AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 62
skrifstofurýma. Á annarri og
þriðju hæð eru opin og lokuð
skrifstofurými. Á öllum hæðum
eru kjarnar með lokuðum fundar-
herbergjum, snyrtingum og kaffi-
aðstöðu. Mikil áhersla er lögð á
„gegnsæi” í byggingunni og má
skynja alla bygginguna nánast
hvar sem er á hæðum hússins. Til
að leggja áherslu á þetta eru gólf í
gjánni og flestir stigar í húsinu úr
gleri. í kjallara er 100 manna fjöl-
notasalur og mötuneyti starfsfólks
auk geymsluaðstöðu. Þar er
einnig bílageymsla.
Mikil áhersla er lögð á einfaldleika
og fágun í allri efnismeðhöndlun
og smáatriðum í byggingunni og
vistvæna hugsun í efnisvali. Lang-
veggir byggingarinnar eru úr tvö-
földum staðsteyþtum veggjum
með einangrun á milli. Þannig
fæst sjónsteypuáferð bæði að
utan og innan. Gaflar eru að
mestu úr stáli og gleri. Gólf eru
staðsteypt með innsteyptum hita-
lögnum. Þau eru sérhönnuð þan-
nig að engar burðarsúlur eru á
hæðum hússins. Þök eru úr stáli
og þakeiningum klæddum með
þakpappa. Hluti hússins er
klæddur með kortenstáli sem gef-
ur hlýlegan rauðbrúnan lit á móti
steyptum flötum. Gólf í „gjánni” á
jarðhæð og kjallarahæð eru slípuð
steinsteypa til að leggja áherslu á
hlutverk hennar. Önnur gólf eru
lögð með massívum hlyni sem
gefur rýmunum mýkt.
f byggingunni er sérhannað kerfi
sem byggst á náttúrlegri loftræs-
ingu þannig að vélræn loftræsing
er í lágmarki. Rafræn stýring er á
Ijósum (hreyfiskynjarar), opnanleg-
um fögum og ofnakerfum.
Áhersla er lögð á nýjar tækni-
lausnir í öllum tæknikerfum húss-
ins en um leið hagnýtingu.
Heildarstærð byggingarinnar er
um 3.860 m2og bílageymsla þar
af um 1000 m2. Verkefnið er eins
og áður sagði samvinnuverkefni á
milli KHR as og Arkís ehf. Það var
unnið í nánu samstarfi við yfir-
stjórnendur ístaks frá upphafi og
naut þar við mikillar verkþekkingar
fyrirtækisins. Jan Söndergaard
arkitekt og prófessor við Arki-
tektaakademíuna í Kaupmanna-
höfn og Henrik Richter arkitekt
voru aðalhönnuðir á danskri grun-
du, en Egill Guðmundsson, Birgir
Teitsson og Elín G. Gunnlaugs-
dóttir arkitektar voru aðalhönnuðir
á íslenskri grundu. Hönnunar-
deild ístaks sá um burðarþols-
hönnun hússins, Raftákn um raf-
hönnun, VSB, verkfræðistofa um
lagnahönnun og VSI, verkfræði-
stofa um brunatæknilega hönn-
un. ■
60