AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 13
i a.s.l. LEGEND Tholeiite lavas wiih thin interbeds Thin porous iholeiite lavas with occasional thin interbeds Porphyritic lavas with thin interbeds Thick sedimentary interbecs hafði Alþingi samþykkt lög um að heimila einka- fyrirtæki að standa að framkvæmdinni og að standa straum af kostnaði, bæði að greiða niður fjárfestinguna svo og að standa undir vaxtagreiðsl- um og rekstri með innheimtu veggjalds í allt að 20 ár frá opnun ganganna. Má segja að þá hafi hjólin verið komin af stað. Spölur hóf undirbúning þegar samið hafði verið við stjórnvöld um göngin á grundvelli fyrrnefndra laga frá Alþingi. Hlutafé Spalar var í upphafi upp á 100 mkr. Að undir- búningsrannsóknum komu íslenskir jarðfræðingar, m.a. frá Vegagerðinni, Orkustofnun og Jarðtækni- stofunni. Spölur hf. réð til sín ráðgjafafyrirtæki, O.T. Blindheim í Noregi, til að leggja á ráðin um hugmyndir að útboðsformi og hönnunarforsendur. Fjármálalegir ráðgjafar voru einnig Háskóli íslands og breskt fjármálafyrirtæki. Fyrir valinu varð svo- nefnd skilaverktaka, en það er eitt af þeim útboðs- formum, sem rutt hafa sér til rúms á undanförnum árum víða erlendis undir skammstöfuninni BOT (Build - Operate - Transfer) en einnig undir heitinu Modified FIDIC Turn-Key Project. Fjölmörg tilbrigði eru af þessu útboðsformi og verksamningi, sem af leiðir, og hefur verið nefnt skilaverktaka innan vegagerðargeirans en einnig hefur verið notað heitið einkaframkvæmd. Munurinn á þessu tvennu er ekki afgerandi og var æskilegt að málhagir menn taki sig til og komi á einhverri reiðu í nafngif- tum þeim sem lúta að verktöku og útboðsmálum. HVAÐ ER EINKAFRANKVÆND? Einkaframkvæmd er tiltölulega ný aðferð við fjár- mögnun og framkvæmdir innan samgöngu-, orku- eða veitugeirans þar sem eikaaðilar fjárfesta í stórframkvæmdum. Skammstöfunin BOT skýrist þannig: Build - Einkafyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa semur um það við stjórnvöld að fjárfesta í opin- beru mannvirki, t.d. samgöngumannvirki eða virkjun. Fyrirtækið sér síðan um að fjármagna framkvæmdirnar á byggingartímanum. Operate - Framkvæmdaaðilinn (einkafyrirtækið) á og rekur mannvirkið tiltekinn tíma (t.d. 20 ár) og hirðir af því arðinn með notendagjöldum. Transfer - Að loknum rekstrartíma einkaaðilans er mannvirkinu skilað til hins opinbera, ríkis eða staðbundinna yfirvalda. Þessi aðferð var að vísu ekki fundin upp á síð- ustu árum. Má með sanni segja að bygging Súez skurðarins fyrir um 130 árum hafi verið fyrsta einkaframkvæmdin. Að vísu fór kostnaðurinn langt fram úr áætlunum, en sem betur fer fyrir fjárfest- ana varð notkunin einnig mun meiri og því varð Súez-skurðurinn vel heppnað mannvirki. í því til- felli var fjárfestum, þ.e. eigendum hlutabréfa í fé- laginu um skurðinn, veitt einkaleyfi til 99 ára, en slíkt myndi teljast fáheyrt nú á tímum. Það fór líka svo með Súez - skurðinn að ríkisstjórn Egypta- lands yfirtók hann árið 1956, 12 árum áður en tíminn rann út, og varð það tilefni svokallaðs Súez- stríðs milli Egypta annars vegar og Breta og Frakka hins vegar. Það eru ýmsir kostir við þessa aðferð til að fjár- magna framkvæmdir, í t.d. samgöngumálum. Fyrst og fremst græðir sú þjóð þar sem slík fram- kvæmd verður því ekki þarf að borga fyrir fjár- festinguna beint úr ríkissjóði og þar með taka fé frá öðrum mikilvægum verkefnum ríkisins svo sem heilbrigðisþjónustu og skólastarfi. Eingöngu not- endur mannvirkjanna munu greiða fyrir not sín af þeim. Framkvæmdir geta haft jákvæð áhrif á at- vinnulíf umhverfis nýtt mannvirki, en það er óháð 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.