grein sú, sem vísað er til eftir
Asgeir Jóhannesson um íbúðir
aldraðra, er viðbót við greinar um
málefni aldraðra í 1. tölublaði
Skipulagsmála á síðasta ári.
Ásgeir lysir í grein sinni hvemig
Sunnuhlíðarsamtökin í samvinnu
við Kópavogsbæ og Búnaðar-
bankann geta byggt 40 íbúðir
fyrir aldraða á einu ári. Ekld er í
fljótu bragði hægt að sjá hvort
þetta geti orðið almennt eða hvort
það sé eðlilegt hlutfall að byggja
með þessum hætti 40 íbúðir á ári
í 15000 manna bæ. Ef svo er þá
þyðir það að um 350 íbúðir væru
byggðar árlega á höfuðborgar-
svæðinu með þessum hætti; er
það um þriðjungur íbúða sem
byggður er á svæðinu (meðaltal
áranna 1976-1983: 1035 íbúðir á
ári).
Að byggja 350 íbúðir á ári fyrir
aldraða á höfuðborgarsvæðinu
með sömu eða svipuðum aðferð-
um og Sunnuhlíðarsamtökin má
ætla nokkuð bjartsynt, a.m.k.
miðað við núverandi húsnæðis-
lánapólitík. En jafnvel mun lægri
tölur leiða til breyttra viðhorfa í
skipulagsmálum þar sem slíkar
íbúðir fyrir aldraða gera aðrar
kröfur til staðsetningar en
hefðbundin íbúðarbyggð eins og
Ásgeir segir í niðurlagi greinar
sinnar. Þessi niðurstaða er
umhugsunarefni fyrir alla þá sem
með skipulagsmál fara og jafnvel
þó hlutfallið sé töluvert innan við
þriðjung.
Hvort sú leið, sem Sunnu-
hlíðarsamtökin í Kópavogi hafa
farið, verður ofan á eða hvort hún
er jafnvel æskileg þarf nánari
athugunar við. Afleiðingamar,
sem það getur haft að taka upp
einhverja sérstaka stefnu í
húsnæðismálum aldraðra (og
annarra), eru margvíslegar og þá
helst skipulagslegar en einnig
félagslegar. Byggingarðnaðurinn
mun og hafa verulegra hagsmuna
að gæta.
Þorsteinn Þorsteinsson.