Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 21

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 21
NORÐUR hafði þó staðið örskammt frá bænum. Kirkjan í Reykjahlíð var ávallt bændakirkja og eign jarðeigenda uns söfnuðurinn tók við henni áriðl955. Árið 1876 var byggð kirkja í Reykjahlíð úr höggnu grjóti og límd með kalki. Pétur Jónsson, þáverandi eigandi og ábúandi jarðarinnar byggði kirkjuna. Hleðslur þessarar kirkju standa enn innan kirkjugarðsins í Reykjahlíð. Árið 1958 var hafist handa um byggingu þeirrar kirkju, sem nú stendur í Reykjahlíð. Jóhannes Sigfinnsson smiður og málari frá Grímsstöðum í Mývatnssveit hannaði kirkjuna og og sá um smíði hennar. Kirkjan er annexía frá Skútustöðum. Prestur er séra Öm Friðriksson. Hugmynd arkitekts. Meginhugmynd arkitektsins er, að Reykjahlíðarkirkja eftir fyrirhugaðar breytingar hafi ákveðna sögulega skírskotun til umhverfisins og náttúruhamfaranna á 18. öld, þegar hraunstraumurinn staðnæmdist við kirkjuhólinn, en þyrmdi kirkjunni sjálfri.Þannig gæti ný Reykjahlíðarkirkja minnt á hverfulleik náttúruaflanna. Kirkjuhóllinn fær ákveðna samsvörun í hringlaga formi viðbyggingarinnar að framan. í þeirri byggingu er fordyri með fatahengi, snyrtingu, fjölnýtiherbergi og geymslu. Lagt er til, að unnið verði enn frekar með hraunhleðslum eins og gert hefur verið í og að hluta til umhverfis kirkjugarðinn og útveggir viðbygginganna því hugsaðir klæddir með hraungrýtishellum. Leitast er við að styrkja eitt aðalsérkenni kirkjunnar, þ.e. kirkjutuminn, sem áhrifamikið hlið inn í helgidóminn bæði í grunnmynd og útliti. Stiginn upp á söngloftið er því fjarlægður úr tuminum og færður inn í kirkjuskipið. Jafnframt því er lögð áhersla á að viðhalda núverandi svipmóti kirkjunnar eins og kostur er. Kirkjuskip er lengt til norðurs um ca. fjóra metra. Núverandi kór verður endurreistur og nýttur í fullri breidd, en auk þess er gert ráð fyrir hliðarstúkum. I annarri er skrúðhús, en hin getur ýmist þjónað sem viðbótarrými fyrir kirkjugesti eða aðstaða fyrir orgel og söngfólk. Þar er einkum horft til tónleikahalds. Eftir sem áður er gert ráð fyrir söngloftinu á sínum fyrri stað, en aðkoma að því er breytt eins og fram hefur komið. Eftir breytingar gæti kirkjan rúmað í sætum 40 til 50 fleiri 19 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.