AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 62
Glerlist á sporbaug út í heim
Kristin Helga Gunnarsdóttir, blaðamaður og rithöfundur
Hún nefnir þau „orbin" sín, en himin-
tunglin gætu þau líka kallast á
íslensku. Þarna eru á ferðinni hring-
laga veggskúlptúrar úr endurunnu
gleri þar sem mildir og kraftmiklir litir
leika sér í abstrakt jafnt sem fígúra-
tívu myndverki. Glerverkin eru unnin
af listakonunni Ellu Rósinkrans og
hafa heillað listunnendur og fagur-
kera víða um heim frá því hún hóf
að vinna með hið hjúpaða form á
liðnu sumri. Þótt stutt sé frá því Ella
Rósinkrans hóf að vinna að himin-
tunglunum sínum hafa þau fundið
sér festingar í Bandaríkjunum,
Svíþjóð, Noregi, Danmörku,
Hollandi, Ítalíu og Frakklandi.
Elínborg Kjartansdóttir, myndlistar-
maður, hefur unnið við listsköpun
og hönnun undanfarin fimmtán ár
og meðal annars hannað fyrir hina
þekktu verslunarkeðju, Oasis, í
Bretlandi. Verk hennar prýða einn-
ig mörg af stærstu fyrirtækjum
hérlendis ásamt fjölda heimila.
„Hringformið er sældarform. Glerið
er gegnsætt og heíðarlegt efni
sveipað töfraljóma. Ferningur heldur
svo utan um hringformið og veit-
ir velsældinni öryggið," segir Ella
Rósinkrans um himintunglin sín.
„Orbin“ eða himintunglin vöktu
mikla athygli á menningarnótt
Reykjavíkurborgar þar sem Ella
frumsýndi verkin í ágúst síðastliðn-
um. „Upp frá því virðast þau hafa
öðlast sjálfstætt líf,“ segir listakonan,
„Orbin eru lögst í ferðalög á spor-
baug um heiminn." Það er mikil eftir-
spurn eftir „orbunum“ hennar Ellu
og tilboð um sýningar hafa komið
víða að frá Evrópu og Ástralíu.
Með rætur vestur á Önundarfirði
hefur listakonan farið langan veg.
Eftir myndlistarnám hér heima fyrir
lá leið Ellu til Chile í Suður-Ameríku
þar sem hún lagði stund á listnám
og hönnun. Þar bjó hún og starfaði
um árabil og má skynja áhrif fram-
andi menningarstrauma í verkum
hennar. Hún hefur fengist við fjöl-
breytt listform í gegnum tíðina og
meðal annars unnið með margs-
konar málma, en undanfarin fimm
ár hefur hún einbeitt sér að gleri.
Nú stendur yfir sýning á himin-
tunglum Ellu í íslenska sendiráðinu
við Strandgade í Kaupmannahöfn
og var hún opnuð með viðhöfn á
dögunum. Að auki hefur listakonan
afnot af íbúð við
Strikið þar sem
gestir og gangandi
geta barið augum
verk hennar eftir
samkomulagi. Tívolí
í Kaupmannahöfn
bauð Ellu einnig að
sýna verk sín í sýn-
ingarrými við aðal-
inngang garðsins og
stendur sú sýning
yfir samtímis. Ásamt
því hefur Kaffi Jónas
í Kaupmannahöfn
tekið verk henn-
ar til sýningar.
„Ætli ég sé ekki að
fagna lífinu í verkum
mínum, umfaðma
það og grípa,“ segir
listakonan um verk
sín. Hughrifin leyna
sér ekki. „Carpe
diem,“ eða „gríptu
daginn" eru skýr
skilaboð himintungl-
anna - fagnandi
verur og jarðnesk