AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Framkvæmd skipulags í Reykjavík
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaöur skipulags- og byggingarnefndar
Myndir: Gatnamálastofa.
Reykjavík hefur á tiltölulega stutt-
um tíma breyst úr bæ í borg með
tilheyrandi hliðarverkunum, bæði
jákvæðum og neikvæðum. Um
miðja síðustu öld óx borgin hratt inn
á við og stækkaði, ný hverfi byggð-
ust upp s.s. Hlíðar, Melar, Tún,
Vogar, Lækir og Sund. Mikil þensla
var á öllum sviðum og á áttunda
og níunda áratugnum byggðust
upp úthverfi borgarinnar, Árbær,
Breiðholt og síðan Grafarvogur
og Grafarholt. Byggð svæði innan
borgarmarkanna hafa því stækkað
gríðarlega mikið á fáum áratugum.
Tilhneigingin hefur verið sú að brjóta
ætíð nýtt land undir ný hverfi enda
er það oftast nær einfaldasta og
fljótlegasta aðferðin við uppbyggingu
nýrra íbúðahverfa. Það má líka setja
þessa tilhneigingu í samfélagslegt
samhengi. Nýtt ungt borgarsam-
félag, sem var orðið nokkuð vel-
megandi upp úr seinna stríði, var
nú tilbúið að breiða úr sér, fara að
fjárfesta í nýrra og stærra húsnæði
með meira rými umhverfis en áður
- og tilkoma einkabílsins „dró úr“
vegalengdum milli heimila og vinnu-
staða. Þannig sjáum við að elsta
byggð borgarinnar í Kvos, Vesturbæ
og Þingholtum, byggðin sem varð
til áður en bílaeign varð almenn, er
ein sú þéttasta miðað við flatarmál.
Þéttleikinn er einnig nokkur í þeim
hverfum sem byggðust um miðja
tuttugustu öldina en það er fyrst í
nýju úthverfunum sem byggjast upp
á sjöunda og áttunda áratugnum að
byggðin verður strjálli. Ástæðan er
meðal annars sú að í úthverfum er
oft og tíðum ódýrara að byggja fyrir
framkvæmdaraðila,
eins og komið verður
að hér síðar. Ef þétt-
leiki hverfa er borinn
saman (fjöldi íbúða á
hektara) milli nokkurra
hverfa, kemur í Ijós að
í Vesturbænum eru að
meðaltali 34,9 íbúðir
á hektara, í Hlíðum
eru þær 28,9 á hvern
ha, í Staðarhverfi
10 á hvern ha og
í Foldahverfi eru
að meðaltali 12,5
á hverjum ha. í
næsta nýbygginga-
svæði Reykjavíkur,
Úlfarsárdal, er þétt-
leikinn hins vegar mun
meiri en hefur tíðkast
í úthverfunum, eða
32 íbúðir á hektara.
f samþykktu Aðal-
skipulagi Reykjavíkur
er þétting byggðar
lykilhugtak m.a. vegna
þess að fólk verður sífellt meðvitaðra
um ýmsa neikvæða þætti dreifðrar
byggðar. Reyndar á þetta ekki bara
við um Aðalskipulag Reykjavíkur
heldur einnig annarra sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu og endurspegl-
ast það í Svæðisskipulagi höfuðborg-
arsvæðisins. Þétting byggðar snýst
nefnilega um lífs-gæði öðru fremur -
lífsgæði bæði núverandi og komandi
kynslóða. Þau gæði sem felast í því
að umferð og loftmengun minnkar,
vegalengdir styttast og mannlíf verður
þroskaðra. Það var t.d. athyglivert að
sjá í könnun sem nýlega var gerð á
þjónustu Reykjavíkur að borgarbúar
telja helstu galla borgarinnar vera
mikla bílaumferð, slæmt gatnakerfi,
slæmar almenningssamgöngur og
að borgin sé of dreifð. Ef betur er að
gáð kemur í Ijós að allir snúast þessir
þættir um skipulag. Engu að síður
hefur hugtakið þétting byggðar á sér
neikvætt yfirbragð, sem er kannski
ekki svo óeðlilegt þegar haft er í huga
að þétting felur oft og tíðum í sér
mikla breytingu á því umhverfi sem
fólk hefur búið við áratugum saman.
En skoðum nú nánar hvað verið er
að gera með skipulagi. Skipulag er
í raun rammi utanum lífsgæði. Þau
tæki sem sveitarfélög hafa til að
móta þessa ramma, lögum sam-
kvæmt, eru annars vegar aðalskipu-
lag og hins vegar deiliskipulag.
í aðalskipulagi eru stóru línurnar
lagðar og markmið og leiðar-
Ijós sveitarstjórnar um framtíð
sveitarfélagsins sett fram, en í
deiliskipulagi er fjallað nánar um
útfærslu byggðar í umhverfinu og
tekið á þáttum s.s. byggingar-
formum, hljóðvist og hvaða kröfur
eru gerðar varðandi bílastæði.
í þessu samhengi er rétt að minna
á það að í deiliskipulagi er hægt að
ákveða þéttleika byggðar og hvernig
Gamli miðbærinn. / The old centre