Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 52

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Síða 52
séð yrði fyrir nœgu rými til vinnu nemenda utan skipulagðra stunda. Reynt var að ráða í líkur á frjálsri myndun nemen- dahópa og félagsmynstur. Tekið skal þó fram að í þessu efni eru áþreifanleg haldreipi ekki viðamikil. Framangreind atriði og fleiri, sem ekki skulu rakin hér, leiddu til ákvörðunar um að stefna að „sentraliseraðri" byggingu sem ynni gegn þeirri tilhneigingu sem skólaformið hefur til að falla sundur í sjálfstœðar brautir og verða „margir skólar undir sömu stjórn" eins og Heimir orðar það. Meðal markmiða af þessu tagi er að húsið bjóði upp á heppilegaraðstœðurtilóformlegrasamskiptanemenda, tengdar námi og starfi samhliða félagslegum samskip- tum, fremur en skýra afmörkun þessara þáfta í nám og starf annars vegar og frítíma hins vegar. Með öðrum orðum: samþjöppun og miðdrœgni rýma ásamt blöndun aðstöðu til skipulagðrar kennslu og frjálsra starfa í mis- munandi stórum hópum allt frá einstaklingum að heild- inni. Meðan á þessum undirbúningi stóð, en hann tók u.þ.b. 4 mánuði, frá september 1981 til janúar 1982, var þess stranglega gœtt að hugsa og rœða um nemendur, kennara, tœki og starf einungis, en forðast algerlega að yfirfœra hugmyndir í ákveðna gerð húsnœðis hvað þá heldur form eða fyrirkomulag. Leitað lausna. Hin eiginlega hönnunarvinna hófst svo með hœkkandi sól í janúar 1982. Við skipulagningu hússins hefur verið leitað að lausn semuppfyllti m.a. þrjá flokka skilmála, eða kannski frekar þrjú höfuðmarkmið. a) Skilmála notagildis,svo sem stœrð,fjölda og innbyrðis samband rýma til ákveðinna nota í samrœmi við það sem áður er sagt um forsendur og þarfir, fjölda og stœrð hópa, starfslið, tœki o.þ.h. b) Félagslega skilmála, þ.e. að húsið veiti aðstöðu og hagstœtt umhverfi til félagslegra samskipta nemenda. Lögð er áhersla á að nemendur hafi sem breiðast val að vera þáfttakandi í félagslegum hópi, sem hluti lítils hóps eða stœrri heildar. Skapa skyldi aðstöðu til slíkra samskipta óformlegra áhuga- og starfshópa um námsverkefni utan skipulagðrar kennslu jafnt sem samskipta í hvíld og frítíma milli skipulagðra starfsstunda. c) Tilfinningalega skilmála til umhverfisins. Þó umrœða um þessar þarfir sé erfiðari en um þœr sem falla undir tvo fyrrgreinda flokka er margt sem styður mikilvœgi þess að þeir séu uppfylltir. Ljóst er að áreiti umhverfis er einungis einn margra þáfta sem liggja í þrœði andlegrar líðanar. Það er þó þessi þáttur sem að nokkru má spinna með hinu manngerða umhverfi í þessu tilviki og því ber honum öll sú athygli sem verða má. Þau atriði sem lúta að líkamlegri og félagslegri vellíðan og nefnd eru undir a) og b) eru að sjálfsögðu einnig áhrifa- valdar um tilfinningalegt áreiti umhverfisins. Á hvern hátt einstakir hlutar hússins þjóna þessum markmiðum verður ekki skýrt hér enda sum atriði meira eða minna illskýranleg eða jafnvel ómeðvituð höfundi. Nœgja verður að leitað var lausnar þar sem öllum þessum atriðum voru gerð nokkur skil. Svarið um hvernig til hefur tekist er einungis reynslan fœr að gefa. Lýsingábyggingunni.Húsiðersamtals 5.384gólfflatarfer- metrar er byggjast í tveim áföngum. Grunnhugmynd byggingarinnar er sú að kennslurými er á þremur hœðum og er gengið inn í kennslustofur af svölum á efri hœðum. Á þessum svölum er svœði