AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 50
ARKITEKTIIR / ARCHITECTURE
ækjarskoli 1
Hilmar Þór Björnsson og Sigríöur Ólafsdóttir, arkitektar
1
NÁNASTA UMHVERFI
RÁÐANDI ÞÁTTUR í
LAUSNINNI
Lækjarskóli, sem nú hefur verið
tilnefndur til Mies van der Rohe
verðlaunanna í byggingalist, er
byggður samkvæmt vinningstíl-
lögu í opinni arkitektasamkeppni
sem haldin var árið 2000.
Samkeppnin var um byggingar
og deiliskipulag á afar umdeildu
og viðkvæmu svæði í Hafnarfirði
sem tengist Hörðuvöllum.
í samkeppnislýsingu var miðað við
tveggja hliðstæðna grunnskóla með
íþróttaaðstöðu með sal og sund-
laug ásamt fjögurra deilda leikskóla.
Sigurvegarar í samkeppninni
voru Á STOFUNNI arkitekt-
ar, þau Finnur Björgvinsson,
Sigríður Ólafsdóttir og Hilmar Þór
Björnsson. Samstarfsmenn þeirra
voru VSÓ ráðgjöf sem annaðist
alla verkfræðivinnu og Landmótun
sem sinnti landslagshönnun.
Að lokinni samkeppninni var ákveðið
að bjóða verkið út sem einkafram-
kvæmd þar sem hlutskarpast varð
fasteignafélagið Nýsir í samstarfi
við verktakafyritækið ÍSTAK.
ARKITEKTÚR
Náttúran var ráðandi þáttur í úrlausn
arkitektanna. Staðsetning bygging-
arinnar í mjög dáðu og viðkvæmu
umhverfi, þar sem var ósnert hraun,
birkikjarr, engi og lækurinn með tjörn
þar sem er mikið fuglavarp, leiddi
arkitektana að þeirri niðurstöðu
sem nú-hefur verið framkvæmd.
Til þess að valda sem minnstu raski
lögðu arkitektarnir til að byggingin
risi á vegstæði sem þarna var fyrir.
Glerveggur vestanverðu í húsinu er
sveigður þannig að hann fylgir að
mestu vegbrúninni sem þarna var.
Þannig má segja að gamli vegur-
inn, Hörðuvellir, sé nú orðinn yfir-
byggð göngugata innan skólans.
Nú ganga nemarnir með vegbrúninni
sem áður var milli vistarvera skól-
ans í umhverfi sem er á mörkum
þess að vera úti og inni. Náttúran,
lækurinn og hraunið blasir við líkt
og áður. Um glervegginn njóta þeir
sem innifyrir eru náttúrunnar útifyrir
og vegfarendur utandyra geta fylgst
með lífinu innandyra. Gangurinn er
aðalsamskiptasvæði skólans sem
gengur þvört á aldur og stöðu nema
og starfsmanna skólans. Hér hitt-
ist fólk og á óformleg samskipti
í leik og starfi í nánum tengslum
við það landslag sem fyrir var.
í langhúsinu er að finna allar
ségreinastofur og stjórnun skól-
ans meðan í þverálmunum þrem
eru heimasvæðin sem notuð eru
af þrem aldurshópum skólans.
LITIR OG EFNISVAL
Arkitektarnir svöruðu kalli umhverf-
isins og lögðu mikla áherslu á það
í vinnu sinni að notendur bygging-
arinnar yrðu fyrir stöðugu jákvæðu
áreiti frá fögru umhverfinu innandyra
sem utan. Allt efnisval og litir tóku
mið af þessu og eru sótt í nánasta
umhverfi skólans. Þar ræður mestu
hraunið og litir þess, mosinn og sú
litaflóra sem þar kemur fram og er
síbreytileg, engið og birkikjarrið. Áhrif
þessara umhverfisþátta má sjá end-
urtekin í byggingunum með ýmsum
tilbrygðum í efnisvali og litum.
Byggingin er alls um 7000m2. ■