Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 46

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Page 46
Mynd 2. Mismunandi tillögur á afmörkun Gufuneskirkjugarös á liðnum 20 árum. Stærð og ár i sviga. landi austur af Gufu- nesbænum. Einnig var ákveðið að hér skyldi vera nægilegt landrými um langa framtíð. Aðalskipulag Gufuneskirkjugarðs ásamt deiliskipulagi fyrsta áfanga hans var samþykkt í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur 1978. Framkvæmdir við framræslu voru þá á lokastigi og framkvæmdir við uppbyggingu og frágang garðsins hófust strax og árið 1980 var hann síðan vígður. Svipmót hans minnir um margt á Fossvogskirkju- garð, grafarsvæði grasi- gróin og gróður sem reitar grafarrýmin. í fyrsta skipti er gert ráð fyrir því að umferð akandi geti átt sér stað án hindrana inni í garðinum og vinna í garðinum verði á sem hagkvæmastan hátt. Á síðustu átta árum hafa orðið örar breytingar í nánasta umhverfl garðsins með tilkomu Grafarvogs- hverfanna. Það hefur leitt til þess að fyrri afmörkun garðsins hefur verið endurskoðuð og í vor var samþykkt ný afmörkun Gufunesgarðs ásamt því að úthlutað var landi nær Vesturlandsvegi undir kirkjugarð. Samtals erflat- armál þessara tveggja garða það sama og eldri Gufu-neskirkjugarðs. Umræða um fjarlægð hans frá meginbyggðinni hefur verið nokkur en mun vonandi breytast þegar byggð er risin allt umhver- fis og samgöngur eru kom- nar í rétt horf. STJÓRNUN. Frá þvi 1941 hefur stjóm Kirkjugarða Reykj avíkurprófastsdæmis farið með stjóm og rekstur kirkj ugarðanna. Prófasts- dæmið sem er það stærsta í landinu samanstendur af þrem sveitarfélögum, Reykjavik, Kópavogi og Seltjamamesi, samtals 116,000 íbúar með 20 sóknir og á hver sókn einn fulltrúa í stjóminni. Það hefur verið mikið kappsmál stjómarinnar og þeirra sem þar starfa að standa að uppbyggingu og skipulagi af myndarskap og öryggi sem er mikilvægt þegarumerað ræðastarf- semi sem þessa. LÖG OG SIÐIR. Venjur okkar varðandi greftrun og skipulag kirkjugarða em náskyldar því sem við- gengst á Norðurlödunum enda samband okkar við Danmörku um aldir nær- tæk skýring. Núgildandi lögemfrá 1963. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um kirkjugarða, greftmn og líkbrennslu. Ýmislegt í venjum okkar varðandi grafarsiði og ákvæði í kirkjugarðalöggjöf hefur veruleg áhrif á landnotkuní nútímaskipu- lagi byggðar. Það atriði sem mest áhrif hefur er að hérlendis fara yfir 90% greftmnar fram í kistu-gröfum og aðeins um 7% greftmnar em í duft- reiti. Víða erlendis er 44 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.