AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 36
Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur Borgarfræðasetri, Skipulags- og byggingarsviði Þétting byggðar í Reykjavík fyrr og nú Þétting byggðar er skipulagsað- gerð sem skýtur upp kollinum á seinni hluta 20. aldarinnar og hef- ur á síðustu 20 árum verið ríkjandi stefna í skipulagsáætlunum flestra vestrænna borg. Þétting byggðar er ekki uppfinning einstakra skipulagsfræðinga né byggir á djúphugsaðri hugmyndafræði, heldur er fremur um að ræða við- brögð yfirvalda og markaðarins við þróun landnotkunar og land- verðs innan borga. Ekki þarf að fjölyrða um þau hagrænu, um- hverfislegu og félagslegu rök sem mæla með þéttingu byggðar og endurskipulagningu vannýttra svæða innan borga. Andstaðan við gegndarlausa útþenslu borga og stöðugt landnám nýrra „ósnortinna" svæða í útjaðri borga, með tilheyrandi aukningu í vegalengdum, orkunotkun og kostnaði við vega- og veitukerfi, hefur aukist mikið á undanförnum árum. Að sama skapi hefur stuðningur við umhverfisvernd, sjálfbæra þróun, endurreisn mið- borga og almennt mannvænni borgir aukist. þétting byggðar er rökrétt afleiðing af þessum áherslubreytingum. Hvað er þétting byggðar? Þétting byggðar hlýtur að merkja nettóaukningu byggingarmagns eða nettófjölgun íbúa og/eða star- fa á flatareiningu innan borgarinn- ar. Aukið byggingarmagn á flatar- einingu þýðir hinsvegar ekki ávallt þéttari byggð. Ef t.d. vörugeymsl- ur, sem venjulega eru fámennir vinnustaðir, eru byggðar á svæði þar sem áður var vinnuaflsfrek verksmiðja, er ekki um þéttingu þyggðar að ræða þó byggíngar- magn á flatareiningu hafi ef til vill aukist. Annar vandi kemur upp þegar túlka þarf hvort endurskipu- lagning atvinnusvæðis í íbúðar- svæði hafi í för með sér þéttingu byggðar eða ekki. Ef 200 störf leggjast af á tilteknu svæði en í staðinn flytjast á svæðið 100 íbú- ar, þýðir það minni eða aukinn þéttleika byggðar? Ljóst er að erfitt er að finna algildan mæli- kvarða á þéttingu eða þéttleika byggðar. Skynsamlegast er að meta þéttinguna í Ijósi þess lands sem sparast í útjaðri borgarinnar, sparnaðar í vegalengdum, í stofn- kostnaði gatna- og veitukerfis, nýtingu þjónustustofnana og með hvaða hætti þéttingin þætir þá byggð sem fyrir er og að hvaða leyti hún getur haft neikvæð áhrif á aðliggjandi byggð. Sögulegt yfirlit yfir þéttingu byggðar í Reykjavík Af ýmsum ástæðum þróaðist Reykjavík ekki sem samfelld borg á tímabilinu 1940 og fram á 6. áratuginn. Á fyrri hluta 5. áratug- arins tók íbúðarbyggð að rísa í Sundunum og Langholti, á svæð- um sem voru fjarri hinni samfelldu borgarbyggð innan Hringbrautar. Það sem einkum réði þessari þró- un var eignarhald á landi, rík land- búnaðarsjónarmið þannig að ekki var vilji til að ganga á land bú- jarða, einstakar framkvæmdir eins og bygging kleppsspítala og vega- og lagnaframkvæmdir í tengslum við hann, umsvif vegna hernámsins og tæknileg vankunátta til að byggja á mýrum. Þetta gerði það að verkum, að eftir að byggð hafði risið á svæð- unum vestur og suður af klepps- spítala tók Reykjavík í raun að vaxa innávið. Samkvæmt þessu mætti fullyrða að byggðin í Reykjavík, vestan Elliðaáa, hafi verið að þéttast allar götur síðan á 5. áratugnum og sú þróun sé enn í gangi og muni halda áfram næstu áratugina. Hæpið er þó að fella þessa þyggðaþróun að hefðbundnum skilgreiningum á þéttingu byggðar. Fyrstu eiginlegu þéttingarsvæðin rísa á 8. áratugn- um, við Bústaðaveginn, þar sem garðyrkjustöðvar viku fyrir íbúðar- byggð. Áður hafði braggabyggð- um víða verið rutt úr vegi fyrir nú- tímalegra íbúðarhúsnæði. Það er þó ekki fyrr en á 9. áratugnum sem verulegur kraftur kemst í þéttingu byggðarinnar, en þétting byggðar var yfirlýst stefna borgarstjórnarmeirihlutans 1978 til 1982. Ekki náðu allar þéttingar- hugmyndirnar fram að ganga en mörg ný íbúðarhverfi risu innan byggðarinnar á næstu árum, t.d. í Suðurhlíðum, Efstaleiti, við Eiðs- granda og Skúlagötu (1. og 2. mynd). Tvö síðastnefndu svæðin eru skólabókardæmi um þéttingu byggðar, þar sem úr sér gengn- um athafnasvæðum í jaðri mið- borgar var breytt í þétta íbúðar- byggð. Þétting byggðar hefur verið stöðugt viðfangsefni skipu- lagsyfirvalda í Reykjavík síðan þá, þó þéttingarverkefnum hafi heldur fækkað og þau minnkað að um- fangi á fyrri hluta 10. áratugarins. Á allra síðustu árum hefur færst nýr kraftur í endurskipulagningu vannýttra svæða innan borgarinn- ar og eru skýrustu dæmin um hana Sóltúnssvæðið og Skugga- hverfið. Stefna um joéttingu byggð- ar í gildandi skipulagsáætl- unum Aukin áhersla á þéttingu byggðar birtist í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 -2024 og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.