AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 46
SKOÐUN / OPINION
Dr. Oddur Benediktsson, prófessor
Umhverfi Reykjavíkur hefur breyst
mikið frá miðjum sjöunda áratug
síðustu aldar, þegar ég kom heim
frá framhaldsnámi. Þá átti ég blaut-
búning og súrefniskúta og kafaði
eftir kræklingi í Straumsvík, Hvalfirði
og víðar. Oft var farið í gönguferð-
ir um hálsana fyrir ofan Ferstiklu,
eftir gamla Þingvallaveginum, í
Hengladalina, á Hellisheiði, um
Skarðsmýrarfjall, upp af Kolviðarhóli
og á Vatnsleysuströnd. Þessir staðir
eru ekki aðlaðandi til útivistar nú.
sumar kom útvarpsfrétt um
að loftmengun í Reykjavík
nálgaðist hættumörk.
Brennisteinsloftmengunin
á svæðinu frá Grundartanga til
Straumsvíkur á eftir að næstum
tvöfaldast í náinni framtíð. Þessu
veldur stækkun Norðuráls, heim-
iluð stækkun ÍSAL og fyrirhuguð
rafskautaverksmiðja á Katanesi.
Ætla má að hættuástand skapist á
þessu svæði vegna loftmengunar-
innar. Lofttegundin brennisteinstvíildi
(SO2) veldur loftmengun og súru
regni. Samkvæmt upplýsingum á
vef Hagstofu íslands var heildarút-
streymi af mannavöldum
af SO2 á íslandi 9,8 þús-
und tonn árið 2002. Til
samanburðar má geta
þess að árleg losun SO2
í Danmörku er 28 þús-
und tonn, í Noregi 26þt, í
Svíþjóð 58þt og í Finnlandi
74þt. Heimiluð aukning á
SO2 útblæstri við stækkun
Orkuver, háspennuturnar,
hraðvegir eða þá málm-
bræðslur blasa nánast alls
staðar við. Og allt bendir til
þess að röskun umhverf-
isins í þágu stóriðju á
þessu svæði sé langt frá
því lokið. R-listinn lofaði
í fyrstu að raforkuver á
Nesjavöllum yrði nýtt til
þess að lækka raforkuverð
í Reykjavík. Það rafmagn
fór þess í stað rakleiðis
í Norðurál á undirprís.
í staðviðrinu síðastliðið
álvers á Grundartanga eru
1,7 þt, Straumsvík 4,1 þt,
Reyðaráli 3,9 þt og yrðu
0,7 þt frá rafskautaverk-
smiðjunni. Þessi aukning
er 10, 4 þt og verður heild-
arlosun íslands á SO2 þá
20,2 þúsund tonn á ári og farin að
slaga upp í heildarlosun í Danmörku
og Noregi. Meiri hluti þessarar los-
unar er á svæðinu frá Straumsvík
til Hvalfjarðar. Ég hef árangurslaust
leitast við að fá upplýsingar um
hvaða áhrif þessi mengun hafi á
fólk, dýr og plöntur til langframa.
Maður spyr sig hvaða hagsmunir
ráði því að það er böðlast svona
áfram? Raunverulegur hagnaður af
stóriðjunni fer til erlendra eigenda.
Arðsemi fjárfestinganna í orku-
mannvirkjum er lág. Störfin sem
skapast eru fá miðað við fjárfest-
inguna í infrastrúktúrnum. En hvað
kemur þá til? Svarið blasir við.
Ríkið, Landsvirkjun og sveitarfélög
veita störf handa obbanum af öllum
verkfræðingum, náttúrufræðingum,
jarðfræðingum, fornleifafræðing-
um o.s.frv. Ef fólk er með eitthvað
múður gegn virkjanastefnunni þá
er það einfaldlega sett á kaldan
klaka. Sama gildir um verktaka,
sem verða að fá ný og ný verkefni.
Framskrið allra þessara hagsmuna
er svo þungt að það verður varla
stöðvað nema með breyttri stefnu
og umþóftun á löngum tíma. Að vísu
mundi ein aðgerð hafa áhrif fljótt og
er lausn sem ætti að hæfa nútím-
anum. Einkavæðum Landsvirkjun.
Þá yrði þessum áhættusömu og
arðlitlu virkjanaframkvæmdum snar-
lega hætt og landið látið í friði.
Núverandi virkjanastefnu mætti líkja
við þjóðsöguna: „Neyttu á meðan á
nefinu stendur." í virkjunarkellu hey-
rist: „Kallað er í kóngsríkinu enn.“ „Á
hvern og til hvers?" spyr karl. „Á mig
til að halda barni undir skírn,“ segir
kerling. „Far þú þá,“ segir karlinn.
- Allt bendir nú til þess að virkjana-
ævintýrið fari eins og þjóðsagan.
Smjörið klárist og karlinn dauðrotist. ■
46 avs