AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 12
ÞEMA / THEME Sigríöur Anna Þórðardóttir, umhverfisráöherra. Skipulagsmál varða almenning og atvinnulíf mjög miklu og óhætt er að fullyrða að við höfum öll með ein- hverjum hætti skoðun á því hvern- ig okkar nánasta umhverfi eigi að vera. Það er því afar þýðingarmikið þegar unnið er að gerð skipulags að sjónarmið þorgaranna og ann- arra hagsmunaaðila komi fram og þeir nýti sér þann rétt sem þeir hafa til að láta skoðun sína í Ijós. Segja má að við gerð skipulagsáætlana eigi sér stað samtal milli stjórnvalda, þ.e. sveitarfélaganna, þorgara lands- ins og annarra hagsmunaaðila um hvernig umhverfi við viljum búa í. Með tilkomu núgildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 varð talsverð breyting á skipulagskerfinu hér á landi. Þannig var m.a. ábyrgð á framkvæmd skipulagsgerðar færð að verulegu leyti frá ríki til sveitarfé- laga og skipulagsstjórn ríkisins lögð af. Skilgreindar voru þrjár tegundir skipulagsáætlana, svæðisskipu- lag, aðalskipulag og deiliskipulag, og allt landið var gert skipulags- skylt. Þannig þurfa öll sveitarfélög í landinu að Ijúka gerð aðalskipulags fyrir allt land í viðkomandi sveitarfé- lagi og þeirri vinnu á að vera lokið í árslok 2008. Með lögunum var sett fram nýtt markmið með gerð skipulagsáætlana sem felst í því að stuðla að sjálfbærri þróun. Einnig var skilgreint sérstakt skipulagssvæði miðhálendisins og fer nú sérstök nefnd, samvinnunefnd miðhálend- isins, með skipulagsmál þar. í umhverfisráðuneytinu er nú unnið að heildarendurskoðun skipu- lags- og byggingarlaga á grundvelli fenginnar reynslu af framkvæmd laganna og nýrra sjónarmiða sem komið hafa fram á síðustu árum um gerð og framkvæmd skipulags. Nú eru starfandi tvær nefndir sem vinna að framangreindri endurskoðun og lýtur endurskoðun skipulagslaga m.a. að því að fara yfir hvert hlutverk ríkisvaldsins og sveitarstjórna skuli vera í framtíðinni við gerð skipu- lags, eínkum hvað varðar almenna stefnumörkun í skipulagsmálum. Ég vil hér rekja nokkur atriði sem gert er ráð fyrir í væntanlegu frum- varpi til skipulagslaga. Áfram er gert ráð fyrir þremur stigum skipulags- áætlana sveitarfélaga, þ.e. svæðis- skipulagi, aðalskipulagi og deiliskipu- lagi, en auk þeirra er gert ráð fyrir að umhverfisráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um landsskipu- lagsstefnu til 12 ára, sem yrði þá nýmæli hér á landi. Eins og nú gildir er gert ráð fyrir að höfuðábyrgð á skipulagsgerð sé hjá sveitarfélögum en jafnframt er viðurkennd þörf á að ríkið leggi til heildstæða sýn í skipu- lagsmálum, landsskipulagsstefnu, sem leggja beri til grundvallar við skipulagsgerð sveitarfélaga. Með landsskipulagsstefnu, sem getur náð til landsins alls eða einstakra landshluta, er ætlunin að mörkuð sé stefna stjórnvalda í skipulagsmálum sem varða almannahagsmuni. Þá ber í landsskipulagsstefnu að út- færa stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun með tilliti til skipulagsgerðar sveitarfélaga og eftir þörfum að sam- ræma stefnu opinberra aðila um landnotkun, m.t.t. efnahagslegra og félagslegra sjónarmiða, auk umhverf- issjónarmiða. Sem dæmi um þætti sem ég tel rétt að fjallað sé um í landsskipulagsstefnu er samræmd stefna um landnotkun á miðhá- lendinu. Hlutverk landsskipulags- stefnu er því að skapa leiðarljós fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og setja fram stefnu sem varðar hagsmuni almennings en einstakar skipulags- ákvarðanir og útfærsla þeirra verði áfram hjá sveitarfélögunum enda mikilvægt að framkvæmd skipulags- mála sé sem næst borgurunum. Þá er nauðsynlegt að skýra betur hlutverk mismunandi skipulags- áætlana, tryggja eðlilegt samspil og samræmi á milli skipulagsstiga og auka skilvirkni og sveigjanleika í skipulagsgerð. Gert er ráð fyrir skýr- ari fyrirmælum en áður um kynningu og samráð við gerð skipulagsáætl- ana, bæði gagnvart almenningi og opinberum aðilum. Einnig verði sett fyrirmæli um umhverfismat skipu- lagsáætlana, í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og Evrópuráðsins um það efni frá árinu 2001. Megininntak þeirra hugmynda sem hér hefur verið lýst, þ.e. um hlutverk skipulagsáætlana á mismunandi skipulagsstigum og samspil þeirra, um samráð, umhverfismat og skil- virk skipulagsferli, lýtur að því að tryggja betur að skipulagsákvarðanir eigi þátt í að stuðla að sjálfbærri þróun en jafnframt að okkur takist sem best að ná fram öðrum mark- miðum skipulagslaga. Skipulagskerfi og skipulagsáætlanir þarf að þróa með tilliti til samfélagsbreytinga og viðhorfa á hverjum tíma. Þær hug- myndir að breytingum sem ég hef rakið hér byggjast á því að gera skipulagskerfið betur til þess fal- lið að takast á við ákvarðanir um landnotkun og byggðaþróun á komandi árum og áratugum hér á landi. Tillögurnar endurspegla jafn- framt þá lagaþróun sem átt hefur sér stað á sviði skipulagsmála í Norður-Evrópu, að teknu tilliti til sérstakra aðstæðna hér á landi. ■ l 2 avs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.