AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Blaðsíða 58
Sveinn Kjarval var mikilvirkur braut-
ryðjandi í hönnun húsgagna og inn-
réttinga hérlendis á fimmta og sjötta
áratug tuttugustu aldar og hafði mikil
áhrif á húsgagnasmíði í anda nytja-
stefnunnar, sem þá setti mark sitt á
framsækna hönnun. Hann tileinkaði
sér það besta í danskri húsgagna og
húsbúnaðarhönnun eins og glöggt
má sjá í því sem eftir hann liggur.
Sveinn leit dagsins Ijós í
Kaupmannahöfn 20. mars 1919.
Foreldrar hans voru Tove Kjarval
rithöfundur, fædd Merild og
Jóhannes S. Kjarval listmálari.
1940 gekk Sveinn að eiga Guðrúnu
Kjarval, fædd Hjörvar og varð
þeim hjónum fimm barna auðið.
Hann nam húsgagnasmíði á
smíðaverkstæði Jakobs Kjær í
Kaupmannahöfn. Þá þegar þótti
dönsk húsgagnahönnun, smíði og
framleiðslutækni skara fram úr og
verkstæðið þar sem Sveinn stund-
aði nám sitt var í fremstu röð.
Sveinn hélt til íslands 1939 að námi
loknu og setti á laggirnar eigin hús-
gagnavinnustofu, sem hann rak í
nokkur ár, uns hann fluttist á ný til
Kaupmannahafnar ásamt konu og
börnum og settist aftur á skólabekk
- í þetta sinn við nám í húsgagna-
hönnun í Kunsthaandværkerskolens
Möbelskole. Meðal kennara hans
voru ýmsir virtustu hönnuðir
Dana, svo sem Hans Wegener,
Finn Juhl og Börge Mogensen.
Að hönnunarnáminu loknu hélt
Sveinn enn heim til íslands og
Sveinn Kjarval
Jóhannes Kjarval, arkitekt
setti á laggirnar fyrstu teiknistofu
sína. Fyrsta stóra verkefni hans
var að hanna skápa, sýningarborð
og hillur í hið nýja Þjóðminjasafn
íslands. Skömmu síðar hannaði
hann Naustið innan og utanhúss
ásamt öllum húsbúnaði veitinga-
hússins. Margir húgagna- og innrétt-
ingahönnuðir þjóðarinnar hófu feril
sinn á þessari teiknistofu Sveins.
Á þessum árum var lítið framboð af
tilbúnum, vel hönnuðum húsgögn-
um í verslunum hér á landi og lítið
flutt inn af slíku. Innréttingar voru
sérsmíðaðar eftir pöntun og einnig
mikið af húsgögnum. í teikningasafni
Sveins er því að finna húsgögn og
húsbúnað af ýmsum toga og verk-
efnín bera manna- eða fyrirtækja-
nöfn eða heita eftir opinberum stofn-
unum. Með tímanum urðu verkefnín
mörg og fjölgaði jafnt og þétt, þegar
kom fram yfir miðjan sjötta áratug-
inn. Verslanir, einkaheimili, bókasöfn,
veitingastaðir, kirkjur og mennta-
skólar voru meðal bygginga þar sem
sjá mátti innréttingar og húsgögn,
sem Sveínn hannaði - að ógleymdu
sjálfu Alþingi og Landspítalanum.
Hlutur innlendrar húsgagnahönnun-
ar og húsgagnasmíði óx til muna á
sjötta og sjöunda áratug aldarinnar
og Sveinn vann að því með ýmsum
fyrirtækjum og einstaklingum að
þróa húsgögn sín og koma þeim
í framleiðslu. Mest var smíðað af
húsgögnum hans á húsgagna-
vinnustofunni Nývirki hf. og saga
þess fyrirtækis og þeirra sem
þar stunduðu iðn sína er sam-
ofin hönnun hans. Jón Gunnar
Árnason myndlistarmaður og
járnsmiður vann að því að þróa
stálhúsgögn Sveins í járnsmiðj-
unni Sindra, þar sem til urðu
margar útgáfur af Sindrastólum
- eins og þeir voru kallaðir - úr
járni og öðrum málmum. Jón
smíðaði einnig margar gerðir
lampa og ýmissa annarra hús-
muna, sem Sveinn hannaði. Guðrún
Jónasdóttir veflistakona átti líka sinn
þátt í þróun húsgagna hans, auk
margra annarra, sem unnu með
honum að því að móta frumgerðirnar.
En saga íslenskrar hönnunar er
enn óskrifuð og þess vegna eru
margvíslegar upplýsingar um Svein
Kjarval og aðra hönnuði brota-
kenndar og óskráðar að mestu.
Má með sanni segja að tími sé
kominn til að bæta úr því.
1970 fluttist Sveinn enn á ný til
Danmerkur með konu og börn-
um. Þar hélt hann áfram starfi
sínu við hönnun og smíði hús-
gagna. Innan tíðar færði hann svo
út kvíarnar og í samvinnu við konu
sína og dóttur Kolbrúnu og seinna
tengdason sinn, Robin Lökken,
kom hann á laggir leirkeravinnu-
stofu og sýningarsal á Jótlandi.
Sveinn Kjarval lést á Landspítalanum
10. febrúar 1981 og hvílir í Foss-
vogskirkjugarði.
“Þinnastólinn" eða “litla borðstofu-
stólinn" eins og hann hefur líka verið
kallaður hannaði Sveinn 1963 ásamt
öllum innréttingum fyrir kaffihúsið
Tröð á annarri hæð í Austurstræti
18. Slíkir stólar voru framleiddir á
ný í Danmörku 1979 og þá fyrir
hótel Valhöll á Þingvöllum. Önnur
útgáfa og einfaldari af þessum
sama stól var notuð í heima-
vist Menntaskólans á Akureyri.
Bókaskápurinn á Bessastöðum /
Book Cabinet at Bessastaðir.
58 avs