AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 22
hins vegar eitt um að úthluta kvóta til útgerðar. Á það skal bent að ýmsir landeigendur eru einmitt að selja lóðir. Borgaryfirvöld hafa einnig beinar tekjur af verðhækkun lands þar sem fasteignamat er endurmetið með tilliti til markaðsverðs fasteignar. Borgin hefur tekjur af fasteignagjöldum en einnig af lóðarleigu sem þó er ekki nema 0,08 prósent af lóðarmati og verður að teljast lág leiga. Ef land er keypt og leigt á þessum skilmálum tekur það leigusala 1250 ár að fá til baka verðmæti fjárfestingarinnar, jafn- vel þó engin ávöxtunarkrafa sé gerð. Á frjálsum markaði ætti leigan að endurspegla verðmæti lóða. Tíl að sjá hvort þetta standist hefur borg- arhagfræðingur skoðað leiguskilmála í stærri sveitarfélögum. Þá kemur í Ijós að Reykjavík er með lang- lægstu lóðarleigu fyrir íbúðarhúsa- lóðír. Hæsta lóðarleigan er greidd í Vesturbyggð, um 3.75 prósent og í Húnaþingi eystra 3,59. Miðað við þetta er hægt að færa góð rök fyrir þeirri aðferð að bjóða út lóðir eins og reyndar flest sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu eru nú farin að gera. Annað atriði sem er áberandi í skipu- lagsumræðunni í Reykjavík er að „ALLIR“ vilji búa í einhverri tiltekinni tegund íbúðarhúsnæðís á einhverjum tímum. Þannig er því haldið fram núna að skortur sé á litlum ein- býlishúsum á einni hæð með litlum garði því ALLIR vilji búa þannig. Fyrir fáum árum, þegar Grafarholtið var að byggjast upp, var sagt að ALLIR vildu þá búa í stórum sérhæðum í fjölbýli. Þegar kom að því að íbúð- irnar fóru í sölu hafði markaðurinn breyst og eftirspurnin varð meiri eftir minni íbúðum. í þessari umræðu vil ég segja að það skortir mjög á allar upplýsingar og rannsóknir á búsetuþörfum og óskum íslendinga sem opinberir aðilar geta síðan nýtt sér við stefnumörkun og skipulags- vinnu. Það skiptir líka máli að vinna slík gögn faglega því auðvelt er að snúa út úr könnunum sem gerðar eru með einföldum spurníngalista þar sem fólk er spurt að því hvernig það vilji búa. Þá bírtast oft svör sem eru í engum takti við raunverulega getu fólks efnahagslega til að flytja eða búa í því húsnæði sem það helst kýs, heldur birtast í svörunum væntingar fólks til óljósrar framtíð- ar - en trúlega náum við aldrei að gera nógu tíðar kannanir til að fylgja sveiflum markaðarins og því þurfa bæði sveitarfélög og fjárfestar að gera ráð fyrir ákveðinni fjölbreytni í uppbyggingu nýs húsnæðis. Mikilvægt er að taka tillit til hag- rænna þátta í skipulagsgerð. Auðvitað er gaman að teikna upp og skipuleggja hvernig við eigum að búa í framtíðinni án þess að þurfa að hugsa um of um krónur og aura, en það er því miður til lítils að búa til frábært og flott skipulag á blaði ef enginn vill síðan byggja eftír því. Markaðurinn þarf því alltaf að vera með í ráðum. í framtíðinni er gert ráð fyrir að efla hinn hagræna þátt skipu- lags enn frekar hjá Reykjavíkurborg með nánari samvinnu við sérfræð- inga í hagrænni skipulagsgerð. Hér að framan hefur verið tæpt á ýmsum atriðum varðandi skipu- lag en eitt er víst: Við eigum næg verkefni framundan bæði í umræðu og framkvæmd varðandi skipu- lags- og byggingarmál hér á landí. ■ Sérhæfdir í viðhaldi gólfa Bónvinna Parketslípun Beesun Pússun K'nnsí;=i islands Lökkun Olíuburður Sími : 544 4024 • Dalvegi 24 • 201 Kópavogi Netfang : info@golfthjonustan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.