AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 44
Höfðabakkabrúin.
leggja aukna áherslu á almenningssamgöngur og
bætta aöstööu gangandi og hjólandi vegfarenda.
Jafnframt veröi lögð áhersla á aukið umferðaröryggi.
Meginstefna Reykjavíkurlistans í samgöngumálum
er aö auka öryggi akandi, hjólandi og gangandi veg-
farenda. Greiöa þarf götu hjólreiðafólks og gangandi
vegfarenda meö stefnumörkun um þessi mál og
verklegum framkvæmdum.
Gera þarf almenningssamgöngur að raunverulegum
valkosti og nothæfum ferðamáta fyrir alla þjóðfélags-
hópa. í því er fólginn verulegur sparnaður og hag-
ræðing fyrir íbúa borgarinnar.
Aðild Reykjavíkurborgar að samstarfi við aðrar borgir,
sem vilja vinna að orkusparnaði m.a. með því að
draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar, er já-
kvæð. Bifreiðaumferð á götum Reykjavíkur er þegar
það mikil að hún er á við það sem gerist í 300 þúsund
manna borgum í öðrum löndum. Sporna þarf gegn
óheftri aukningu einkabílaumferðar í borginni enda
veldur hún mengun, slysum, miklum fjárútlátum og
streitu hjá fólki. Kjörorð Reykjavíkurlistans í þessum
málum er: Reykjavík verði örugg og vistvæn höfuð-
borg norðursins.
Stefna Reykjavíkurlistans er að fækka umferðarslys-
um um 20% fram að aldamótum. Gerð verði fjárhags-
og framkvæmdaáætlun í þessu skyni. Helstu þættir
áætlunarinnar verði:
a) Átak í lagfæringum á aðalgatnakerfinu skv. sam-
þykkt borgarstjórnar, sem ríkið á að greiða af vegafé.
b) Lagfæring á þeim stöðum þar sem flest slys veróa.
c) Gerð mislægra göngu- og hjólreiðaleiða (brýr,
göng).
d) Umferðaröryggi verði aukið innan íbúðarhverfa,
m.a. með lækkun hámarkshraða á vissum stöðum
og gerð viðeigandi hraðahindrana til þess að tryggja
að raunverulegur ökuhraði verði í samræmi við þann
leyfða.
e) Gerð kynningarefnis fyrir borgarbúa, s.s. umferðar-
áróðurs og upplýsinga um umferðarmál."
Kaflinn um umferðarmálin er lengri og þar er einnig
lögð áhersla á rannsóknir og fagleg vinnubrögð og
til dæmis er talið rétt að hætta við lagningu
Fossvogsbrautar um Hlíðarfót.
ÞÁTTTAKA BORGARINNAR í KLÚBBNUM „CAR
FREE CITIES?"
Þótt hér sé vitnað í stefnu Reykjavíkurlistans í umferð-
armálum þá fer hún ágætlega við stefnumörkun
minnihlutans, sem lagði fram stefnu í hjólreiðamálum
og gerðist aðili að klúbbnum „Car free Cities Club?"
42
Ljósm: RagnarTh. Sigurðsson.