AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 15
2. sá staður þar sem flest félagsleg samskipti fólks eiga sér stað nú á tímum. Verslun verður því að geta aðlagast þeim kröfum sem samfélagið gerir um t.d. stærð og fjölbreytileika. Ef verslun getur ekki uppfyllt kröfurnar á einum stað, þá mun verslunin einfaldlega finna annan stað sem gefur betri tækifæri. þetta gerðist á sjöunda áratugnum þegar bannað var að koma upp nýju verslunarplássi í miðbænum og verslun fór að skjóta rótum í iðnaðarhverfum, t.d. í Skeifunni. það er grátbros- legt að miðbæjarbragurinn sem verndunarsinnar eru að reyna að halda í mun hverfa af braut að hluta til vegna verndunarinnar. Miðborginni yrði í raun betur farið ef ekkert væri verndað, og öll uppbygging yrði leyfileg innan ramma hæðar og götulínu. Byggingarlist tjáir þarfir, langanir og hugmyndarflug samfélagsins. Byggingarlist hvers tíma er besta mælistikan á menningarstig þjóð- félagsins. En hvað gerist þegar fortíðarrómantíkin yfirtekur bygg- ingarlistina og byggingar eru reist- ar eins og gömul hús; ný gömul hús? ... Segir það eitthvað um menningarstig þjóðfélagsins? Er verið að segja að þjóðfélagið hafi lækkað um menningarstig? Að fortíðin sé fremri en nútíðin? Tvö dæmi um fortíðarstefnu í bygging- arlist eru t.d. Bretiand á áttunda áratugnum þar sem starf bygg- inganefnda snerist um að við- halda sögulegu yfirbragði hverfa. Til varð heil fortíðararkitektastefna sem enginn hafði fyrirhugað eða í raun vildi. Enn verri var fortíðarhyggja þýska Nasista- flokksins í byggingarlist hins hreina aríska kynstofns. því miður virðast íslendingar ætla að falla í gryfju fortíðarrómantíkurinnar með nokkrum nýlegum verkum í mið- borg Reykjavíkur. (4) Er ekki tími til kominn að leyfa úr- eltu húsnæði að falla undir breyt- ingar, flutning eða niðurrif? Förum að horfa til væntinga og drauma samfélagsins og byggjum hús sem tjá framsækni og styrk þjóðfélagsins, í stað þess að lifa í þeirri firringu að fortíðin sé betri en dagurinn í dag. ■ 13

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.