fyrir hópvinnu og félagsleg samskipti nemenda. Gangar eða svalir fyrir framan kenns- lustofurnar á efri hœðunum eru mjórri svo að ekki er horft beint niður um meira en eina hœð. Segja má því að kennslurými myndi samfelldan þriggja hœða háan 6-7 m þykkan vegg frá austri til vesturs. Frá þessum kennslustofuvegg er svo reft yfir ganga/svalir og torg á jarðhœð með bitum er ganga niður að jörð. Þak yfir þessum hluta er úr gleri. Birtu og hljómburði er stjórnað með flekum á milli bita er koma neðan við glerþekjuna, 60-70 cm að breidd. Skermar þessir eru úr hljóðgleypandi efni að innan en ytri hlið þeirra endurkastar hita og Ijósi. Skermarnir leika á láréttum öxli og eru stillanlegir með rafbúnaði, frá því að loka alveg, til fullrar opnunar og allt þar á milli. Með þessu verður yfirhitun af völdum sólar óveruleg, hljóðburður heppilegur og unnt að stýra birtu eftir óskum, í samrœmi við aðstœður. Undir glerþakinu á fyrstu hœð er komið fyrir bókasafni, kaffistofu og félagsrými nemenda, auk u.þ.b. 500 m2 svœðissem kalla mœfti torg. Átorginu er reiknað með að koma fyrir söluskála, aðstöðu fyrir sýningar og fleira. Til suðurs frá byggingunni gengur fyrirlestra- og samkomusalur gegnum glerþakið og opnast hann að torginu. Salur þessi rúmar 200-250 manns í sœti og er skiptanlegur I tvo jafnstóra kennslusali fyrir 100-120 nem- endur hvor. Sé salurinn opinn geta 600-700 manns fylgst með því sem fram fer á sviði salarins. Með framangreindu fyrirkomulagi sést skólinn og skynjast sem ein heild þar sem öll kennslurými opnast út í sama rými. Þrjár hœðir gefa meiri samþjöppun en náð verður með öðru móti í þessu tilviki. Öll kennslurými hafa Ijós frá norðri, en almenn rými frá suðri.Kennslurými á norðurhlið eru þannig gerð að veggir milli þeirra eru ekki áberandi. Er því unnt að breyta stœrð kennslurýma allt frá 24 m2 til 250 m2. Jafnframt er veggur að svölum borinn af súlum þannig að unnt er að breyta fyrirkomulagi mjög verulega ef aðstaða og kennsluhcettir breytast. Þessi léttleiki í burðarvirki nœst með notkun á sérstakri gerð burðarlofta þar sem steyptir bitar með 174 cm millibili mynda krossnet. Eins og fyrr segir eru kennslurými við norðurhlið hússins. Sú hlið er þéttseft gluggum og þannig úr garði gerð að unnt er að taka burtu opnanleg fög eða bceta við hvar sem er með lítilli fyrirhöfn. Norðurhlið hússins er einangruð að utan og að mestu klœdd með grófum stálplötum. Að því frátöldu sem að framan segir fylgir gerð hússins í tœknilegu tilliti að mestu hefðbundnum venjum um skólahús sem nú eru byggð. Kennslurými, skrifstofur, vinnuherbergi og önnur lokuð rými verða hifuð með ofnum og loftrcest með opnanlegum gluggum. Jafnframt er fyrirhugað vélknúið loftskiptakerfi í kennslurýmum þannig að þó veður hamli að gluggar séu opnir verði loftgœði innan viðurkenndra marka. Bókasafn, fyrirlestrasalur, miðrými eða torg eru lofthituð og loftrcest með vélknúnu kerfi. Kerfi þessi eru þannig úr garði gerð að þau má nýta til kcelingar með blöndun fersklofts. En áhersla er lögð á að hiti og loftgœði verði innan þœgindamarka í sem allra flestum tilfellum, eins og t.d. þegar 600-800 manns verða í húsinu svo klukkustun- dum skiptir. Við efnisval innanhúss hefur verið lögð áhersla á einfaldleika með áherslu á slitsfyrk, sem leiði til lágmarksviðhalds. ■ 50 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.