Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023
FRÉTTASKÝRING
Tillögur yfir dýralæknis um
breytingar á reglu gerð um riðu og
endur skoðun varnarhólfa hafa legið
í ráðuneytinu frá því í desember árið
2021. Samkvæmt upplýsingum
sem fengust úr ráðuneytinu í
október fólu breytingatillögur
yfirdýralæknis í sér umtalsverðar
breytingar á regluverkinu. Ákvörðun
hafi verið tekin um að fara í
heildarendurskoðun á lagabálkunum
sem snúa að dýraheilbrigði. Vinnan
sé umfangsmikil og ekki ljóst
hvenær henni lýkur.
Að sögn Sigurborgar Daða
dóttur yfir dýralæknis þarf
lagabreytingar til endurskipulags
sauðfjárveikivarnarhólfa – og
aðkomu Alþingis. Hins vegar sé
hægt að afleggja varnarlínur og
breyta reglugerð sem gerir ráð
fyrir algjörum niðurskurði, án
lagabreytinga.
Tilfellum fækkað
en hjörðum einnig
Á liðlega 40 árum hafa rúmlega 850
hjarðir verið skornar niður á Íslandi,
með meira en 200 þúsund fjár.
Deildar meiningar eru um árangurinn
af þessum aðgerðum, en ljóst er að
tjónið er mikið – bæði fjárhagslegt og
tilfinningalegt fyrir bændur sem hafa
ræktað upp sínar hjarðir. Á þessum
tíma hafa ríflega 620 bæir gengið í
gegnum þær hörmungar.
Óumdeilt er að riðutilfellum
hefur fækkað umtalsvert, en að sama
skapi einnig fjöldi hjarða í landinu.
Þegar niðurskurðaraðgerðir hófust
voru 25 varnarhólf af 38 sýkt. Í dag
eru átta af 25 hólfum sýkt. Riða hefur
komið aftur í nýjan fjárstofn á um
12 prósent bæjanna og á suma oftar
en einu sinni. Áætlað er að aflétting
riðuhafta verði í Landnámshólfi 31.
desember á þessu ári.
Riða í Miðfjarðarhólfi
Í lok mars tilkynntu bændurnir
á Bergsstöðum um einkenni í
tveimur kindum sínum sem gætu
bent til riðuveiki. Starfsfólk
Matvælastofnunar tók sýni og
síðan var grunurinn staðfestur á
Tilraunastöð Háskóla Íslands að
Keldum. Samkvæmt reglugerð
um útrýmingu á riðuveiki
leggur yfirdýralæknir til við
landbúnaðarráðherra að ef
riðuveiki er staðfest í hjörð verði
öllum kindunum lógað hið fyrsta.
Á Bergsstöðum voru 690 kindur
og var þeim öllum fljótlega fargað,
auk annarra tuttugu sem fluttar voru
þaðan á níu bæi innan hólfsins.
Niðurstöður sýnatöku úr þessum
tuttugu kindum sýndu að ein kind
var riðusmituð – og hana var hægt
að rekja á bæinn SyðriUrriðaá, þar
sem skera þurfti niður um 720 kindur
í kjölfarið.
Báðar hjarðirnar voru skornar
niður á útisvæði sláturhússins á
Hvammstanga; Bergsstaðaféð var
flutt í fimm gámum til förgunar
í Kölku, sorpeyðingarstöðvar á
Suðurnesjum – en vegna bilunar sem
kom síðan upp í stöðinni þurfti að
urða hræin frá SyðriUrriðaá, sem
er neyðarúrræði. Umhverfisstofnun
hefur umsjón með slíkri förgun. Í
leiðbeiningum hennar, um urðun
og frágang vegna riðusmitaðs
úrgangs, kemur fram að áður en
val á endanlegum urðunarstað fari
fram sé svæðið yfirfarið með tilliti
til umhverfisaðstæðna sem þar er
að finna, til dæmis gerð jarðvegs,
grunnvatnsstöðu, rennslishátta og
hæð í landi.
Tæplega 100 kindur seldar
á tíu árum
Miðfjarðarhólf er nú skilgreint sem
sýkt svæði næstu tuttugu árin hið
minnsta, ef ekkert smit kemur upp á
þeim tíma. Með þeirri skilgreiningu
felst sú breyting að óheimilt er að
flytja sauðfé til lífs á milli hjarða
innan hólfsins, auk annars sem geti
borið smitefni eins og til dæmis hey,
heyköggla, hálm, húsdýraáburð,
túnþökur og gróðurmold. Þær tuttugu
kindur sem var lógað frá öðrum
bæjum voru þær sem eftir lifðu af
þeim tæplega 40 kindum sem fluttar
hafa verið frá Bergsstöðum á bæi
innan hólfsins á síðustu fimm árum.
Talið er að frá því að kind smitast og
þar til hún sýnir sjúkdómseinkenni
geti liðið eitt til tvö ár að meðaltali
– eða jafnvel allt að fimm ár.
Á síðasta áratug hafa tæplega 100
kindur verið seldar frá Bergsstöðum
og leggur Sigurborg áherslu á að
eðli sjúkdómsins sé með þeim hætti
að alls ekki sé hægt að útiloka að
smitefni hafi borist á einhverja
fleiri bæi þótt þar sé ekki staðfest
riðusmit.
Unnið er að rannsóknum á
sýnum frá Bergsstöðum og síðan
verður farið í að greina sýni frá
SyðriUrriðaá. Þaðan hafa farið
kindur á um 25 bæi á síðustu tíu
árum. Fjöldinn er hins vegar enn ekki
ljós þar sem kaupendur hafa ekki
allir verið með skýrsluhald í Fjárvís.
