AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 45
og undirritaði samþykktir hans í mars 1994. Þar voru
saman komnir 250 fulltrúar 113 borga í Evrópu. En
aðalefni samþykktarinnar sem borgin undirritaði
er að draga úr notkun einkabílsins í því skyni að
auka gæði borgarumhverfisins. Ekki er talið að
hægt sé að uppfylla kröfur einkabílsins um aukið
umferðarrými. Lausnin á umferðarvanda borga
felist í því að draga úr umferð einkabíla en ekki
gera henni auðveldara fyrir. Vinnuhópar, sem
borgin hefur tekið þátt í, vinna í þessa veru.
AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 1994-2014
í ofannefndum anda er því verið að endurskoða
umferðarþátt Aðalskipulags Reykjavíkurborgar um
þessar mundir, eins og fram kom í grein dr. Bjarna
Reynarssonar aðstoðarforstöðumanns Borgarskipu-
lags í síðasta hefti þessa ágæta rits. Skipulagsnefnd
hefur nú nýverið fjallað um tillögur Borgarskipulags
um markmið og leiðir í umferðarþætti aðalskipulags
og fallist á þær í megindráttum. Þá var jafnframt
samþykkt að láta fara fram viðhorfskönnun meðal
borgarbúa um það á hvern hátt fólkið í borginni kýs
helst að ferðast, sérstaklega til og frá vinnu og skóla.
Þessi könnun er að fara af stað og má vænta niður-
staðna úr henni í upphafi næsta árs.
En lítum aðeins á tillögurnar sem auðvitað geta tekið
einhverjum breytingum í áframhaldandi vinnu.
Fyrst er nauðsynlegt að gera sér í hugarlund hvernig
höfuðborg við viljum í framtíðinni. Slík sýn hlýtur aó
vera grundvöllur stefnumörkunar og hún auðveldar
forgangsröðun framkvæmda.
MARKMIÐ í UMFERÐARMÁLUM:
1. Að draga úr aukningu umferðar einkabíla.
2. Að fjölga farþegum SVR.
3. Að auka umferðaröryggi.
4. Að fækka umferðarslysum um 20% fram til ársins
2001.
5. Að draga úr áhrifum loft-, hávaða- og sjónmeng-
unar frá umferð.
Leiðir að þessum markmiðum:
1. Að draga úr aukningu umferðar einkabíla:
■ með aukinni fræðslu um áhrif umferðar á umhverfi.
■ með markvissri landnotkun til að draga úrferðaþörf.
■ með betra göngu- og hjólaumhverfi, s.s. stígum
og vistlegra umhverfi.
■ með betri þjónustu SVR.
■ með því að auka ekki umferðarrýmd á núverandi
gatnakerfi í innri hluta borgarinnar (vestan Kringlu-
mýrarbrautar).
■ með því að sýna fram á kostnað sem hlýst af um-
ferð.
Bent hefur verið á að einn aðalumferðarvandi Reykja-
víkur er umferðarþungi einkabifreiða í upphafi og við
lok vinnudags. Komið hefur í Ijós að það er endalaust
verk að greiða fyrir umferð einkabifreiðarinnar. Það
kallar á sífellt meira fjármagn við að auka umferðar-
rýmd og viðhald á götum. Fleiri bifreiðar á götunum
leiða til fjölgunar umferðarslysa og hraður akstur
einnig. Ef skipulag byggist fyrst og fremst á umferð
einkabíla en ekki á almenningsvögnum og gangandi
og hjólandi umferð þá þarf gífurlegt landrými undir
umferðarmannvirki og stór flæmi undir bílastæði og
mjög dýr bílastæði í þar til gerðum bílastæðahúsum.
Eitt bílastæði neðanjarðar kostar u.þ.b. 1 milljón króna
(svipað og eitt pláss á leikskóla) og kostnaður við
rekstur þessara stæða er borginni mjög dýr. Afleið-
ing af slíku skipulagi er svo dreifð byggð og um-
hverfisleg, sjónræn og félagsleg áhrif sem engan
veginn samræmast hugmyndum um vistvæna borg.
Bent hefur verið á að stór og mikil umferðarmannvirki,
s. s. mislæg gatnamót (gatnamót á tveimur hæðum)
með öllu tilheyrandi, séu ekki æskileg inni í borgum.
Glæsilegt nýtt umferðarmannvirki við Flöfðabakka á
t. d. alls ekki heima nær miðborginni. Þar verður að
finna aðrar lausnir.
HVER ER VILJI BORGARBÚA?
Borgarbúar eru mjög uppteknir af umferðarmálum.
Á hverfafundum borgarstjóra sem jafnan eru mjög
vel sóttir snerta flestar spurningar og ábendingar
umferðarmál. Fólk hefur áhyggjur af mikilli umferð,
óttast um börnin sín, finnst bæði hávaða- og loft-
mengun vegna hennar erfið og þreytandi. Óskir um
hraðahindranir, lokanir gatna, hljóðmanir og bættar
almenningssamgöngur eru háværar og fólki finnst
mörgu að verið sé að slíta hverfi í sundur með of
stórum umferðarmannvirkjum. Dæmi um slíktert.d.
í Voga - og Fleimahverfi, f Hlíðunum, í Þingholtunum.
íbúarnir í Voga-og Heimahverfi hafa óskað eftir við-
ræðum við borgaryfirvöld um möguleika á því að
minnka umferð um Skeiðarvog og Álfheima vegna
mikillar og hraðrar umferðar um þær götur sem börn-
um er t.d. þó beint yfir í skóla.
43