Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Qupperneq 63

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Qupperneq 63
skipulagsáætlanafyrir sveitarfélög á Norðurlöndum eruþessi: 1) Ahersla á hnitmiðaða stefnumótun um byggðaþróun, t.d. að stuttur textinn komist á bakhlið skipulagsuppdrátta. 2) Sívinnsla skipulags í stað lögbundinna langtíma áætlana. Endurskoðun á hverju kjörtímabili og skipulagstími styttur úr 20 í 12 ár. 3) Hverfaskipulag er mikilvægur tengiliður við borgarana og handhægt millistig milli aðal- og deiliskipulags. 4) Skipulagsáætlanir eru ky nntar almenningi í upphafi vinnslu, t.d. með umræðufundum, tilkynningum í fjölmiðlum eða borgarafundum. 5) Skipulagsferillinn er gerður hraðvirkari og deiliskipulag og skilmálar einfaldari og opnari. 6) Nánari tengsl milli skipulagsáætlana og fjárhags-og fram- kvæmdaáætlana sveitarfélaga. Við vinnu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 voru fyrstu þrjú atriðin kynnt og síðar samþykkt af borgarstjóm Reykjavrkur. A Borgarskipulagi er nú unnið að mótun allra þessara atriða. I raun má segja að titillinn á umræðuplaggi frá umhverfismálaráðuneytinu danska, vegna endurskoðunar á skipulagslögunum frá 1977, einfalt og skilvirkt dragi sam- an í hnotskum hvert stefnir í meðferð skipulagsmála á Norðurlöndum. Að dómi Finns Kjærsdams, formanns dönsku skipu-lagssamtakanna, eru helstu verkefni við umbætur áskipu-lagsmálum sveitarfélaga þar í landi næstu árin þessi: 1) Finna þarf leiðir til þess að skipulagið nýtist sem best sem grundvöllur fyrir fjárhagsáæt- lanir og áætlanir á einstökum sviðum, s.s. í fræðslumálum, heilbrigðismálum o.s.frv. 2) Aðalskipulagið á að vera aðgengilegt umræðuplagg fyrir borgarana til þess að þeir geti tekið þátt í umræðu um framtíð sveitarfélagsins. 3) Skipulagsáætlanir eiga að vera það einfaldar og skýrar að byggingaraðilar viti nákvæmlega hvaða kröfur eru gerðar til þeirra og geti verið öryggir með sínar fjárfestingar. 4) Leggja þarf áherslu á að tengja sem best saman pólitíska stefnumörkun, áætlanir, æskilegt byggðamynstur og einstaka „ramma“ stýringar, s.s. skilmála. I stuttu máli búa til einfalt og rökrænt skipulagskerfi sem fellur vel að stjómkerfi sveitarfélaganna og getur verið gott stjómtæki til að móta gott umhverfi fyrir heimili og atvinnulíf. VANDAMÁL ÚRELTRA SKIPULAGSLAGA Islensku skipulagslögin byggjast á úreltri skipulagshugsun þ.e. að aðalskipulag sé lögbundin skipulagsáætlun um alla þætti byggðaþróunar, sem lýsi æskilegu ástandi eftir 20 ár. Kerfið er það þungt í vöfum, að það tekur um og yfir hálft ár að gera breytingar á landnotkun á einum reit og heildarendurskoðun tekur yfirleitt nokkur ár fyrir stærri sveitarfélög og er þá talnagrunnurinn iðulega orðinn úreltur. Slíkt kerfi er allt of seinvirkt í nútímasamfélagi þar sem oft þarf að taka ákvarðanir hratt og framkvæma þær strax. Vegna þess hve skipulagsáætlanir (aðal- og deiliskipulag) em fastbundnar hafa ýmisskonar vandamál komið upp. Sem dæmi má nefna spumingar eins og: 1) Hvað er verið að staðfesta í greinargerð? Er það allur texti greinargerðar og skýringamyndir að auki, eða aðeins stefnumar- kandi setningar? Iðulega eru sýnd dæmi um útlit húsa. Hve nákvæmlega á að fylgja þeim? 2) Hvað felst í landnotkunarflokkum á skipulagsuppdrætti? Þrátt fyrir staðfestingu hafa þeir aldrei verið skilgreindir. Hvaða munur er t.d. á iðnaðar- og verslunarsvæðum, þegar flest athafnahverfi einkennast af blandaðri atvinnustarfsemi? Eins má spyrja hvers vegna er verið að staðfesta landnotkun þegar ekkert eftirlitskerfi er í gangi til að stjóma æskilegri landnotkun? Er tilgangurinn sá að stjóma nákvæmlega hvers konar svæðum, þegar flest athafnahverfi einkennast af blandaðri atvinnustarfsemi? Eins má spyrja hvers vegna ekkert eftirlitskerfí er í gangi til að stjórna æskilegri landnotkun? Ef tilgangurinn er að stjóma nákvæmlega hvers konar starfsemi má vera hvar, þyrfti að taka upp strangt reitunarkerfi (zoning) eins og í Bandaríkjunum. NOKKUR GRUNDVALL- AR ATRIÐI í lokin er ekki úr vegi að rifja upp nokkur gmndvallaratriði varðandi skipulag byggðar. Meginviðfangsefnin eru þessi: 1) Staðfesting: Hvar á að koma hinum ýmsu landnotendum fyrir í tengslum við þá sem fyrir era? 2) Landnotkun: Til hvers á að nota einstök svæði, þ.e. undir byggð (íbúðir og atvinnustarfsemi); götur; opin svæði; o.s.frv? 3) Nýting: Hversu mikip á að byggja á hverri flatareiningu lands ( bæði nðyting og húsahæðir). 4) Hönnun: Hveming á að móta byggingar og landlag svo vel fari. Á Norðurlöndum hafa skipulags „vandamál“ helst verið á þessum sviðum undanfarin ár: 1) Breyttar þarfir fyrirtækja, hvað varðar staðsetningu umhverfi og og mannvirki. 2.) Umferðar- og bílastæðavandamál, tengd aukinni bifreiðaeign. 3) Umhverfisvandamál, t.d. varðandi sorp, skólp, loft og hávaðamengun frá bifreiðum og fyrirtækjum. 4) Vemdun og viðhald mannvirkja, þar sem sífellt stærri hluti húsnæðis er hálfrar aldar gamall eða eldri.Þegar hugað er að mótun á vinnubrögðum og lögum um skipulagsmál er ekki úr vegi að líta á kosti og galla skipulags sem stjómtækis. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.