Verið er að afla þessara upplýsinga.
„Já, þannig er staðan. Bæirnir
verða undir aukinni vöktun rétt eins
og allt hólfið komandi misseri og
ár,“ segir Sigurborg.
Sýni úr mænukylfunni
til greiningar
Þegar skorið er úr um hvort kind er
riðuveik, þarf að lóga henni og taka
sýni til greiningar úr mænukylfunni.
„Það er hægt að finna riðusmitefni
í tilteknum eitlum úr lifandi fé, en
Sigurður Már
Harðarson
smh@bondi.is
Riða greinist í Miðfjarðarhólfi í fyrsta sinn:
Ákall er um breytingar á riðuvörnum
– Ráðunautur í sauðfjárrækt telur brýnt að yfirdýralæknir fái heimildir til að taka ákvörðun um aðra möguleika en heildarniðurskurð
Riðuveiki í sauðfé hefur í fyrsta sinn greinst í Miðfjarðarhólfi,
sauðfjárveikivarnarhólfs í Vestur-Húnavatnssýslu. Um 1.400 fjár
hefur verið skorið niður á tveimur bæjum. Ákall er í búgreininni
meðal bænda og sauðfjárræktarráðunauta um breytt fyrirkomulag á
riðuveikivörnum. Þá hefur yfirdýralæknir lagt ákveðnar breytingar til
á fyrirkomulagi varnarhólfa og á riðureglugerð þess efnis að verndandi
arfgerðir gegn riðusmitum verði hlíft við niðurskurði þegar tilfelli
koma upp í hjörðum.
Sauðfjárveikivarnarhólf. Bergsstaðir og Syðri-Urriðaá eru í Miðjarðarhólfi sem merkt er númer sjö á kortinu, en
ekki hafði áður greinst riða í því. Nú eru alls átta hólf skilgreind sem sýkt; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og
Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarðarhólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf, Biskupstungnahólf og Miðfjarðarhólf.
Upphaflega var fyrirkomulaginu komið á til að útrýma öðrum sauðfjársjúkdómum en riðu, sem borist höfðu til
Íslands með innfluttu fé. Mynd / Matvælastofnun
Sími 570 9090 • frumherji.is
Komdu með hestakerruna á næs
skoðunarstöð og hafðu hana klára
rir vorið og sumarið.
Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um urðun
og frágang vegna riðusmitaðs úrgangs
Þegar um er að ræða förgun vegna riðusmitaðs úrgangs er ávallt fyrsti kos-
tur að koma úrgangnum til brennslu í brennslustöð sem til þess hefur starf-
sleyfi. Ef upp koma þær aðstæður að ómögulegt er að koma úrgangnum í
brennslu er urðun næsti kostur. Ef þannig aðstæður koma upp þá er unnið
eftir eftirfarandi leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um förgun og frágang.
Áður en endanlegur staður er valinn til urðunar er svæðið metið út frá þeim
umhverfisaðstæðum sem þar er að finna, t.d. gerð jarðvegs, grunnvatnsstöðu,
rennslishátta og hæð í landi.
1. Framkvæmdaraðila ber að beita góðum starfsreglum við móttöku úrgangsins og
urðun hans, með aðgerðum til að draga úr hugsanlegum umhverfisáhrifum. Jaf-
nframt séu gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengu-
naróhöpp og draga úr afleiðingum þeirra.
2. Fara þarf þannig með allan úrgang við meðhöndlun að tryggt sé að hann valdi sem
minnstum óþrifnaði eða ónæði, svo sem foki úrgangsefna, ryki, ólykt eða hávaða.
3. Aðgangur að gryfjunni sé takmarkaður og svæðið afgirt með fjárheldri girðingu.
Tryggja þarf að skepnur hafi ekki aðgang að förgunarstaðnum hvorki þegar urðun
fer fram né þegar staðurinn er lokaður. Girt verði fyrir aðgengi búfénaðar að yfir-
borðsvatni sem getur verið til staðar nálægt og í rennslisátt frá urðunarstaðnum.
4. Verði vart við meindýr eða vargfugl skal séð til þess að þau hafist ekki við eða taki
sér bólfestu á förgunarstaðnum, að teknu tilliti til laga nr. 64/1994 um vernd, friðun
og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
5. Úrganginn þarf að hylja með jarðvegi þegar í stað eftir að honum hefur verið komið
fyrir í gryfjunni. Við endanlegan frágang þarf gryfjan að vera hulin jarðvegslagi, eða
lagi úr sambærilegu efni, a.m.k. 1 metra þykku, þannig að regnvatn renni greiðlega
af þeim og sig regnvatns ofan í úrganginn sé lágmarkað. Óheimilt er að nota efni
sem getur haft í för með sér fok, ónæði eða ólykt. Gott er að koma fyrir gróðri ofan
á gryfjunni.
6. Gryfjan skal hnitsett og færð í kortagrunn um mengaðan jarðveg í samræmi við
reglugerð 1400/2020.
7. Framkvæmdaraðila ber að hreinsa þá mengun sem kann að verða við óhöpp eða
önnur atvik og sjá um að koma í veg fyrir að mengunarefni haldi áfram að breiðast
út.
8. Verði óhapp sem þarfnast tafarlausra aðgerða skal hafa samband við neyðarlínuna
112.
Leiðbeiningarnar taka meðal annars mið af leiðbeiningum
Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna.