AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 35
Arnarnesvog. Hvort slík tenging
er hugsanleg er óvíst, meðal
annars af umhverfisástæðum.
Að þessum forsendum gefnum
og með vísun í fyrri athuganir á
kostnaði við jarðgangagerð var
áætlaður stofnkostnaður 2,3
milljarðar. Kostnaður yrði meiri
ef strangari kröfur yrðu gerðar
vegna náttúruverndarsjónarmiða.
Rekstrarkostnaður og hrakvirði
fært til núvirðis standast nokk-
urn veginn á. Reiknilíkanið skilaði
niðurstöðum um sparnað vegna
annarrar dreifingar umferðarálags
og minni ekinnar vegalengdar
auk tíma- og orkusparnaðar að
núvirði 3,1 milljarð. Þannig fengist
jákvæð arðsemi af fjárfestingunni
um 8,6%. Ef til viðbótar er reikn-
að með fækkun slysa má ætla
núvirði sparnaðar af fjárfestingunni
4,8 milljarða og arðsemin væri
14,4%. Þó svo um sé að ræða
skólaverkefni og margar forsendur
gefnar en ekki kannaðar sérstak-
lega, s.s. framkvæmdakostnaður,
þá gefur niðurstaðan vísbend-
ingu um að slík framkvæmd gæti
reynst þjóðhagslega hagkvæm.
Lokaorð
Reiknilíkan umferðar er öflugt tæki
til að reikna út umferðarálag á
gatna-kerfi framtíðar. Það er einn-
ig hægt að kanna með líkaninu
marga kosti í upþbyggingu gatna-
og vegakerfis. Með hefðbundnum
núvirðisreikningum má síðan nota
niðurstöðurnar til að meta arð-
semi þess að bæta umræddum
kosti við samgöngukerfið. Að
sjálfsögðu eru ekki öll svör fengin
með slíkri athugun en engu að
síður má benda á að vert væri að
skoða áður nefndan kost í sam-
göngum höfuðborgarsvæðisins. ■
Umferðarálag árið 2024, með tengingu yfir Skerjafjörð. Myndin sýnir
ársdagsumferð, ÁDU, í þúsundum ökutækja á einstökum hlekkjum
gatnakerfisins á því svæði sem yrði fyrir áhrifum af nýrri vegteng-
ingu yfir Skerjafjörð. / Traffic volume in year 2024, with a link across
Skerjafjörður on individual links of the road network affected by a new
roadlink across Skerjafjörður.
Fyrir tæpum tveimur áratugum var sýnd í Svæðisskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins 1985-2004 þessi mynd um þáverandi og mög-
ulegar stofnbrautir á svæðinu. Tenging yfir Skerjafjörð er þar á
meðal, en þó fremur yfir á Álftanes. / Almost two decades ago the
Regional Plan for the Capital Area, 1985-2004 included this draw-
ing of a possible main road network for this area. This included a
link over Skerjafjörður or across to Álftanes.
avs 35