AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 62
Glerlist á sporbaug út í heim Kristin Helga Gunnarsdóttir, blaðamaður og rithöfundur Hún nefnir þau „orbin" sín, en himin- tunglin gætu þau líka kallast á íslensku. Þarna eru á ferðinni hring- laga veggskúlptúrar úr endurunnu gleri þar sem mildir og kraftmiklir litir leika sér í abstrakt jafnt sem fígúra- tívu myndverki. Glerverkin eru unnin af listakonunni Ellu Rósinkrans og hafa heillað listunnendur og fagur- kera víða um heim frá því hún hóf að vinna með hið hjúpaða form á liðnu sumri. Þótt stutt sé frá því Ella Rósinkrans hóf að vinna að himin- tunglunum sínum hafa þau fundið sér festingar í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu og Frakklandi. Elínborg Kjartansdóttir, myndlistar- maður, hefur unnið við listsköpun og hönnun undanfarin fimmtán ár og meðal annars hannað fyrir hina þekktu verslunarkeðju, Oasis, í Bretlandi. Verk hennar prýða einn- ig mörg af stærstu fyrirtækjum hérlendis ásamt fjölda heimila. „Hringformið er sældarform. Glerið er gegnsætt og heíðarlegt efni sveipað töfraljóma. Ferningur heldur svo utan um hringformið og veit- ir velsældinni öryggið," segir Ella Rósinkrans um himintunglin sín. „Orbin“ eða himintunglin vöktu mikla athygli á menningarnótt Reykjavíkurborgar þar sem Ella frumsýndi verkin í ágúst síðastliðn- um. „Upp frá því virðast þau hafa öðlast sjálfstætt líf,“ segir listakonan, „Orbin eru lögst í ferðalög á spor- baug um heiminn." Það er mikil eftir- spurn eftir „orbunum“ hennar Ellu og tilboð um sýningar hafa komið víða að frá Evrópu og Ástralíu. Með rætur vestur á Önundarfirði hefur listakonan farið langan veg. Eftir myndlistarnám hér heima fyrir lá leið Ellu til Chile í Suður-Ameríku þar sem hún lagði stund á listnám og hönnun. Þar bjó hún og starfaði um árabil og má skynja áhrif fram- andi menningarstrauma í verkum hennar. Hún hefur fengist við fjöl- breytt listform í gegnum tíðina og meðal annars unnið með margs- konar málma, en undanfarin fimm ár hefur hún einbeitt sér að gleri. Nú stendur yfir sýning á himin- tunglum Ellu í íslenska sendiráðinu við Strandgade í Kaupmannahöfn og var hún opnuð með viðhöfn á dögunum. Að auki hefur listakonan afnot af íbúð við Strikið þar sem gestir og gangandi geta barið augum verk hennar eftir samkomulagi. Tívolí í Kaupmannahöfn bauð Ellu einnig að sýna verk sín í sýn- ingarrými við aðal- inngang garðsins og stendur sú sýning yfir samtímis. Ásamt því hefur Kaffi Jónas í Kaupmannahöfn tekið verk henn- ar til sýningar. „Ætli ég sé ekki að fagna lífinu í verkum mínum, umfaðma það og grípa,“ segir listakonan um verk sín. Hughrifin leyna sér ekki. „Carpe diem,“ eða „gríptu daginn" eru skýr skilaboð himintungl- anna - fagnandi verur og jarðnesk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.