AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 48
Teikn .göngubrú. GRIMSBY, ÓÐINSVÉ OG ÁRÓSAR Við endurskoðun aðalskipulags getur verið gagnlegt að skoða aðalskipulag annarra borga, ekki síst borga sem eru af líkri stærð og Reykjavík. Ég hef áður nefnt borgir í Bretlandi en þar var stefnan mörkuð af ríkis- stjórninni og gefin út í mars 1994 af Umhverfis- og samg'* guráðuneytinu og kallast PPG 13 (Planning Polic\ .uidance: TRANSPORT). Á sama hátt hefur danska samgönguráðuneytið markað stefnu í um- ferðarmálum sem sveitarfélögin hafa að leiðarljósi. (Regeringens transporthandlingsplan for miljo og udvikling", maí 1990). í nýlegu aðalskipulagi Árósa hafa áherslur í umferðar- málum breyst mjög frá árunum eftir stríð. En þá var aðaláherslan á einkabílinn með tilheyrandi bílastæð- um, breikkun gatna og niðurfellingu á hjólastígum og sþorvögnum. Nú hins vegar er lögð áhersla á að minnka umferð í íbúðahverfum og í miðborginni. Þar segir jafnframt að lagt skuli mat á öll stærri umferðar- mannvirki með tilliti til hávaða- og loftmengunar, öryggis, sjónmengunar og orkunotkunar. Nýjar vega- framkvæmdir skuli metnar á forsendum umhverfis- verndar. Talið er sérstaklega mikilvægt að fækka ferð- um í einkabíl á milli heimilis og vinnu. Til þess er talið nauðsynlegt að bæta þjónustu almenningsvagna og við hjólandi umferð. Ávinningurinn verði sá að um- ferðarhnútar á annatímum jafnist út og það leiðir ein- faldlega til þess að hægt er að komast hjá byggingu rándýrra umferðarmannvirkja. Svipuð áhersluatriði koma fram í nýlegu skipulagi í Óðinsvéum. í Grimsby í Bretlandi er eitt af markmiðum f umferðar- kafla aðalskipulags „að hvetja til jafnvægis á milli bílanotkunar og annarra tegunda umferðar, þar með taldar almenningssamgöngur, hjólandi og gang- andi". (Great Grimsby Local Plan. Deposit Version - 1995). Hægt væri að taka mörg fleiri dæmi en ég læt þetta duga. Rétt er að taka fram að engum dettur í hug að hægt sé að flytja inn umferðarskipulag frá öðrum borgum óbreytt. Takaverður mið af legu borgaí landi, veðurfari, efnahagsástandi o.fl. Hér í Reykjavík þarf að Ijúka við umferðarþátt aðal- skipulagsins og kynna hann rækilega fyrir sem flestum svo um hann náist sem víðtækust samstaða. Þá er kominn grundvöllur fyrir framkvæmdum í sam- ræmi við markmiðin sem bæta ímynd borgarinnar okkar og umhverfið. Þá verður einfaldlega betra að búa í borginni. GÖNGUGATA Við þurfum að eiga göngugötu í miðborginni, frekar tvær en eina, og samfelld göngusvæði fyrir fólk sem vill versla og sækja þjónustu í miðborgina - bætt umhverfi þar laðar að fleiri viðskiptavini. Þá verður líka betra að búa í miðbænum. Tryggja þarf að mið- borgin sé lifandi og þar sé miðstöð verslunar, þjón- ustu og menningarstarfsemi. Lifandi miðborg. GÖNGU - OG HJÓLREIÐASTÍGAR - AÐGENGI FATLAÐRA Halda þarf áfram að bæta aðstæður hjólandi vegfar- enda og um leið fatlaðra en á þessu ári er varið hátt í 30 milljónum króna til margs konar lagfæringa á stígum og gangstéttum auk lagningar á nýjum stígum fyrir gangandi, hjólandi og hreyfihamlaða. Samtök fatlaðra hafa lagt gatnamálastjóra lið við útfærslu á þessum framkvæmdum. Verið er að opna greiðari 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.