AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 33
lega sem vænlegan kost til að knýja farartæki. Fáir tóku undir þessar hugmyndir og allir gátu reíknað út að þetta væri óhagkvæmt. En með tímanum hefur viðhorfið breyst og nú vildu margir vera í sporum Braga, nú þegar íslenska „vetnissamfélagið" er innan sjón- máls. Stofnað hefur verið íslenskt fyrirtæki, íslensk NÝorka, til að hrinda áætlunum um vetnisvæðingu af stað. Fjölmargir aðilar komu að stofnun íslenskrar NÝorku, bæði innlendir og erlendir. Að auki hefur Evrópusambandið styrkt þróunina hér á landi og fyrsti áfangi, rekstur þriggja vetnisknúinna strætisvagna, er á næsta leiti. Þá er verið um þessar mundir að taka í notkun fyrstu afhendingarstöð vetnis fyrir ökutæki. Stöðin, sem er á Grjóthálsi í Reykjavík, er ein sú fyrsta í heiminum. Flvert gæti framhaldið orðið á vetnisævintýrinu? Forráðamenn íslenskrar NÝorku eru hóflega bjartsýnir, enda þurfa þessi fyrstu skref að ganga nokkurn veginn hnökralaust fyrir sig til að hægt verði að halda áfram. Mikið veltur á þróun tækninnar í gerð efnarafala og geymslu vetnis. Enn sem komið er eru ökutæki knúin vetni dýrari í framleiðslu, enda ekki fjöldaframleidd líkt og ökutæki knúin jarðefnaeldsneyti. En ef, og það er stórt ef, allt gengur á besta veg þá munu vetnisbílar verða algeng sjón á íslenskum vegum. Og þegar fram í sækir, kannski eftir áratug eða svo, munu verða skíp knúin vetni. Þessi framtíðarsýn um íslenskt vetnissam- félag, þar sem orkugjafarnir eru innlendir og endurnýjanlegir, hefur vakið heimsathygli. Hver veit nema við verðum fræg fyrir eitthvað annað en fornsögur og Þorsk? ■ A Islandi er næg orka. Vandinn er að finna hentugan orkubera. Iceland has abundant power. The problem is to find a suitable power carrier. 31

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.