AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 51
Vindurinn er eitt af því sem við
þekkjum öll. Útlendingar hafa
oft orð á því að vindurinn sé
eitt af þessum séríslensku fyr-
irbrigðum. Oft stend ég sjáfla
mig að því að velja efni sem
hreyfist ef ég blæs á það.
Hverir eru eitt af þeim náttúru-
undrum sem við höfum hér. í
þeim eru endalaus mynstur
og stanslausar litabreytingar,
sem gerir þá óendanlega og
skemmtilega að skoða. Mínir
hverir voru úr rúskinni á næf-
urþunnu tjulli og chiffoni.
í þókinni Gersemar og þarfa-
þing, sögu þjóðminjasafnsins
er að finna ýmsa skemmtilega
hluti. Islenskar gersemar urðu að skemmtilegu munstri þar sem hið íslenska víravirki var haft til fyrirmyndar.
Hraun getur stundum veríð eins og hrafntinna og áferðirnar sem þar er að finna óendanlegar. Hér hef ég not-
að hraunform í rykkingu í sérstöku solstiss blúnduefni og líka í af rykkingu í satin efni.
Ljósmyndarinn Klaus Francke gaf út bók þar sem loftmyndir hans af íslenskri náttúru sýna ennþá betur það
skrýtna og sérkennilega landslag sem við búum við. þessi bók var tilefni til margra sérkennilegra áferða sem
urðu til fyrir stóra sýningu í Mílanó. Hvort sem myndirnar í bók hans voru af landi eða vatni þá sýna þær ekkert
nema mynstur og áferðir og þar er ekkert yfirþorð slétt. Hraun, þetta sérlega skemmtilega viðfangsefni. Það er
ekki erfitt að sjá hér hver áhrifin á endanlegu efnisvali eru. Hraun hefur þann skemmtilega eiginleika að það eru
óendanlegar útgáfur af áferð sem hægt er að fá. Hvort sem hraunið er myndað eða horft á sýn Kjarvals á
hrauni, þá er það magnþrungið og litirnir einstakir.
Hvern einasta vetur kemur snjór úr lofti og þekur landið. Áferðirnar sem snjórinn gefur eru í mörgum formum
og tilfinningin sem við upplifum margvísleg. Kvöldsólin og mikið frost, skítugur snjór, hafís.
Litirnir sem víða er hægt að sjá í fjöllum í kringum hverasvæði eru undraverðir, hvort sem þeir eru gullnir, rauð-
brúnir, gulir, bleikir, gráir eða hvítir, en þetta landslag gefur okkur mikla sérstöðu. Einnig er hægt að finna
áferðir í fjöllunum sem skila sér í allskonar
áferðum, rykkingu og prentuðu mynstri. Að
hanna línu sem sýnir þig getur ekki verið ann-
að en að líta í eigin barm og þá kemur sterk-
lega í Ijós hvaðan fegurðarskynið kemur, og
því lengur sem ég hanna,
því nær kemst ég að uppruna þess. Þó svo
að ég vilji ekki viðurkenna það alltaf
fyrir sjálfri mér, að mitt fegurðarskyn sé ís-
lenskt, og leiti annað til að verða fyrir
áhrifum þá enda ég yfirleitt á íslandi þegar ég
kafa nógu djúpt. Það hefur tekið
bæði tíma og langar dvalir erlendis að kynn-
ast tískuheiminum en ég get sagt með
sanni að fatahönnun er grein sem margir leg-
gja fyrir sig og er í hávegum höfð í
tískuborgunum. Það væri óskandi að fata-
hönnun yrði einnig sú atvinnugrein hér. ■