Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 45

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 45
Kortið sýnir áfanga í sögu Hólavallagarðs. Birt með leyfi Kirkjugarða Reykjavíkur. gróðursetning þó ekki fyrr en á árunum milli heims- styrjaldanna. Má ráða það af ljósmyndum frá því um 1940. Tegundasamsetning trjágróðurs í Suðurgötu- garði er til dæmis ekki frá- brugðin eldri hluta Foss- vogskirkjugarðs. Mest ber á birki, ilmreyni og silfur- reyni, einnig er töluvert af sitkagreni og Alaskaösp en báðar þessar tegundir fóru hins vegar illa í páskahretinu 1963.Um 1920 er orðið ljóst að senn dragi að þvi að Suðurgötu- garður fyllist og enn er hafin leit að grafartæku landi fyrir framtíðar kirkju- garð. Eftir mikla leit og mikið þref er síðan keypt land í suðurhlíðum Öskju- hlíðar og sagan endurtek- ur sig með umræðu um að garðurinn lægi oflangtfrá byggð úti í sveit. Enn í dag erjarðsett í Suðurgötugarði milli 30 og 40 grafir árlega. Um Suðurgötugarð hefur BjömTh. Bjömsson samið veglegt rit sem kom út á 150 ára afmæli garðsins 1988 og heitir „Minningar- mörk í Hólavallagarði.“ FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR. Fossvogskirkjugarður var tekinnínotkun 1932. Sama ár vom samþykkt lög um kirkjugarða sem ollu miklum deilum í Alþingi. í þessum nýju lögum em nýmæli m.a. að lagðar em ákveðnar kvaðir á sveitar- félög varðandi und- irbúning við gerð kirkju- garða. Skipulag Fossvogskirkju- garðsins var að mestu leyti sniðið eftir fyrirkomulagi Suðurgötu-garðsins.Þó er strax gert ráð fyrir rúm- betri stígum í garðinum. Ennfremur er notkun trjágróðurs meiri og markvissari. Trjágróðurer notaður í skjólbelti með jöðmm og tré em gróðursett til yndis í garðinum. Um miðjan fimmta áratuginn er tekin um það ákvörðun aðbannasteyptar girðingar umhverfls leiði og hafði sú ákvörðun afgerandi áhrif á ytra útlit garðsins og þeirra sem á eftir koma. Þessi ákvörðun ásamt því að settar vom hömlur á not- kun tijáa á leiði var tekin vegna óska þeirra er sáu um viðhald og umhirðu garðsins og átti það að auðvelda alla umhirðu hans. Á seinni árum hefur greftmn verið vélvædd og notkun tækja við umhirðu aukist.Fossvogskirkjugarður hefur stækkað í áföngum, fyrst á aðliggjandi svæðum sem vom grafartæk. Eftir 1970 hefur stækkunin verið í vesturátt út Öskj uhlíðina og hefur þurft að flytja að jarðveg yflr stórgrýti til þess að ná grafardýpt. Haustið 1987 var lokastækkun garðsins tekin í notkun. Við það fluttist um tima nær öll nýgreftmn í Fossvogsgarð. GUFUNESKIRKJUGARÐUR. Á ámnum eftir 1970 varð sýnt að svæðið umhverfls Fossvogskirkjugarð var að verða fullnýtt þannig að á ný hefst leit að grafartæku landi. Þá er mnninn upp tími mikillar uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. Var unnið skipulega að því að meta hvar byggð gæti risið og hvar ekki og hvar kirkju- garðargætuverið, m.a. með tilliti til mengunar. 1973 úthlutar borgarstjórinn í Reykjavík kirkjugörðum Reykj avíkurprófastsdæmis ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 43

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.