AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Blaðsíða 18
Nikulás Úlfar Másson, arkitekt skipulagsfulltrúa Byggt í samhengi Mikilvægt er hverri þjóð að vernda þann hluta menningararfsins sem felst í eldri byggð. Erlendis þykir eðlilegt að taka tillit til þess sem á undan er gengið og hefur sú stefnumörkun verið sett inn í öll viðmið varð- andi þróun og uppbyggingu þéttbýliskjarna fyrir mörgum áratugum. Hin síðustu ár hafa yfirvöld bæði á Norðurlöndum og í Bretlandi verið að festa þessa hugsun í sessi í menn- ingar- og byggingarlistastefnu. Hér á landi hefur um þessi mál myndast nokkuð góð sátt á undanförnum árum þó að alltaf heyrist þau sjónarmið að nútíminn eigi hverju sinni að fá að hafa frjálsar hendur varðandi breytingar á hinu byggða umhverfi og setja óheft mark sitt á það. Þessu er yfir- leitt haldið fram með því fororði að bygging- ararfur okkar sé ekki eins merkilegur og byggingararfur þeirra þjóða sem við miðum okkur helst við; litið er til útlanda með glýju fyrir augunum. Sé miðað við byggingarhefðir annarra landa á aðkoma sérmenntaðra hönnuða að byggingarmálum á íslandi sér stutta sögu. þetta er greini- legt í eldri hverfum Reykjavíkur þar sem byggingararfurinn hefur yfir sér alþýðlegri blæ en gengur og gerist í öðrum höfuð- borgum auk þess sem þessi svæði byggðust upp án eiginlegs skipulags. þetta er sérstaða hins sögulega hluta Reykjavíkur í alþjóðlegu samhengi og hefur því ótvírætt gildi til varðveislu. í upphafi tuttugustu aldar var farið að huga að gerð skipulags fyrir Reykjavík. Ekki skyldi byggja á þeirri óreiðu sem fyrir hendi var heldur var fyrirmyndin erlendar stór- borgir, t.a.m. randbyggingar Kaupmanna- hafnar. Niðurstaðan er sú að í eldri hverf- um hafa verið byggð stærri steinhús sem eru oft á skjön við byggðina sem fyrir var. Að auki var gildi gamalla bygginga sem sameiginlegs menningararfs þjóðarinnar ekki metið og hús oft fjarlægð á tilviljunar- kenndan hátt til að rýma fyrir nýbyggingum. Skoðanir hafa verið skiptar um það með Gunnlaugsson architeot, 1990. Laufásvegur 13. Nýbygging feilur vel að byggðamynstri svæðisins. Hönnuður: Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt, 1990. The new building fits well into the building pattern of the area. Design: Guðmundur Pósthússtræti 13. Þakform nýbyggingar spilar sérlega vel með þakformum tveggja alda. Hönnuðir: Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson 1981. The new building’s roof form is harmonious with those of two centuries. Design: Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson 1981. 16 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.