AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 28
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulags- og bygginganefndar. „Þorpið er borg, stórborg. Og sú stórborg er þorp.“* „Vöxtur þéttbýlis á fyrri hluta ald- arinnar (20.) er einhver afdrifarík- asta breyting sem orðið hefur á íslensku samfélagi frá landnámi. Afsteypan af styttu Einars Jóns- sonar við Hringbrautina er sem mynd af þessari breytingu - hér mætast sveitasamfélagið og borgarmenningin. Útilegumaður- inn, íslenski kotbóndinn, hefur yf- irgefið söguslóðir dreifbýlisins. Hann stendur við eina af breið- götum Reykjavíkur, bílarnir strey- ma framhjá úr báðum áttum, það þarf að sæta lagi til að komast yfir gangstéttina hinum megin. Til- komumikill tvífari Grettis, Fjalla-Ey- vindar og Bjarts á að vísu eftir að skila byrði sinni í kirkjugarðinn en hefur Ijóslega sett stefnuna suður á Mela. Hann á pantað herbergi á Sögu. „** Reykjavík hefur á tiltölulega stutt- um tíma breyst úr bæ í borg. Slíkri þróun fylgja vissulega ýmsir vaxtarverkir, bæði jákvæðir og neikvæðir. Yngri kynslóðir leggja mikla áherslu á borgargæði og lífsskilyrði í víðum skilningi. Um- hverfi þar sem íbúðarhúsnæði er í háum gæðaflokki, auðvelt er að komast á milli staða og borg sem bðýður upp á fjölbreytta mögu- leika. í nýju Aðalskipulagi Reykja- víkur endurspeglast sú staðreynd að borgin er að verða alþjóðleg. Áhersla er á þéttingu byggðar og betri nýtingu lands sem aftur skil- ar sér í bættri nýtingu grunnkerfa borgarinnar. En þéttingarsvæði innan byggðar eru viðkvæm í meðhöndlun og margt sem taka þarf tillit til. Vegna ungs aldurs Reykjavíkur er auðvelt að lesa sögu hennar í gegnum byggingar- list og yfirbragð byggðarinnar. í Aðalskipulagi 1962-1982 var gert ráð fyrir nýrri gerð steinhúsa í stað gömlu timburhúsanna í miðbæn- um. Sú þróun gekk hægt og síðar komu fram auknar áherslur á verndun gömlu timburhúsanna, ss, Bernhöftstorfunnar, sem gerðu það að verkum að „gamla Reykjavík" hefur varðveist í mið- bænum. í dag vilja fáir vera án þessara húsa sem setja svo sterkan svip á miðborgina. Það er nefnilega mikilvægt að um leið og við skilgreinum okkur sem höfuðborg og alþjóðleg borg þarf að halda fast í ákveðin sérreyk- vísk einkenni. Við getum ekki náð árangri á alþjóðavísu nema með því að halda í sérstöðu okkar og það sem aðskilur okkur menning- arlega og félagslega frá öðrum borgum. Það er flókið viðfangs- efni að halda í sérstöðuna og hafa í huga verndunarsjónarmið um leið og hugað er að því að byggja upp í takt við nýja tíma, þarfir og áherslur. Hugmyndir um stórfellt niðurrif gamalla húsa á sjöunda áratugnum má e.t.v. rekja til þess að mönnum hafi fundist tími til kominn að hrista af sér sveitamennskuna og búa til „alvöruborg". En eins og Róm byggist borg ekki á einum degi, hvert tímabil hefur sinn andblæ og sína sérstöðu. Verkefni skipu- lagsyfirvalda í Reykjavík á næst- unni munu mótast af því að vinna á skapandi hátt með hugtökin verndun og uppbygging. Ekki endilega sem andstæð sjónarmið heldur þannig að lagt sé mat á það hverju sinni, hvað á að vern- da og hvað ekki. Því um leið og lögð er áhersla á þéttingu byggð- ar verðum við að horfast í augu 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.