AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Af stjórn oe framkvæmd skipulagsmála
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri ríkisins
Skipulags- og byggingarlög, sem
komu til framkvæmda árið 1998,
breyttu verulega umgjörð skipu-
lagsmála hér á landi. Þau báru
með sér margt nýtt sem kallaði á
breytt vinnubrögð, nálgun og viðhorf
við skipulagsgerð hjá ráðgjöfum,
embættismönnum og stjórnmála-
mönnum. Á sama tíma hefur einnig
vitund almennings um umhverfis-
mál og um réttindi og hagsmuni
tengda landnotkun og ákvörðunum
um mannvirkjagerð vaxið verulega.
Framkvæmd skipulags- og bygg-
ingarlaga hefur verið nokkuð far-
sæl. Skipulagsmál eru hinsvegar
umfangsmikill málaflokkur sem er
ætlað að halda utan um þróun í
síkvikri veröld og þess vegna er seint
fulllært. Við þurfum sífellt að vera að
fara yfir hvernig staðið er að sam-
ráði og ákvarðanatöku; hversu virk
hin eða þessi nálgun í aðalskipulagi
er; hvernig tilteknir skilmálar í deili-
skipulagi virka í reynd; hvernig okkur
líður í því umhverfi sem við mótum
og hvernig það stuðlar að eða vinnur
gegn stefnu samfélags okkar um
sjálfbæra þróun til lengri framtíðar.
Liður í þvi að læra af reynslu og þróa
skipulagskerfið er endurskoðun lag-
arammans, en nú stendur einmitt yfir
endurskoðun skipulags- og bygg-
ingarlaga.
Yy//) Aðalskipulag í vinnslu
| Aðalskipulag skv. gildandi lögum fyrir allt sveitarfélagið
HC Aðalskipulag skv. gildandi lögum fyrir hluta sveitarfélags
| Aðalskipulag skv. eldri lögum fyrir allt sveitarfélagið
Aðalskipulag skv. eldri lögum fyrir hluta sveitarfélags
| Ekkert aðalskipulag i gildi
______________________________Daqs. 4. nóvember 2004
Öll sveitarfélög eiga að hafa gengið frá aðalskipulagi árið 2008. / All local authorities should have completed
their development plans by 2008.
1 6 avs