AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 17
Vettvangur skipulags-
málanna
Vettvangur skipulagsmála hér á
landi hefur verið afar fjölbreytilegur
og viðburðaríkur síðustu ár. Þannig
hafa þeir sem sinna skipulagsmálum
ekki bara fengið nýja lagaumgjörð
að vinna í, heldur einnig fjöldann
allan af nýjum krefjandi viðfangs-
efnum að fást við. Ekki verður hér
í fáum orðum gefin nein heildar-
mynd af vettvangi skipulagsgerðar
á undanförnum árum, en nokkrar
af þýðingarmiklum áskorunum
skipulagsgerðar hafa t.d. varðað:
• áframhaldandi búsetu-
þróun þar sem höfuðborg-
arsvæðið vex, en lands-
byggðin stendur í stað
• stækkandi sveitarfélög, land-
stór en tiltölulega fámenn
• tæknibyltingu með tilkomu
Internetsins og tölvupósts
• nýtt met okkar í bíla-
eign og akstri
• umtalsverðan vöxt í áliðnað-
inum og tilsvarandi umfang
í virkjunarframkvæmdum,
bæði í vatnsafli og jarðvarma
• stöðuga fjölgun ferða-
manna, bæði erlendra og
innlendra, með tilheyrandi
vexti í ferðaþjónustu og
ferðum m.a. um hálendið
• verulega breytingu á land-
notkun og nýtingu í dreifbýli,
með hnignun hefðbundins
landbúnaðar, verulegri fjölgun
og stækkun frístundabyggð-
arsvæða, átaki í skógrækt og
aukinni ásókn í búsetu í dreif-
býli án tengsla við búskap
• tilkomu nýrra atvinnugre-
ina eins og fiskeldis í sjó
Þessar svipmyndir gefa ekki heild-
armynd af aðstæðum skipulags-
gerðar hér á landi, en þær sýna
að margt er að takast á við og
samþætta, þegar landnotkun er
skipulögð. Þær sýna einnig að for-
sendur skipulagsgerðar geta gjör-
bylst á fáum árum og komið fram
nýjar atvinnugreinar og landnýting
sem gefur ný tækifæri í skipulags-
gerð og/eða er landfrek og hefur
langtímaáhrif á land og samfélag.
Áherslur í skipulags-
málum
Eins og áður segir hafa nýjar áhersl-
ur gert vart við sig í framkvæmd
skipulagsmála á undangengnum
árum. Bæði má tengja það beint
áherslum skipulags- og byggingar-
laga og skipulagsreglugerðar frá
1998, en einnig öðrum straumum
og stefnum í skipulagsmálum.
Mikið átak er yfirstandandi hjá
sveitarfélögum landsins í að vinna
að fyrstu kynslóð aðalskipulags
sem setur fram landnotkunarstefnu
um allt land innan stjórnsýslumarka
hvers sveitarfélags. Jafnframt er
mun meira líf í deiliskipulagsgerð,
bæði í þéttbýli og dreifbýli, en áður.
Þá höfum við séð verða til fyrstu
heildstæðu skipulagsáætlun fyrir
miðhálendið. Við höfum fengið nýtt
svæðisskipulag fyrir höfuðborgar-
svæðið og aðalskipulag fyrir höfuð-
borgina þar sem vísir er að áherslum
á blandaðri og þéttari byggð en
almennt hefur tíðkast í skipulags-
gerð hér á landi, þótt enn sé óreynt
hvernig þeim áherslum verður fylgt
eftir í deiliskipulagi og framkvæmd-
um. Þá hefur íbúalýðræði við mótun
skipulagshugmynda fengið aukna
athygli og ný form reynd í þeim
efnum, s.s. íbúaþing.
Það hefur því margt verið gert og
nýjar leiðir reyndar. Það eru engu að
síður ófá viðfangsefnin að takast á
við í skipulagsmálum. Að endingu
vil ég nefna nokkur atriði sem ég tel
sérstaklega brýn á næstu árum:
• Við þurfum að þróa áfram skipulagsumgjörðina sem lagt var upp með í skipulags- og byggingarlögum 1997
og huga þar betur að þáttum sem varða heildræna langtímasýn, skilvirkni skipulagsgerðar og samræmingu
stefnu, bæði milli ólíkra málaflokka og á milli skipulagsstiga, auk þess að þróa áfram hinn lýðræðislega þátt
skipulagsferlisins, umhverfismat skipulagsákvarðana og úrræði stjórnvalda gagnvart ágreiningi og brotum.
• Við þurfum að efla fagþekkingu, faglega umræðu um skipulagsmál og rannsóknar- og þróunarstarf,
þvert á einstakar faggreinar og stofnanir. í okkar fámenna samfélagi er lykilatriði að sameina krafta þeirra
mennta- og fagstofnana og fagaðila annarra sem með einum eða öðrum hætti sinna þessum málum.
• Við þurfum að efla þann þátt í fagvitund og fagþekkingu þeirra sem sinna skipulags-
gerð sem snýr að ferlinu sjálfu, þátttakendum í því og nýtingu þeirra tækja sem til boða standa.
Skipulagsgerð er ekki staðfræðikortlagning og felur í sér annað og meira en uppdráttagerð.
• Við þurfum að auka þekkingu og áhuga almennings á skipulagsmálum. Lykill að gagnsemi skip-
ulagsgerðar fyrir samfélagið er að borgararnir séu virkir þátttakendur. Til þess þarf almenning-
ur og fjölmiðlar að þekkja til mála og telja sig geta haft gagn og gaman af því að taka þátt.
• Og það þarf að gæta að framkvæmd skipulagsmála til enda. Lykilatriði fyrir trúverðugleika skipulag-
skerfisins gagnvart bæði hinum almenna borgara og framkvæmdaraðilum er að leikreglur séu virt-
ar. Leikreglur um ráðstöfun lands til mannvirkjagerðar og framkvæmda eru festar í skipulagslögum.
Ábyrgð skipulagsyfirvalda er stór að sjá til þess að skipulagsákvæði öðlist líf, en rykfalli ekki lífvana
og gagnslaus. Og þau þurfa að halda vöku sinni og beita sér þegar framkvæmdafólk vegna virð-
ingarleysis eða vanþekkingar á leikreglunum fer sínu fram í trássi við skipulag og leyfi. ■
avs 1 7