AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 63
Guðmunda Geirmundsdóttir er eini íslenski nemandinn við deildina. Hún er 23 ára Keflvíkingur og stundar nám á 3. ári. Ég ræddi við hana í byrjun janúar til að heyra hen- nar álit á náminu og fá hana til að segja frá þeim verkefnum sem hún hefur fengist við hingað til. Hvers vegna valdirðu þetta nám? „Ég hef alltaf haft áhuga á því að búa til hluti og hugleiddi nám í innanhús- sarkitektúr eða listum en hvarf frá því vegna óljósra atvinnumöguleika og minna öryggis. Við athugun á náms- möguleikum í Noregi rakst ég svo á Teknisk Design og ákvað að sækja um þar. Blandan af raungreinum og sköpunarvinnu var það sem höfðaði til mín. Hvernig líkar þér svo? Ég er mjög sátt við námsvalið og meira að segja kom ýmislegt skemmtilega á óvart. Námsálagið er að vísu mjög mikið en það finnst mér eðlilegt fyrir nám á háskólastigi. Námsvinnan er mjög fjölbreytt með verklegum þáttum, tölvunotkun, upplýsingaöflun, hugmyndavinnslu, lestri og úrlausn verkefna. Mikið er um að verkefni séu leyst í samvinnu nemenda og samstarfsandinn í bekknum er mjög góður. Nemendur læra því hver af öðrum og jákvæð samkepp- ni skapar metnað um að skila verkefnunum sem best af hendi. Aðgangur að vel búnu verkstæði er mjög mikilvægur til að fá skilning og þekkingu á efniseiginleikum og vinnslu- aðferðum." Hvað viltu segja um námið? „Hönnunarverkefnin eru mikilvægasti þáttur námsins. Auk þeirra vil ég sérstaklega VIÐTALVIÐ Guðmundu Geirmundsdóttur «t90tt jafnvægi** nefna kennsluna í form- og litameðferð þar sem nemendur fylgja svipuðu prógrammi og nemendur í arkitektúr. Þetta er mikilvægur þáttur í grunnnáminu þar sem kennd er teikning, form (þrívíddarhönnun), litameðferð og hug- myndameðferð (konsept). Stærðfræðin og aðrar raun- greinar nýtast að vísu ekki í stórum mæli í hönnnun- arverkefnunum, enn þessar greinar gefa hagnýtan grunn fyrir starf og frekara nám og eru auk þess skólun í rökræn- ni hugsun. Það að skipta á milli teiknivinnu og lausnar á stærðfræðiverkefnum gefur gott jafnvægi. Og framtíðin? „Um helmingur nemenda tekur hluta af náminu erlendis. Ég stefni að því að taka 4. árið við Listaháskólann í Helsinki og taka lokaverkefnið vorið 2001. Hvað þá tekur við er ennþá óráðið." vísindum (fílan), stærðfræðigreining 1-3, eðlis- fræði, tölfræði, aflfræði og vélhlutafræði. Form og litameðferð er svo kennd við Arkitektúrdeildina. Um 50% námskeiða eru kennd við Vöruhönnun- arstofnunina (Institutt for produkt-design). Mikil- væg fög hér eru: vinnuvistfræði, samspil manns og vélar, umhverfisvæn hönnun og verkefnastjórnun. Á hverri önn er eitt námskeið þar sem nemendur vinna að raunhæfum hönnunarverkefnum. Verk- efnin eru burðarásinn í náminu og reynt er að tengja önnur námskeið því sem verið er að fást við i verkefnunum. Allt nám í efnisfræði og fram- leiðslutækni er lagt inn í verkefnin. Verkefnum lýkur með kynningu fyrir nefnd sérfræðinga og/eða samstarfsfyrirtækja sem tengst hafa verkefnunum. í hverju verkefni er lögð áhersla á ákveðna þætti hönnunar og vöruþróunarferlisins. RANNSÓKNIR Eitt af markmiðunum með stofnun iðhönnunar- deildar í Þrándheimi var að stuðla að traustari faglegum grundvelli hönnunarstarfsins með aukn- um rannsóknum og samvinnu við aðrar rann- sóknarstofnanir. Norska rannsóknarráðið (NFR) veitti í byrjun 1994 1,1 milljón Nkr. á ári í þrjú ár. Einnig voru veittar 0.5 milljónir frá Scanaluminium. Þrjú rann- sóknarverkefni voru skilgreind og einn styrkur til doktorsnáms tengdur hverju þeirra. Sameiginlegt markmið í öllum verkefnunum var bætt aðferðafræði og hjálpartæki við hönnun. Verkefnin voru: I Aðferðafræði við hönnun með áherslu á efnis- val og þekkingu á framleiðsluferlum. I Umhverfisvæn hönnun og sjálfbær iðnaðar- ferli. I Samspil manns og vélar (Man-machine Interaction). Öll verkefnin hafa nýst vel í uppbyggingu náms- ins og tveir af fyrstu styrkþegum útskrifuðust með doktorsgráðu 1998, en sá þriðji mun Ijúka verk- efninu vorið 1999. Byggð hefur verið upp aðstaða til greiningar á notendaviðmóti vöru og hugbú- naðar (brukbarhetslaboratorium), sem nýst hefur Liósmvndari: Harald Sævarei
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.