AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 29
Samráð við íbúa í mótun skipulags
Hildur Kristjánsdóttir, mannfræöingur, M.Sc. á sviöi sjálfbærrar þróunar
Þátttaka íbúa eða samráð við
íbúa er tiltölulega nýtt fyrirbrigði
í mótun skipulags hér á landi.
Samkvæmt skilgreiningum, sem
fram hafa komið, er um að ræða
samstarf íbúa og ákvörðunar-
tökuaðila um mótun skipulags.
Með skilvirku samráði við hags-
munaaðila og virðingu fyrir
ólíkum hagsmunum og sjón-
armiðum skapast skilyrði fyrir
góðum árangri í mótun skipulags
og betri lausnum á því sviði.
Vsixandi áhersla á
samráð
Segja má að frá 6. áratugnum hafi
áhersla á þátttöku almennings í
mótun samfélags og umhverfis
síns farið vaxandi. Aukin þátttaka
almennings er nú almenn stefna
í skipulagi á Vesturlöndum og í
mörgum löndum hafa verið sett
lög um rétt almenníngs til aðild-
ar að ákvarðanatöku, sem snertir
umhverfi þeirra. Hér á íslandi segir
í 9. grein Skipulags- og byggingar-
laga, nr. 73 /1997: „Við gerð skipu-
lagsáætlana skal eftir föngum leita
eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa
og annarra þeirra sem hagsmuna
eiga að gæta um mörkun stefnu
og skipulagsmarkmið“. í skipulags-
reglugerð um kynningu og samráð
segir: „Leitast skal við að marka
stefnu og áherslur skipulagstillögu
í sem mestri samvinnu við íbúa og
aðra hagsmunaaðila og kynna áform
um skipulagsgerð með áberandi
hætti, s.s. með auglýsingum, dreifi-
bréfum eða fundum, og leita eftir
skoðunum þeirra varðandi helstu
áherslur. Eftir því sem líður á mótun
skipulagstillögu skal áfram leitað eftir
virkri samvinnu við hagsmunaaðila
um endanlega mótun tillögunnar".
Eins og sést í tilvitnunum hér að
ofan eru ekki skýrar leiðbeiningar
um það hve mikið samráð skuli haft
við íbúa og/eða aðra hagsmunaaðila
eða hvernig það skuli framkvæmt.
Hvernig samráð?
Til eru ýmsar aðferðir til samráðs við
íbúa á hinum ýmsu stigum skipu-
lagsgerðar. Notkun samráðsaðferða
hefur farið vaxandi hér á landi sem
og annars staðar. Hvaða aðferðir
henta best og hvernig eftirfylgni er
háttað fer eftir eðlí og umfangi verk-
efnisins hverju sinni. Mikilvægt er