AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 46
MilKLABRAUT í STOKK?
íbúar í nágrenni Miklubrautar efndu til málþings í maí
sl. Þar var mikið fjölmenni og var aðalumræðuefnið
auðvitað Miklabrautin. Gefið var út myndarlegt blað
í framhaldi af fundinum sem ég ætla að leyfa mér að
vitna í:
„Þó mönnum yrði tíðrætt um gallana, - yfirþyrmandi
þungi umferðar á þjóðvegi í þéttbýli rétt við íbúðir
fólks er augljóslega hrein plága á heimilum þeirra
sem við það þurfa að búa, - kom einnig fram að lega
götunnar hefði á sínum tíma verið góð ákvörðun að
mörgu leyti. En síaukin umferð krefst þess að menn
bregðist við með nýjum ráðurn."
í lokfundarins afhentu fundarmenn undirritaðri undir-
skriftalista með áskorun frá 1142 einstaklingum um
að Miklabrautin yrði lögð í stokk neðanjarðar frá
Landspítala og austur fyrir Stakkahlíð. Nefnt var að
ef hætt yrði við lagningu Fossvogsbrautar (sem rætt
hefur verið um að sett yrði í stokk) og Hlíðarfótar þá
væri hægt að flytja það fjármagn, sem þar sparaðist,
í þessa framkvæmd.
Þessi leið er að sjálfsögðu mjög kostnaðarsöm en
hún myndi gjörbreyta öllu umhverfi í Hlíðunum og
Norðurmýrinni og tengja sunnanverðar Hlíðarnar við
útivistarsvæðið á Miklatúni.
Þessi dæmi eru nefnd hér til fróðleiks, en þau sýna
svo ekki verður um villst, að fólk vill breyttar áherslur.
Á það ber okkur kjörnum fulltrúum að hlusta.
VIÐHORFSKÖNNUN UM UMFERÐ OG UM-
HVERFI
Til eru nýlegar niðurstöður úr viðhorfskönnun um
umferð og umhverfi sem unnin var af IMG Stjórnunar-
ráðgjöf fyrir Borgarskipulag og Borgarverkfræðing
Reykjavíkur. Þar kemur m.a. fram að 75% af heild
(90% af þeim sem ekki nota bíl) telja æskilegt að
minnka umferð einkabíla í Reykjavík. Aðeins 1%
svarar „veit ekki“. Þegar spurt var hver væri heppi-
legasta leiðin til þess að draga úr notkun bílsins voru
flest svaranna um að bæta samgöngur/þjónustu hjá
SVR eða fjórðungur og næstflestir merktu við „annað“
og nefndu til frekari skýringar: takmörkun bílafjölda
á heimili, betri göngustíga, hækkun bensíns, áróður
um mengun, óþarft að minnka bílanotkun, reka áróð-
ur fyrir að nota SVR, hjóla meira, ganga, breytilegan
vinnutíma, banna umferð um ákveðin svæði á anna-
tímum, hafa bíla dýra o.fl.
HVAÐ MERKIR „AÐ DRAGA ÚR UMFERÐAR-
ÞÖRF“?
Til eru ýmsar leiðir til að draga úr þörf fyrir ferðir í bíl.
Besta leiðin er auðvitað að hugsa fyrir því í skipulagi
44